Vikan


Vikan - 05.05.1977, Page 47

Vikan - 05.05.1977, Page 47
Minnismerki um Washington. „Hindenhurg" í Laugarúsbíói Áður en langt um líður mun Laugarásbíó sýna kvikmyndina „Hindenburg," en hún er byggð á bók eftir Michael M. Nooney. Leikstjóri er Robert Wise, en framleiðandi The Filmmakers Group. Vorið 1937 hafa yfirvöld nasista í Þýskalandi miklar áhyggjur af því, að skemmdarverk muni verða unnin á Zeppelin-loftfarinu Hind- enburg, sem er í förum vestur um haf. Loftfarið er eitt áhrifamesta áróðurstæki nasista, en óvinir þeirra gera fúslega allt til þess að draga úr áhrifum þess á almenn- ing. M.a. hafa yfirvöldum vestan hafs og austan borist bréf með hótunum um að loftfarinu skuli tortímt. Kona ein, sem segist vera berdreymin og ófresk, heldur því einnig fram í bréfi til sendiráðs Þýskalands í Washington, að Hindenburg muni farast tiltekinn dag. Þegar hún er innt nánar eftir þessu, segir hún að hún hafi séð þetta í sýn og sýnir hennar hafi svo oft komið fram, að þessi muni eflaust rætast líka. Þýsk yfirvöld vilja ekki taka þessum hótunum sem algerum tilbúningi fólks, sem sé eitthvaö bilað andlega, en hins vegar vilja þau ekki fresta ferð loftfarsins til Lakehurst í New Jersey í byrjun maí. Á hinn bóginn er svo reynt að efla allar öryggisráðstafanir svo sem kostur er, og í þeim tilgangi er þekktum foringja í flughernum, Franz Ritter að nafni, faliö sérstakt starf í sambandi við feröina.Starf Ritters er m.a. fólgið í að kanna fortlð skipverja og farþega, en í þeirra hópi þekkir hann greifafrá, sem á daufdumba dóttur í skóla vestan hafs. Vitað er um andúö frúarinnar á stjórn nasista, síðan yfirföldin lögðu hald á eyju I eigu frúarinnar við Peenemunde á Eystrasalti til þess að koma þar upp leynilegri tilraunastöð. Ritter kemst síöan að ýmsu fleiru varðandi áhöfn og farþega loft- farsins. Til dæmis játar einn af áhöfninni, að hann hafi ætlaö að eyðileggja loftfarið, þegar það væri lent I Lakehurst. Ýmsar tafir valda því hins vegar, að Hindenburg verður á eftir áætl- un, og horfur eru á því, að það springi, meðan fólk er enn í því. Ritter kemst loks að því, hvar sprengjan erfalin í loftfarinu, en áð- ur en hann getur gert hana óvirka, springur hún í höndum hans. Loftfarið stendur í Ijósum logum, en þó fer betur en á horfist, því að af 97 manns, sem innanborðs eru, halda 62 lífi. Með helstu hlutverk í myndinni fara: George C. Scott (Ritter), Anne Bancroft, William Atherton, Gig Young, Roy Thinnes og Burgess Meredith. HVADIR fÁ ^UHUM 18. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.