Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1976, Blaðsíða 33

Vikan - 02.12.1976, Blaðsíða 33
geri mér grein fyrir því. Mér finnst þetta afar leitt fyrir hönd hans há- tignar.” „Málið er alveg sérlega við- kvæmt," sagði J esmond. Poirot leit af unga manninum á félaga hans, sem var mun eldri. Ef lýsa œtti Jesmond með einu orði þá væri það varfærni. Allt háttalag hans bar vott um varfærni og hyggni. J afnvel fötin hans, vel sniðin en látlaus, röddin, áheyrileg en blæ- brigðalitil, ljósbrúnt hárið, sem farið var að þynnast ofurlítið, og fölt, alvarlegt andlitið. Hercule Poirot fannst hann ekki bara hafa þekkt þennan eina Jesmond heldur tylftir FYRSTI HLUTI: Það rumdi í Poirot: „Hvit jól,” sagði hann, „alltaf versnar það.” Jesmonda á ferli sínum, og allir sem einn höfðu þeir notað sömu orðin — ,, alveg sérlega viðkvæmt mál. ” „Lögreglan, vitið þér,” sagði Hercule Poirot, , ,fer alveg sérlega gætilega i svona málum. ” ’ Jesmond hristi höfuðið ákveðinn. „Ekki lögregluna,” sagði hann. „Að finna það sem við leitum að, hefði næstum óumflýjanlega mála- ferli í för með sér ef við létum lögregluna um málið, og það er ekki hægt því að við vitum svo lítið með vissu. Okkur grunar en við vitum ekki.” „Mér þykir þetta svo sannarlega leitt,” sagði Hercule Poirot aftur. Hafi hann haldið að gestir hans gerðu sig ánægða með samúð hans þá skjátlaðist honum. Þeir voru ekki á höttunum eftir samúð heldur árang- ursríkri hjálp. Jesmond tók enn að klifa á því hversu dásamleg jól á enskum herragarði væru. „Það má heita svo að þau séu að hverfa í glatkistu tímans,” sagði hann, „hin einu, sönnu, gamal- dags jól. Nú dvelst fólk á hótelum um jólin. En ensk jól, þegar öll fjöl- skyldan hefur safnast saman, börnin með sokkana sína, jólatréð, kalkún- innogplómubúðingurinn, knöllin og snjókarlinn fyrir utan gluggann...” Til að tryggja að fyllstu nákvæmni væri gætt greip Poirot frammí. „Til þess að hægt sé að búa til snjókarl, þarf að hafa snjóað,” tók hannfram í fúlustu alvöru, ,,og snjó er ekki hægt að panta rétt sí svona, jafnvel ekki til að hægt sé að halda enskjól.” „Það vill svo vel til að ég hafði tal af kunningja mínum núna í morgun, sem vinnur á Veðurstof- unni,” sagði Jesmond, „og hann sagði mér að gott útlit væri fyrir hvít jól.” Þetta var illa til orða tekið. Orð hans komu Hercule Poirot til að skj álfa enn frekar en áður. „Snjór uppi í sveit!” sagði hann. „Það væri ennþá andstyggilegra. Stórt, kalt, grjótsveitasetur. ” „Alls ekki,” sagði Jesmond. „Hlutirnir hafa tekið miklum stakkaskiptum á síðastliðnum tíu árum eða svo. Nú er olíukynding víðasthvar.” „Erolíukynding á Kings Lacey?” spurði Poirot. Nú fyrst lét hann einhvernbilbugásérfinna. Jesmond tók tækifærinu tveim höndum. „Já, vissulega,” sagði hann, „og sérlega fullkomin heita- vatnslögn. Þaðerofní hverju einasta svefnherbergi. Ég fullvissa yður um það, minn kæri herra Poirot, að Kings Lacey er dæmigert fyrir nútíma þægindi. Mér kæmi alls ekki á óvart þótt yður fyndist of heitt íhúsinu.” „Það er afar ólíklegt,” sagði HerculePoirot. Með lagni smeygði Jesmond sér innáaðrarbrautir. , ,Yður er ljóst í hve miklum vanda við erum staddir,” sagði hann heimullega. Hercule Poirot kinkaði kolli. Þeir voru vissulega í vanda staddir. Ungur, verðandi pótentáti hafði komið til Lundúna nokkrum vikum áður. Hann var einkasonur þjóð- höfðingja ríkis, sem í senn var bæði ríkt og mikilvægt. Land hans hafði verið vettvangur óróleika og óánægju um skeið, og þótt landar hans hefðu verið trúir og dyggir þegnar föður hans, þá voru þeir ekki aðsamaskapiánægðirmeð framferði rikisarfans. Heimskupör hans höfðu á sér vestrænt yfirbragð og því illafsakanleg