Vikan


Vikan - 19.05.1977, Síða 15

Vikan - 19.05.1977, Síða 15
nýlega fundið bréf hjá manni sínum, sem afhjúpaði ástarsam- band er hann átti við unga frænku hennar, Soffíu. En Siri var stolt kona. Hún lét engan vita hvernig henni var innanbrjósts eftir að hún komst að þessu og henni heppnaðist að þagga niður það sem hefði getað orðið afbrags hneykslissaga. Nú kom August — jafnaldri, sem uppgötvaði strax gáfur hennar. Hann ráðlagði henni að skrifa og þýða leikrit. Hann hafði réttu samböndin og vildi hjálpa henni. Til að byrja með reyndu þau að telja sér trú um að ekki væri um annað en vináttu að ræða. En þegar leið að hausti, gerðist nokkuð, sem breytti öllu. August ákvað að fara til Parisar og dvelja þar lengi. Hann sagði Siri og Carl Gustaf, að hann yrði að flýja frá konu, sem hann elskaði, en yrði að gleyma. Þegar Wrangel hjónin fylgdu honum til skips, brast Siri skyndilega í grát, faðmaði hann að sér og kyssti hann. Og áður en skipið komst til Danmerkur, féll August líka sam- an. Hann fór með hafnsögubátnum til lands, reyndi að drekkja sér, lá nakinn á klettunum í þeirri von að veikjast. Hann vildi deyja frá öllu saman, en hann fannst og var borinn niður að næsta hóteli. Kannski brosum við að þessum rómantísku aðförum. En August var aðeins 26 ára, þekktur rithöf- undur sem hafði kröfur samtímans stöðugt yfir höfði sér: Skrifaðu meira og meira, betur og betur! Hann var snillingur, sem gat ekki dulið tilfinningar sinar. Einmana ungur maður, sem frá unglings- árum hafði þráð umhyggju og félagsskap einhvers sem elskaði hann. I annað sinn á stuttum tíma var hann að byrja á ruglingslegu sambandi við gifta konu. Bréf, sem hann sendi Carl Gustaf nokkrum dögum síðar, skáldlegt en nokkuð ruglingslegt, hljóðaði þannig i stuttu máli: „Gleymið mér! Látið ekki fallega heimilið ykkar eyðileggjast af illum anda. Byrgið dyr ykkar fyrir sorgum mínum, leyfið mér að fara”. En Siri og Carl Gustaf vildu endilega leika vini og örvuðu August í að koma til Stokkhólms. Fyrir hann, sem ekki gat leikið sér að tilfinningum, hiýtur það að hafa verið eins og að reyna að halda jafnvægi á slakri línu yfir hyldýpi. Hann fór aftur til Stokkhólms — en hélt sér frá veislum Wrangels hjónanna. Þess ó milli sendi hann þeim iðrunarfull bréf, þar sem hann baðst afsökunar á hinu dyntótta skapi sínu. Hann bað þau enn- fremur að lóta sig í friði. En í mars 1876 brestur allt hjó Siri. Hún skrifar August 10-12 siðna löng bréf, stundum nokkur á dag, sem verða æ einlægari og opinskárri. ,,Ég elska yður eins og systir elskar bróður sinn”, skrifar hún, en heldur áfram siðar: ,,Er það synd að mér þykir vænt um yður? — Stundum finnst mér sem yður þyki það — ég vil ekki trúa því og þó ég tryði því — myndi þá skylda mín þvinga mig til að skiljast við yður? — Það get ég ekki, ég hef ekki mátt til þess — álíka lítinn mátt og ég hef til að fara frá honum eða barni mínu. Það er það vandræðalega í þessu öllu — ég elska ykkur báða — og að skiljast við annan ykkar er mér ekki mögulegt — ef annar ykkar dæi, missti ég vitið af sorg. Sunnudaginn 12 mars fær Siri bréf: ,,Ég mun, ég mun missa vitið! ...Þá hef ég loks sagt yður þetta! Nú ætla ég að taka jámgrímuna burt — aðeins í smátima og sýna yður og segja yður með titrandi vömm og glóandi augnaráði að ég elska yður! Ég verð að gera þetta, annars dey ég — ég verð að krjúpa, leggja höfuð mitt í fang yðar og kyssa hendur yðar þúsund milljón sinnum. Ég verð að segja yður að ég elska yður, þannig að þér trúið því og verðið hamingjusöm. Þér trúið mér ekki...