Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1976, Blaðsíða 15

Vikan - 02.12.1976, Blaðsíða 15
Áður en sest var að snæðingi. Fré vinstri: Gunnar Halldórsson, Sig- urður Kristjánsson, Tómas Waage, Stella Skaftadóttir, Gunnlaugur Þórðarson, Gísli Baldur Jónsson, Gunnar Stefánsson, Aðalsteinn Eiríksson og Kolbeinn Gíslason. Á myndina vantar Ingimund Hjartar- son og örn Jóhannesson. Gunnar Halldórsson byggingar- verkamaður knnn nú fleira en að hyggja hús eftir námskeiðið hjá Stellu. takendum fyrsta kvöldið, þegar þeir voru að læðupokast fyrir hornið á Sólvallagötunni með plastpoka undir hendinni. Hefði mátt ætla, að pokarnir hefðu eitthvað hryllilegra að geyma en svuntur og inniskó, svo flóttalegir sem menn virtust. Nú var hins vegar annar bragur á mannskapnum. Æfðar hendur munduðu sleifar og hnifa, rjóma- sprautur og spaða, og það virtist ekki koma niður á eldamennskunni, þótt talandinn gengi liðugt hjá — flestum. Auðvitað snerist umræðan eink- um um mat, þótt innan um og saman við slæddust lítt skiljanlegar athugasemdirum jafn náskilda hluti eins og óperutónlist og Þórskaffi (þið fáið enga skýringu á þessu með Þórskaffið, ég fékk hana ekki sjálf). Líklega hef ég ekki verið nægilega innvígð til að skilja allt, sem um var rætt. Bakstur var mikið á dagskrá, og virtust menn sammála um, að það væri lítið spennandi verk. Þó var einn, sem lýsti því með miklu stolti, að hann hefði bakað köku í barna- afmæli, og annar hefði bakað rúllutertu, en ekki tekist að sann- færa alla viðkomandi um, að rúllu- tertan hefði í raun og sannleika verið hans verk. ,,Það vantar eitthvað hér”, hróp- aði Gunnlaugur allt í einu. ,,Hvar er sérríið strákar?” Og svo bætti hann 2 msk. af sérríi í stroganoffið og lýsti því yfir, að allur húsmæðra- kennaramatur væri eins á bragðið, það þyrfti að bæta við skvettu af hinu og þessu, ef vel ætti að vera. Stella tók öllu með þolinmæði og sagði, að það væri ofsalega gaman að kenna þeim félögum. Þeir vildu raunar halda því fram, að þeir hefðu lika kennt henni eitthvað, eins og til dæmis, að það gæti verið rétt að pipra — það er að segja rækjurnar! Það var glatt á hjalla á eftir, þegar krásanna var neytt, og gamanyrði og hnútur flugu um borð. Gunnlaugur var drýgstur við sögurnar og sagði okkur meðal annars eina af Ragnari í Smára, sem þykir áhlaupamaður við fleira en bókaútgáfu. Eitt sinn höfðu þeir borða saman, Paul Reumert og Ragnar í Smára, og höfðu þeir margt að spjalla. Þegar Ragnar var hálfnaður með eftirréttinn, sagði hann allt í einu við Paul: „Heyrðu, ætlar þú engan eftirrétt að fá?” ,,Ég hefði fengið eftirrétt, ef þú værir ekki búinn að borða minn skammt líka”, svaraði Paul. ,,Ég held, að drottinn hafi misst úr náðarfötu sinni yfir þig, Gunn- laugur,” sagði Tómas Waage, en mér virtist nú sem þeir teldu, að eitthvað hefði verið skvett á Stellu líka. Við kvöddum að loknum ljúffeng- um kvöldverði og skildum við Stellu og hópinn hennar önnum kafin við frágang í eldhúsinu. K.H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.