Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1976, Blaðsíða 31

Vikan - 02.12.1976, Blaðsíða 31
aðselja Vikuna Paðborgar sig Bræðurnir Pétur og Kristján Þor- bergssynir Leifsgötu 15 með út- varpstækið sitt, Óiafur Óiafsson, Ytri-Njarðvík sem varð annar og fékk seguibandstæki, og lengst til hægri er sölukóngur Vikunnar um langt skeið, Dagur Benediktsson, Fjölnisvegi 13, með sambyggt útvarps- og kassettutæki. Sölubörn Vikunnar sjá um endasprettinn á leið Vikunnar frá útgefendum til lesenda, og mikiö er undir dugnaði þeirra komið. Þetta er útgefendum vel Ijóst, og því er reynt að búa svo vel að sölubörnum sem kostur er. Fyrir rúmum tveimur árum var tekinn upp sá háttur á höfuðborg- arsvæðinu að skipta því niður í hverfi og úthluta þeim skipulega til sölubarna, sem eru þá einráð hvert í sínu hverfi í að minnsta kosti einn dag, meðan sölumögu- leikarnir eru mestir. Blöðin eru keyrð heim til þeirra, sem hafa föst hverfi, og gert upp við þau um leið, og hefur þetta fyrirkomu- lag mælst sérstaklega vel fyrir. Slíku er eðlilega erfitt að koma við úti á landi, þar sem salan fer einkum fram á blaðsölustöðum, eða aö lesendur fá það í áskrift, sem er auðvitað þægilegasta leið- in. En á höfuðborgarsvæðinu og raunar víða umhverfis það er þáttur sölubarna augljóslega mjög stór. Hjá Vikunni er oftast einhver sölukeppni í gangi, og greinilega ávinningur að slíku, bæði fyrir sölubörnin og blaðið. Börnin eru alltaf duglegri að selja, þegar einhver vinningsvon er umfram hin venjulegu sölulaun, og enda þótt þau hreppi ekki vinning, þá njóta þau góðs af keppninni i auknum sölulaunum, ef þau eru dugleg. Meðfylgjandi mynd sýnir þá hlutskörpustu í sölukeppninni, sem var í júlí og ágúst. Eflaust kannast ýmsir við kappann lengst til hægri, en það er hann Dagur Benediktsson, sem um langt skeið hefur alltaf verið í hópi söluhæstu barnanna og hefur með því aflað sér margra góðra vinninga, svo sem reiðhjóls og skíðaútbúnaðar, og nú síðast fékk hann vandað sambyggt kassettu- og útvarps- tæki að launum fyrir að vera söluhæstur í keppninni í sumar. Annar í þeirri keppni varð Ólafur Ólafsson í Ytri-Njarðvík, og hlaut hann segulbandstæki að launum. Bræðurnir Pétur og Kristján Þor- bergssynir nældu sér í þriðja sætið og þar með segulbandstæki. Verðlaunin voru afhent í versl- uninni Heimilistæki í Hafnarstræti 3, sem hefur þessi vönduðu tæki frá Philips á boðstólum. Vinnings- hafar voru að vonum ákaflega hressir og ánægðir með árangur- inn, og að lokinni afhendingu var haldið fylktu liði inn á Hressingar- skálann, þar sem mannskapurinn innbyrti gosdrykki og rjóma- kökur. Ekki eru enn kunn úrslitin í keppninni um tölvurnar, sem tók við um leið og sumarkeppninni lauk, en við fréttum af því síðar. Og áfram verður haldið á þessari braut, svo að það borgar sig að selja Vikuna, krakkar! * Og áfram halda sölukeppnirnar. Nú sem stendur keppa sölubörn Vikunnar um vasamynda- vélar, sem fengnar eru frá Myndiðjunni Ástþór. Sú keppni stendur til loka þessa árs. Ef marka má síðustu keppnir verður baráttan um fyrstu sætin hörð, og tvisýn fram á síðasta blað. 49. TBL. VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.