Vikan

Tölublað

Vikan - 02.12.1976, Blaðsíða 23

Vikan - 02.12.1976, Blaðsíða 23
fAIASKÁÍAA ÓDVRIR OG HENTUGIR I mörgum stærðum og gerðum. Sendum hvert á land sem er. Biðjið um myndalista. STÍL-HÚSGÖGN AUDRHI KKU <>3 KO^AVyGi iifú' ■* • Og núna í augnablikinu, hugsaði hún, vildi ég óska þess að ég tilheyrði þeirra veröld, sem er miklu einfaldari á allan hátt. ,,Fáðu þér ferskju. Ég er lika með súkkulaði- stykki. Eða viltu kannski heldur samloku með skinku og osti? Drott- inn minn dýri, David virðist hafa ætlað að halda veislu. Svona eru þeir karlmennirnir. Ef þeir eru látnir annast innkaupin þrifa þeir það sem hendi er næst. Móðir mín er mjög dugleg húsmóðir og hún gætir þess vandlega að faðir minn komist ekki svo mikið sem nálægt kjörbúð.” Hún tók upp flösku af Chianti og setti hana á borðið. ,,Nú litur þetta svolitið hátíðlegra út,” sagði hún, en hafði stöðugt gætur á þjóðveginum. „Gerðu það fyrir mig,” sagði Irina, ,,að umgangast mig ekki eins og eina af þessum smástelpum.” Hún leit i áttina að litlu andlitunum við hin borðin og brosti. Hvaðan skyldu þær vera þessar, allar eins klæddar og með fléttur og svo þessi stóru, vingjarnlegu augu? Ein nunnan gaf þeim áminningu og þær hœttu að horfa. ,,Hvað er að angra þig Jo?” Það gat ekki verið neitt merkilegt, ekki i þessu sakleysis- lega umhverfi. ,,Ég ók mjög hægt. Hver einasti bill fór framúr okkur, var ekki svo?” „Nema vöruflutningabíllinn,” sagði Irina ertnislega. „Já, en að honum slepptum, þá fóru allir bílar fram úr okkur, allir nema einn. Hann hægði á sér í hvert sinn er við vorum komnar í aug- sýn.” „Hvítur bíll?” sagði Irina og varð nú alvarleg. „Já.” Jo hafði fyrst komið auga á hann, þegar hún hafði stansað sem snöggvast fyrir utan Merano til þess að ganga frá þessu með hár- kolluna. „En það eru svo margir hvítir...” „Ég veit það, en...” Jo hikaði en bætti svo við. „Hvítur Fíatbill var i Graz í gær. I gærkvöldi var hann í Lienz, en fór þaðan fyrir dögun.” , .Hverjir voru í honum?” „Milan og Jan. Ludvik hitti þá svo í Lienz. Þaðan óku þeir í áttina að Merano.” Jo hafði nákvæmar gætur á Irinu, en hún varð ekki vör við neitt fum á henni. Hún virtist sallaróleg. Jo varð nú bjartsýnni og hélt áfram. „Þú skilur þess vegna hvers vegna ég hef áhyggjur út af hvitum bil, sem hefði átt að fara fram úr okkur eins og allir hinir, engerði þaðekki.” Irina reif sig upp úr hugsunum sínum og sagði. „Þú varst svei mér klók að aka svona hægt.” Hún reyndi að virðast áhyggjulaus. Þeir voru þá í Merano, hugsaði hún, og það í fleiri klukkutíma. „Krieger átti hugmyndina að þessu, en ekki ég.” Hún hafði meira að segja haldið að hann væri genginn af göflunum. Hann vissi mæta vel hversu illa henni var við að þumlungast þetta áfram eftir þjóðvegunum, alveg eins og gömul bóndakerling að fara með egg á markaðinn. Jo fór að hlæja, sum- part að sjálfri sér og sumpart af því að henni var þetta mikill léttir. Irina tók þessum nýju fréttum svo vel. Enda var líka best að kippa sér ekkert upp við þetta. Annaðhvort var þessi bíll að elta þær eða ekki. Og hvað gerði það svo sem til þótt svo væri? Þær myndu bara sitja þarna áfram og bíða eftir Dave. „Ég hef sennilega gert of mikið úr þessu,” sagði hún. „Ég á það til og ég veit að það er slæmur ávani. Okkur hefur sennilega alls ekkert verið veitt eftirför. Hviti bíllinn hefði þá átt að vera kominn framhjá núna. Eða kannski að þeir hafi stansað einhvers staðar og fengið sér að borða.” „Má vera.” „Ella hefði þeim ekki seinkað svona.” „Kannski eru þeir að hafa sam- band við Merano til þess að vita hvað þeir eigi að gera í málinu.” „Æ, láttu ekki svona Irina. Þú hefur æðisgengnara hugmyndaflug en ég.” Hún rétti ferskjurnar í áttina til hennar. „Fáðu þér eina. Þær eru víst ræktaðar i Merano.” En nú var um að gera að taka þessu öllu með ró, sagði hún við sjálfa sig. „Nei, þakka þér fyrir.” „Hvað eigum við þá að gera við ferskjurnar. Gefa börnunum þær? Mér er ómögulegt að borða þær og vita af öllum þessum augum horfa á eftirþeim ofan í mig.” Irina kinkaði kolli til samþykkis. „Allt í lagi. Þú hefur þá auga með veginum.” Jo reis á fætur og safnaði saman matarleifunum, en skildi ekkert eftir á borðinu nema Chiantiflösk- una. „Og ef okkur hefur verið veitt eftirför hingað, þá er það þó ekki Mark Bohn að kenna, ekki í þetta sinn”. Hún leit framan í Irinu. Það var eins og hún tryði ekki sínum eigin eyrum. „Já,” sagði Jo. „Hann er svikarinn.” Hún tók nú matarpokann og gekk yfir að nunn- unum. Irina dró djúpt að sér andann. Já, David og hún höfðu haft of háar hugmyndir um Bohn. David vegna vináttunnar, en hún vegna, ja, vegna hvers? Af einskærri heimsku? Hún fór hjá sér vegna aulaskapar síns í sambandi við kortið. Hún hafði ekki átt von á þvi 49. TBL. VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.