Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1976, Blaðsíða 35

Vikan - 02.12.1976, Blaðsíða 35
Poirot væri best til þess fallinn að hafa upp á rúbíninum. „Já — það má vera,” játaði Hercule Poirot, ,,en það er svo lítið sem þú getur sagt mér. Tilgátur — grunur — það er ekki hægt að gera margt með það eitt að leiðarljósi.” „Svonanú, herra Poirot, auðvitað getið þér leyst málið. Þér megið ekki láta annað eins og þetta út úr yður.” , ,Mér tekst ekki alltaf að leysa mál mín.” En þetta lítillæti var bara til að sýnast. Það var auðheyrt á Poirot að samþy kkti hann að taka að sér mál þá jafngilti það í hans augum því að málið væri ley st. „Hans hágöfgi er mjög ungur,” sagði Jesmond. „Það væri afar leitt ef lif hans væri lagt í rúst aðeins vegna smávægilegra æskubreka.” Poirot leit góðlega á hnípinn, ungan manninn. „Þegar maður er ungur er tími ærsla og ýmiss konar breka,” sagði hann hughreystandi, „og í flcstum tilfellum skaðar það engan. Pabbinn góði borgar brús- ann; fjölskyldulögfræðingurinn hjálpar þeim við að leysa úr vand- ræðunum; ungi maðurinn lærir af mistökunum og allt verður þetta til góðs þegar allt kemur til alls. En fyrir mann í yðar stöðu í vanda eins og þessum getur verið erfitt að ráða fram úr þessu. Sérstaklega ef litið eráþaðað þér ætlið að ganga í hjóna- band...” „Þaðereinmittþað. Þaðereinmitt það sem gerir þetta allt svo erfitt.” Þetta var í fyrsta skipti sem ungi maðurinn lagði eitthvað til málanna. „Sjáið þér, hún tekur alla hluti svo alvarlega. Hún lítur lífið sjálft mjög alvarlegum augum. 1 Cambridge fékk hún margar slíkar hugmyndir. Það á að endurbæta menntunina heima. Það á að reisa skóla. Það á að gera marga hluti. Allt í nafni fram- fara, skiljiðþér, í nafni lýðræðis. Það á ekki að verða eins og í tið föður míns, segir hún. Auðvitað veit hún að ég er laus í rásinni hér í Lund- únum, en að ég valdi hneyksli, nei, það dettur henni ekki í hug! Þetta hneyksli skiptir meginmáli. Sjáið þér, þetta er afar, afar frægur rúbínn. Hann skilur eftir sig langa slóð, heila sögu. Mikið blóðbað — mörg dauðsföll!” „Dauðsföll,” sagði Hercule Poirot hugsandi. Hann leit á Jesmond. „Maður verður að vona," sagði hann, „að til þeirra komi ekki?!! Jesmond gaf frá sér einkennilegt hljóð, sem liktist einna helst því að hæna hefði ætlað sér að eiga egg en síðan hætt við það. „Nei, nei, vissulega ekki,” sagði hann og var hálf tilgerðarlegur í máirómnum. ,,Það er alvegútilokað að slíkt geti átt sér stað. Ég er alveg fullvissumþað.” ,, Þér getið ekki fullyrt það, ” sagði Hercule Poirot. „Það er sama hver hefur rúbíninn undir höndum eins og er. Það kemur ekki í veg fyrir að aðrir hafi ágirnd á honum, og fullvíst er að þeir láta ekki smámuni hindra sig, vinurminn.” „ÉggetaUsekkitrúaðþví,” sagði Jesmond og var nú tilgerðarlegri en nokkru sinni fyrr, „að við þurfum að velta svona hugmyndum fyrir okkur. Mér finnst það afar óhag- kvæmlegt.” „Ég,” sagði Hercule Poirot og varð skyndUega afar útlendingslegur „ég leita í öllum kimum eins og stjórnmálamennirnir. ” Jesmond leit á hann fuUur efa- semda. Hann herti samt upp hugann og sagði: „Jæja, þá er það ákveðið ekki satt, herra Poirot? Þér farið til KingsLacey?” ,;Og hvernig á ég að skýra komu mina þangað?” spurði Hercule Poi- rot. Jesmond brosti af sjálfsöryggi. „Það hugsa ég að verði mjög auð- velt viðureignar,” sagði hann. „Ég fullvissa yður um að öllum mun finn- ast dvöl þín þar næsta sjálfsögð. Yður á eftir að finnast Lacey fjöl- skyldan einkar yndisleg. Dásamlegt fólk.” , ,Og þér eruð ekki að draga mig á tálar hvað varðar miðstöðvarhit- unina?” „Nei, nei, vissulega ekki.” Jes- mond virtist taka þetta nærri sér. , ,Ég fuUvissa yður um að þér verðið ekki fyrir neinum óþægindum. ’ ’ „Tout comfort moderne,” muldr- aði Poirot í barm sinn. „Eh bien,” sagði hann, „ég fellst ó þetta.” ANNARKAPÍTULI Í viðhafnarstofunni á Kings Lacey var þægUegur tuttugu stiga hiti þegar Hercule Poirot sat þar og ræddi við frú Lacey við einn frönsku glugganna stóru. Frú Lacey var önnum kafin við útsaum. Það var hvorki petit point né sUkiútsaumur, sem hún hafði milli handanna, heldur ákaflega hversdagslegar diska- íífnrlIfKM ©^©a®,©a®.©,©.0,0 © © © © GOmSÆT 10-12 manna ísterta, framleidd úr úrvals jurtats. tsterturnar fró KJORlS skapa veizlugleði á hvers manns borð. Ljúffengar og girnilegar standa þaer ekki við stundinni lengur — og svo eru þaer ótrúlega ódýrar. MOKKA ISTERTA með kransakökubotni og súkkulaðihjúp NOUGAT ISTERTA með súkkulaðihjúp. COKTAIL (STERTA með ekta muldum coktailberjum. 49. TBL. VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.