Ö, ég elska sál yðar — hef ég ekki gert það? í eitt ár! Reiðstu mér ekki vina! Við höfum fengið hendur og líkama til að láta tilfinningar okkar i ljósi — hvernig gæti ég elskað yður, ef ég hefði ekki séð tryggu augun yðar, heyrt hina m.ildu, hjartnæmu rödd. Ö, stundum óska ég að ég væri elding sem umfaðmar yður og gerir yður að engu, — ég vildi vera sólin og baða þig i geislum mínum — við verðum að hittast. ” Næsta dag hittust þau á laun i einum sala Þjóðminjasafnsins. Og kvöldið eftir hittust þau aftur í kvöldverðarboði hjá góðum vinum. August las upphátt, meðal annars kvæðið „Excelsior” eftir Long- fellow. Hann las öll níu erindin með sinni lágu, mildu röddu, án þess að líta af Siri, sem sat föl og næstum dáleidd. Var Sirri farin að sjá, að það var enginn vegur til baka að systurástinni? En var þetta alvara af hennar hálfu? Var hún að hefna sín gagnvart Carli Gustaf, sem ekki einu sinni reyndi að hylja samband sitt við Soffíu? Soffía bjó hjá Wrangel hjónunum, og það gramd- ist August. „Hann, þetta fifl, fátækur eins og ég, ón framtíðarvona, hann getur veitt sér þann munað að hafa tvær hjákonur, ó meðan ég, hæfileikamaður og stórmenni fram- tiðarinnar, engist sundur og saman i eldi míns heita blóðs.” Hvað eftir annað bað August hafði sent frá sér leikritið „Mester Olof”. Hér fann hún manneskju sem hafði til að bera sama kraft, hugrekki og hreinskilni og hún sjálf. Hvers vegna ekki að bjóða honum heim? Siri dýrkaði sam- kvæmislifið og hafði tíma til að stunda það. Hún skipti sér ekki mikið af húsverkunum og lét vinnukonur sínar sjá um þau. í samkvæmum var Siri ávallt hrókur alls fagnaðar, hvort heldur hún var gestur eða gestgjafi. Allir töluðu um August Strind- berg. Hann var bljúgur og ófram- færin, en vingjarnlegur og ótrúlega heillandi. Vissulega var hann af alþýðufólki kominn, en um leið og hann birtist einhversstaðar, var eins ug allir aðrir hyrfu í skuggann. En August kom ekki heim til Wrangels hjónanna, þó þau byðu honum hvað eftir annað. Kannske vildu fleiri frúr „gylla” sali sína með nærveru hins 25 óra gamla „spennandi” rithöfundar. En ör- lögin ætluðu þeim að hittast. Sumardag einn mættust þau af tilviljun á götu. Þau þekktu hvort annað. Vissu þau að allt myndi breytast eftir þennan fund? Hvern- ig litu þau annars út? Siri var grönn og hreyfingar hennar fallegar. Ljóst hár hennar liðaðist um ennið og myndaði fallega umgjörð um hin djúpu augu hennar. Augun virtust svört við lampaljós en voru dökkblá i dagsbirtu. Hún leit beint á þann sem hún mætti, óhrædd og næstum barnaleg. Munnur hennar var frekar stór og hún var oftast brosandi. Hún talaði með sterkum finnskum hreim, sem flestum fannst heillandi. August var hærri en hún, herðabreiður og bar sig vel. Augun voru grá og rannsakandi, hárið brúntogþykkt. Hann hafði fallegar hendur, og klæðnaður hans var íburðarmikill. Þau staðnæmdust móti hvort öðru. Siri mætti hinu alvarlega augnaráði hans, muldraði nokkur vinsamleg orð varðandi „Mester Olof” og bað hann að koma heim til þeirra hjóna eitthvert kvöldið. August stóð og horfði á eftir Siri, sá bláa sjalið hennar flökta í vindinum. Hún leit ekki við. Siri fékk það sem hún vildi. Nokkrum dögum síðar kom August Strindberg. Hann varð fljótlega góður vinur þeirra hjóna. Sennilega hefur andrúmsloftið verið þrungið spennu strax frá upphafi. August hafði nýlega átt stormasamt ástar- ævintýri með giftri konu. Siri hafði t

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.