Vikan


Vikan - 05.05.1977, Side 40

Vikan - 05.05.1977, Side 40
I eldhúskróknum Er ritvélin heimilistæki? . Þessari spurningu skaut upp í kolli mínum, er ég lyfti 12 kílóa þungri ritvélinni upp á borðið. Þetta er forláta rafmagnsritvél með breiðum valsi og myndi líklega lenda í hópi skrifstofu- véla í ritvélabúð. En þar sem ritvélin mín hefur ekki á skrifstofu komið, síðan hún komst í mína eigu fyrir fjórum árum, held ég, að ég verði að kalla hana heimilistæki. Ritvélin er eitt af þeim heimilistækjum, sem ég vildi síst missa, því ég er löngu orðin ófær um að skrifa læsilega rithönd. Svona er það með svo margt. Maður verður smám saman háður tækninni og stendur svo uppi bjargar- laus, ef hún bregst. Enn streitist ég við að leggja saman og margfalda í huganum eða á blaði, þótt ég viti, að einn góðan veðurdag muni ég beygja mig fyrir vasatölvunni, sem hvílir í skrifborðsskúff- unni. ' Rúm öld er liðin, síðan fyrsta ritvélin kom á markaðinn, það er að segja fyrsta ritvélin, sem eitthvað líktist þeirri, sem við þekkjum í dag. Áður höfðu margar tilraunir verið gerðar til að búa til handhægar skrif- vélar, bæði fyrir blinda og sjáandi, en engin þeirra hafði náð almennum vinsældum. Þeir, sem taldir eru feður ritvélarinnar voru tveir banda- ríkjamenn, Sholes og Glidden, og komu þeir uppfinningu sinni á framfæri við Remington byssu- og saumavélaverk- smiðjurnar i New York. Samn- ingur var undirritaður 1. mars 1873, og hefur sá dagur síðan verið talinn „fæðingardagur" ritvélarinnar. Forsvarsmenn Remington voru víst ekki sérlega bjartsýnir á, að þetta apparat myndi slá í gegn, en svo varð, og kom síðan hver endurbætt útgáfan af annarri — og enn er verið að endurbæta ritvélarnar og koma með eitthvað nýtt. Og ritvélin var kölluð frelsari konunnar... Þegar ritvélin átti 100 ára afmæli, komst ég á skemmti- lega sýningu, sem haldin var á gömlum ritvélum á erlendri grund. Var þar margt skraut- legra safngripa, og minnist ég þaðan sérstaklega tveggja rit- véla. Á annarri var hægt að loka leturborðinu með útflúr- uðu loki, svipað og á píanói, en á hinni var leturborðið í hálfhring. Var ástæðan sögð sú, að það hafi verið talið mjög gott fyrir líkamsbyggingu ungra stúlkna að halda oln- bogunum langt frá bolnum. Ekki vantaði umhyggjuna fyrir kvenfólkinu! Áður en ritvélar komu á markaðinn önnuðust karlar öll skrifstofustörf. En við komu ritvélarinnar brá svo við, að farið var að ráða kvenfólk til starfa á skrifstofum. Þetta þótti að vonum talsverð upphefð fyrir stúlkur, og var ritvélin jafnvel nefnd „frelsari kon- unnar". En á þeirri öld, sem liðin er, hafa vopnin snúist svo rækilega í höndum kvenna, að víða á skrifstofum eru þær orðnar nokkurs konar þrælar ritvélarinnar. Þar sitja þær og pikka, daginn út og daginn inn, að mestu eftir forsögn karla — að sjálfsögðu. Er fátítt að sjá karlmann í vélritunarsölum stórfyrirtækja, enda ræður karlmaður sig tæplega til vél- ritunarstarfa, nema hann sé blindur, eða á annan hátt þannig fatlaður, að hann geti ekki gengið til hefðbundinna karlaverka. Þótt ég vinni ekki á neins konar skrifstofu sem stendur, hefur ritvélin á mér býsna föst tök. Ég ætla þó að reyna að losa mig og leggja hana til hliðar um sinn og yfirgefa eldhúskrókinn. Sumar er í nánd, og þá þarf að hyggja aö ýmsu utandyra. Því er ekki seinna vænna að fara að huga að öðru heimilis- tæki — sláttuvélinni. Þ.Á. Náttúrgripasafnið gæti varðveitt gripinn til minja um ást islendinga í íslenskri náttúru. Þama er líka að finna einn fisk, sem reyndar var veiddur í Kariba- hafi af sendiherranum Thor Thors. Blessuð sé hans minning. Þama er líka að finna agalega grimmt tigrisdýr „frá Java,” sem gefið var á sínum tíma af íslend- ingnum Björgúlfi Ölafssyni lækni. Blessuð sé hans minning. Og svo er risaskjaldbakan, sem heitir leðurskjaldbaka og ferðaðist á eigin spýtur alla leið hingað — og dó. Sennilega af hræðslu við íbúa Steingrímsfjarðar, því þar veiddist hún í vörpu á sínum tíma, steindauð. Þar er líka merkilegur gripur, — íslenskur haförn, sem dó hjálpar- laust fyrir nokkmm ámm. Kannski bara úr leiðindum. Og svo em líka margir aðrir islenskir fuglar, sem hafa fundist hér og hvar. En þeir hafa kannski ekki fundið neinn fisk hér við land eða á landi. Ekki einu sinni dauðan fisk. Og skordýrin em hvort sem er svo mörg, að það tekur því varla að setja þau á söfn. ísbirni er líka hægt að fara og skoða á hinu dýrasafninu á Skólavörðustígnum. — Ætli þetta eigi að vera til að leiða hugann frá þessari hræði- legu rödd hennar? — Þú segir okkur aldrei neitt í fréttum í bréfunum þínum....! 40VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.