Vikan - 19.05.1977, Qupperneq 17
meira? — sem átti erfiðara með að
neita? Alveg frá upphafi lifðu þau
sem frjálsar, nútíma manneskjur.
Þau höfðu sitt hvort svefnherberg-
ið, bæði áttu að vinna og engar
áhyggjur að hafa af húshaldinu.
Ekkert barn. En hálfu ári síðar
eignaðist Siri dóttur, sem lifði
aðeins i nokkra sólarhringa. Heimili
Strindberg hjónanna varð sam-
komustaður fyrir blaðamenn og
leikhúsfólk. Carl Gustaf leit einnig
inn til þeirra öðru hverju. Sagt var
að hann uppfyllti allar óskir Siri.
Einnig var talað um að Siri
heimsækti stundum fyrrverandi
eiginmann sinn - að hún ætti erfitt
' með að fara úr veislum á réttum
tímn að hún drykki aðeins of
mikiö — að hún ætti marga vini hjá
leikhúsinu.
Fyrstu árin gerðist margt hjá Siri
og August — þau urðu gjaldþrota
næstum um leið og hann gaf úr
,,Röda Rummet” (sem síðar færði
honum bæði peninga og frægð) og
þau eignuðust tvær dætur. Nú var
August Strindberg orðinn þekktur
um víða veröld. Elskaður af
mörgum, útskúfaður af enn fleirum.
Hann varpaði sér út í menningar-
deilur og kaffærði mótherja sína
algjörlega. Honum fannst Svíþjóð
orðin þröng og kæfandi og byrjaði
að gera áætlanir um að flytja til
útlanda með fjölskylduna.
Siri var orðin óróleg vegna
ónærgætni hans í blaðadeilum — en
hún, eins og flestir vina hans, vildi
að hann skrifaði fyrst og fremst
skáldsögur og leikrit. Hvað
Augusti viðkom, varð hann stöðugt
ergilegri yfir framförum Siri hjá
leikhúsinu og yfir hinum nána
félagsskap þar. Þegar Strindberg
fjölskyldan yfirgaf Svíþjóð í sept-
ember 1883, voru fyrstu brestirnir i
hjónabandinu farnir að koma i ljós.
En Siri sýndi honum fylgispekt. Nú
myndi hann fá vinnufrið, þó að
ferðin yrði til þess að hún yrði að
hverfa frá leikhúslífinu, þá heillaði
hið fjarlæga land hana einnig —
hún var aðeins 32 ára.
Upphaflega bjó fjölskyldan í
Sviss, þar sem fleiri sænskir
listvinir höfðu komið sér fyrir — þar
ó meðal Carl Larson. Það var unnið
og rætt saman á daginn og skemmt
sér á kvöldin og nóttunni. Vinirnir
höfðu aldrei séð August og Siri
svona áhyggjulaus og hamingju-
söm fyrr. Siri leit út fyrir að vera
mikið yngri en 32 ára. Oft hafði hún
þykka, ljósa hórið sitt í fléttum og
gekk i einföldum, fallegum kjólum
sem hún hafði saumað sjálf. Á
kvöldin sat hún oft við pianóið og
söng, meðan August sat á hús-
tröppunum og hlustaði.
En brátt komu erfiðu árin.
Fjármálin voru í ólagi, en mest var
það óróleiki Augustar sem olli hinni
stöðugu upplausn. Á sex órum
bjuggu þau á 22 mismunandi
stöðum. Siri fékk snert af berklum,
en vorið 1884 eignaðist hún soninn
Hans. Og sama ár gaf August út
„Giftasnovellerna”, sem vitnaði
um hið gagnrýna hugarfar i garð
kvenna og vonbrigði í hjónaband-
inu. Árið eftir kom út seinni hluti
smósagnanna, og þar lét hann frá
sér þessa lýsingu á kvenfólki: —
,,Hún er imyndunarveik, löt,
lygin, eitthvað sem karlmaðurinn á
að slíta sér út fyrir til að
framfleyta.” Nú sneri hann við
blaðinu og virtist gleyma öllu, sem
hann hafði áður barist fyrir —
jafnrétti kynjanna, kosningarétti
kvenna og samskonar uppeldi
drengja og stúlkna. Hann fullyrti
að konur, sem berðust fyrir þessu,
væru öfuguggar.
Siri bjó við hrakandi heilsu,
áhyggjur af börnunum, húshaldinu
og fjárhagnum. Hún hafði fórnað
frama sínum ti) að August gæti
unnið, henni fannst hún svikin og
afhjúpuð opinberlega. Á því lék
enginn vafi að hann skrifaði um
hjónaband þeirra í sögunum. Samt
sem áður voru þau bundin hvort
öðru — í ástarhatri.
