Vikan - 02.12.1976, Blaðsíða 43
eftir tvítugsaldur voru að öllu leyti
eins og venjulegir menn.
Sumir vilja nú halda þvi fram, að
hormóagjafir geti verið lausn á
þessu vandamáli karlmanna, þ.e.
hættunni á hjartaáföllum og þá
einnig þeirra kvenna, sem komnar
eru yfir breytingaaldurinn. Þetta
verður þó allt að rannsaka betur,
áður en slíkt verður fullsannað.
Þetta er samt sem áður spor i rétta
átt.
HVAÐ MEÐ JAFNRÉTTI?
Undanfarin ár hafa jafnréttismál
verið ofarlega á baugi. Konur eru í
sífelldri sókn og vilja jafnrétti á
öllum sviðum. Þá kemur til álita,
hvort konum innan breytingaaldurs
verði ekki í framtíðinni hættara við
hjartaáföllum en áður var, vegna
þess álags sem skapast við þáttöku
í ýmsum atvinnugreinum. Enn sem
komið er er enginn munur greinan-
legur. En hvað verður í framtiðinni?
Taka þær ekki alltof mikið að sér i
einu? Sjá um heimilið, annast
fjölskylduna og vinna auk þess
önnur störf.
Ef til vill eru hjartaáföll aðeins
svar náttúrunnar við fólksfjölgun-
inni, líkt og þegar fæðast nær
eingöngu sveinbörn eftir að stríð
hafa verið háð. Það er líka mögu-
leiki, að karlmenn verði i framtíð-
inni jafn langlífir og kvenfólk. Hver
veit?
..SJÁLFLIMANDI
Aaa/fr heimi
Til aö setja utan um
ÁVEXTI*GRÆNMETI*BRAUÐ*KÖKUR
OST*KJÖT*FISK*ÁLEGG ***
BRAGÐ OG FERSKLEIKI
HELST ÓBREYTT
STERKT, SJÁLFLÍMANDI
OG GLÆRT
INNIHALDIÐ SEST VEL
...auðvelt með
RUL-LET
r
ISÚKS lll*
Vatnagörðum 6 og Grensásvegi 7
símar 82655 & 82639.
49. TBL. VIKAN 43