Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1976, Blaðsíða 26

Vikan - 02.12.1976, Blaðsíða 26
VETRAR KÁPUR lax<Jal KJÖRGARÐ/ hver og einn er ætti leið um þjóð- veginn sjá Fordinn. Og þar með gaf hún upp alla von um, að þeir Milan og Jan myndu aka framhjá þessum stað án þess að svipast nánar um. „Veistu. Ég held að við ættum að aka aftur í áttina að Merano og hitta David á leiðinni.” Þetta er hreinasta ringulreið, hugsaði Jo, og allt að fara í handaskolum. I svip- inn sá hún enga aðra leið út úr þessum vandræðum en að leggja á flótta. ,,Komdu,” sagði hún er hún sá langa halarófu af konum koma niður tröppurnar. Er þær voru komnar á grasflötina leystist ein- beittur svipur þeirra upp óg varð að hlátri. „Er ekki rangt af okkur að kalla þá hættu yfir David?” sagði Irina. „Hann er hvort eð er í hættu,” sagði Jo stutt í spuna. „Við skulum flýta okkur. Við erum of berskjald- aðar hér.” „En að leynast innan um allar konurnar?” Er þær voru lausar undan prísund einstigisins, dreifðu þær sér. Umhverfis rútubílinn ríkti mikil kátína. „Við erum ekki í skokkum eða með blá silkisjöl og barðastóra hatta. Auk þess erum við ekki þybbnar konur á miðjum aldri. Að því slepptu hefðum við ef til vill getað blandast hópnum og skríkt eins og þær. Hefurðu nokkurn tíma heyrt svona stelpulegan hlátur? Þó er áreiðanlega engin þeirra undir fertugu.” Jo gat ekki annað en brosað. Það voru þó alltaf einhverj- ir sem höfðu skemmt sér vel þennan leiðinlega laugardagseftirmiðdag. „Við skulum koma okkur áður en rútan er komin í innkeyrsluna.” Hún leit á veginn eða þann hluta hans, sem hún gat séð fyrir víðum pilsum og svuntum, og sverum öklum, sem stóðu upp úr skóm með silfursylgjum. Allt í einu hætti hún að brosa. Rétt í þessu var hvítur bíll að reyna að komast inn á gras- flötina. „Fiat,” sagði hún lágt. Bíl- stjórinn ýtti tvívegis reiðilega á flautuna. En sem betur fór létu konurnar það sem vind um eyrun þjóta. Jo leit skjótlega yfir grasflöt- ina. Sá hluti hennar er lá í áttina að skógivaxinni hlíðinni var of óvar- inn. Þvi næst leit hún í áttina að telpunum. Þær síðustu stóðu fyrir neðan steinþrepin og aginn frá því áðan leystist upp í hláturshviður og skvaldur. Þær biðu þess að geta farið á eftir hinum, sem voru þegar komnar úr augsýn. Ein nunnan var eftir hjá þeim og var að reyna að koma þeim i skipulega röð. Hún var taugaóstyrk og hafði greinilega áhyggjur af þessu agaleysi. Hún brýndi raustina og áminnti þær um að fara nú i einfalda röð. „Ég held að hún þarfnist aðstoðar,” sagði Jo. „Eigum við að gerast sjálfboða- liðar?” Framhald í næsta blaði. en mér finnst eins og þú sért að reyna að segja mér, að þessir menn hafi verið sendir til þess að myrða þig’’ „Já, og hvort það verður einum degi fyrr eða siðar skiptir Jiri engu máli.” „Þú ert bandóð," sagði Jo. En svo leit hún aftur í áttina að veginum. Nú heyrðist glymja í kirkju- klukkum. Raddir telpnanna urðu ákafar og þær fóru að týnast frá borðunum. Bílstjórarnir tveir luku við vinið í einum teyg. Sá yngri reis á fætur og brosti til Jo i þakk- lætisskyni. „Eruð þið að fara?” sagði hún. „Já. Þetta er merkið.” Hann benti i áttina að kirkjunni. „Píla- grimarnir eru nú á leið niður. Þegar þeir eru komnir hingað á grasflötina geta telpurnar farið upp. „Kirkjan er svo lítil og tröppurnar mjóar að...” „Er það eina leiðin?" „Já, héðan. Tröppurnar eru höggnar inn í klettinn.” „Og liggur engin önnur leið að kirkjunni?” „Jú, en hún er aldrei farin. Þessar tröppur eru öruggasta leið- in.” Hann kvaddi en fór þvi næst upp í þann rútubílinn, sem stóð nær veginum. „Mér líkar þetta ekki,” sagði Jo. Um leið og rútan væri farin myndi 26 VIKAN 49, TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.