i augum þegnanna. Samt sem áður hafði trúlofun hans nýlega verið opinberuð. Væntanleg brúður hans var sömu ættar — ung stúlka, sem numið hafði við háskól- ann í Cambridge, en hafði ávallt gætt þess að greiða ekki götu vestrænna áhrifa i heimalandi sínu. Brúðkaupsdagurinn varákveðinn og prinsinn ungi hafði haldið til Eng- lands með nokkra af gimsteinum krúnunnar, þar sem ætlunin var að smiða úr þeim hæfilega nýtiskulega skartgripi, og hafði Cartier verið fenginn til verksins. Meðal stein- anna var afar frægur rúbinn, sem hafði verið tekinn úr sæti sínu i þunglamalegri, fornri hálsfesti. Nú höfðu hinir valinkunnu gullsmiðir Cartiers gert á honum breytingar í samræmi við það sem um var beðið. Enn hafði engin snurða hlaupið á þráðinn, en úr þessu fór að syrta í álinn. Engum datt i hug að krefjast þess af ungum prinsi, sem auk þess var ríkur og haldinn skemmtana- fikn, að hann gerði ekki ýmiss konar skammarstrik af skemmtilegra tæinu. Héldi hann sig við saklaus heimskupör var ekkert að þvi að finna. Borið saman við kádiljákana, sem faðir hans gaf gjarnan þeim dansmeyjum, sem hann var hrifn- astur af í það og það sinnið, hefði engum þótt neitt athugavert þó að prinsinn hefði boðið þeirri stúlkunni, sem hann var hrifnastur af í bili, í gönguferð niður Bondstræti og gefið henni demantsnælu eða smaragðs- armband sem ofurlítinn þakklætis- vott fyrir félagsskapinn. Raunar hefði öllum þótt það sj álfsagt. En prinsinn hafði verið miklu klaufalegri en svo að láta sér það nægja. Hrifning hennar hafði vaxið honum svo í augum að hann hafði sýnt henni rúbíninn fræga í sinni nýju umgerð, og hafði svo kórónað allt saman með þ ví að verða við þeirri beiðni hennar að fá að bera hann — aðeins eina kvölds tund. Afleiðingarnar voru ömurlegar. Lafðin hafði horfið frá kvöldverðar- borðinu undir því yfirskyni að hún þyrfti að púðra á sér nefið. Timinn leið. Hún kom ekki aftur. Hún hafði smeygt sér út um aðrar dyr á húsinu, og horfið út i buskann. Það sem ergi- legast var og mestu skipti, var að rúbínninn í umgerðinni sinni nýju hafði horfið með henni. Þetta var sá kjarni málsins, sem útilokað varaðgera heyrum kunnug- an án þess að það hefði í fy lgd með sér hinar hræðilegustu afleiðingar. Rúbinninn var ekki bara venjulegur rúbinn, hann var ákaflega mikil- vægur forngripur, og allir málavext- ir varðandi hvarf hans voru þvi um líkir, að allur ótímabær orðrómur gæti þyrlað upp pólitísku moldviðri. Jesmond var ekki maður af því tæinu að hann segði frá þessu svona einfaldlega. Hann fléttaðihinu flókn- asta orðskrúði utan um einfaldar staðreyndir málsins þannig að úr varð orðagjálfur hið mesta. Hercule Poirot hafði í raun ekki minnstu hugmynd um hver Jesmond var. Hann hafði rekist á marga Jesmonda á ferli sínum. Hvort hann starfaði fyrir innanríkisráðuneytið, utanrík- isráðuneyt.ið eða einhverja leyni- stofnun rikisvaldsins var ekki ljóst. Hann kom fram fyrir hönd Sam- veldisins og starfaði i þágu þess. Rúbinninn varð að koma i leitirnar. J esmond fullyrti kurteislega að herra í næstu fjórum Vikum skulum við halda jól. Jól á enskum herragarði eftir ævagamalli enskri hefð. Sam- tímis okkur verður Hercule Poirot staddur á Kings Lacey og skulum við fylgjast með honum í leit hans að rauðum rúbín, sem stolið var frá austurlenskum prinsi. Hér er allt eins og vera ber — sagan er ósvikin gamaldags jólasaga með snjó og mistilteini, gömlum siðum og auð- vitað hinum ómissandi lostæta jóla- búðingi. En þrátt fyrir friðsæld og jólahelgi má alltaf búast við einhverju óvæntu og dularfullu þar sem kempan gamla Hercule Poirot er staddur. >úðinginn 49.TBL. VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.