,,Sem betur fer erum við jafn
ástfangin hvort í öðru og við vorum
daginn sem við giftumst. Ég finn
fádæma lífsorku, en inn á miili
koma sjálfsmorðshugmyndir”,
skrifaði August vini sínum. ,,Við
hjónin höfum hætt að træta um
stöðu konunnar og erum jafn ánægð
með hvort annað og áður fyrr, en
við þrættum svo mikið að við lá að
allt brysti!”
I ágúst sama ár, skrifaði hann
nýtt bréf: ,,Þá er hjónabands-
gamanleiknum mínum lokið eftir 10
ára gleði og óþægindi. Við höfum
sótt um skilnað og allt er tilbúið.
Lærdómurinn: Giftið yður aldrei!”
En tveimur vikum síðar skrifar
hann að allt sé breytt: „Siri verður
eiginkona mín og hjákona — án
vígslu. Á þann hátt hætti ég að
vera heimskur eiginmaður....” Á
margan hátt var Siri von Essen rétt
kona fyrir hann, en samt tókst ekki
betur en raun bar vitni. Bæði gerðu
árangurslausa tilraun til að bjarga
hjónabandinu. Þegar þau voru á
leið heim til Sviþjóðar, skrifaði
hann Öskari bróður sínum:
,,Nú kem ég heim til að stofna
heimili, til að eiga náðuga sæla
daga með fjölskyldunni í ró og
kyrrð, eftir kjónagang og ólæti
æskuáranna.”
Hann var ekki orðinn fertugur, en
hafði meðal annars gefið út
„Fröken Julie”, „Tjenestekvinnens
sönn,” „En dáres forsvarstale”...
En Siri vildi ekki búa með
honum. Hvað eftir annað ræddi
hann vandamál þeirra: „Það er
sorglegt að sjá hvernig allar vonir
okkar hafa orðið að engu —
ákvarðanir okkar um að byrja að
nýju, og vera frjáls og sjálfstæð.
Hlú að framtíð barnanna, og auka
sjálfsvirðingu mina.
Vilt þú fylgja mér, — annars fer
ég einn. Og í öðru bréfi nokkrum
dögum síðar: „Ég hef strikað út hið
liðna. Gerð þú það líka og vertu
vinur minn, annars erum við öll
búin að vera.”
En hann varð óvinur allra, þar á
meðal tryggra vina sinna. Bróðir
hans Axel tók greinilega afstöðu
með Siri. í maí 1889 skrifar August
henni: „Siri! Ég dey smátt og
smátt — en samt get ég ekki hatað
þ‘g!”
Siri fékk hvert bréfið ó fætur
öðru sem byrjuðu ástúðlega. en
enduðu með tortryggni og ásökun-
um. Hann ásakaði hana fyrir að
hafa samband við Marie David.
danska vinkonu, sem hann stefndi
fyrir rétt fvrir „brot gegn náttúr-
unni”.
Hið niðurlægjandi skilnaðarmál
tók fjögur ár. Þegar allt var
yfirstaðið flutti hún með börnin til
Helsingfors. Hún framfleytti sér og
börnunum með því að vinna við
þýðingar, tungumálakennslu og
auk þess var hún hringjari og
söngstjóri við rómversk-katólska
kirkju. Ári eftir skilnaðinn giftist
Strindberg Fridu Uhl, sem var 20
árum yngri en hann, en þau skildu
eftir eitt ár. Hann gifti sig i þriðja
sinn leikkonunni Harriet Bosse.
hjónabandið varði í þrjú ár. Siri og
August hittust aldrei eftir skilnað-
inn. En hann hafði stöðug bréfa-
skipti við börn sin. Eitt sinn
skrifaði hann að hann gæti hugsað
sér að koma til Helsingfors til að
heimsækja þau og Siri, en af því
varð aldrei. Siri andaðist 21. april
1912. August var þá fárveikur af
völdum krabbameins. Hann grét
hljóðlega þegar Gréta dóttir hans
sagði honum frá andláti móður
sinnar. Daginn fvrir jarðarförina
bað August Grétu að koma til sín.
Hann sat við skrifborðið, sneri baki
við henni, svo hún gæti ekki séð
andlit hans. Með lágri röddu spurði
hann hvort börnin hefðu eitthvað á
móti þvi að hann sendi blómsveig á
leiði Siri. Þau höfðu ekkert á móti
því, og hann sendi blómsveig úr
hvitum liljum með tveimur hvítum
borðum án orða. Nokkrum vikum
siðar, 14. maí 1912, andaðist
August Strindberg.
August Strindberg á yngri árum.