Vikan


Vikan - 19.05.1977, Qupperneq 18

Vikan - 19.05.1977, Qupperneq 18
Smásaga eftir Jacqueline Wilson Lengsti dagur vikunnar Móðir hennar hafði svo oft varað hana við hættum stórborgarinnar og hættunni á að lenda i slæmum félagsskap. Vandræði hennar voru þau, að hún lenti yfirleitt alls ekki í neinum félagsskap. í dag er sunnudagur. Sunnudag- urinn er alltaf versti dagur vikunn- ar. Ég hlýt að vera eina stúlkan í allri London, sem er fegin að vakna á mánudagsmorgnum. Það er ekki það, að mér finnist svona óskaplega gaman í vinnunni. Ég vinn leiðinlegt starf, hraðritun og vélritun og ég hef ekki einu sinni áhugavekjandi forstjóra til að reyna við. En stelpumar, sem ég vinn með, eru skemmtilegar, og núna, þegar ég hef unnið með þeim i nokkra mánuði, finnst mér ég loksins vera orðin ein af þeim, ég er ekki lengur litla skrýtna stelpan úr sveitinni. Mamma hafði sagt mér svo margar hræðilegar sögur um ógnir stórborgarinnar, að ég þorði naum- ast að ganga ein um göturnar, og þegar blásaklaus herramaður gekk einu sinni til min á Trafalgar Square og spurði til vegar, greip mig ógnar hræðsla, og ég tók ó rós, fullviss um, að hann væri þrælasali. Nú er ég farin að róast, og í rauninni er ég farin að kunna vel við mig í London — nema á sunnudög- um. Ég er önnum kafin alla vikuna, en það er ekkert hægt að gera ó sunnudögum. Stúlkurnar, sem búa með mér í íbúðinni, Naomi og Jilly, fara alltaf út með vinum sínum á laugardagskvöldum, en ég fer alltaf snemma að sofa þó af einskærum leiðindum. Naomi og Jilly koma rnjög seint heim, og þær sofa alltaf til hádegis. Ég hef reynt að láta sunnudags- morgnana líða með því að búa til það sem mamma kallar sómasam- legan hádegismat, en þegar ég svo fer og vek Naomi og Jilly, yfir mig ánægð, hryllir þær við buffsneið- unum mínum og búðingnum. Na- omi og Jilly láta sér nægja svart kaffí og nokkrar skeiðar af kornflexi í hádegisverð. Svo þegar þær eru aðeins búnar að jafna sig, fara þær út til að eyða því sem eftir er af deginum með vinum sínum. Hvorug þeirra kemur aftur í íbúðina, fyrr en að kvöldi. Ég er alltaf að segja við sjálfa mig, að nú verði ég að herða mig upp og hætta að vorkenna sjálfri mér. Ég gæti tekið mér ýmislegt þroskandi fyrir hendur á sunnudög- um. Ég gæti lesið, saumað, lært nýtt tungumál, eða fundið mér nýtt tómstundagaman. Nú, allt þetta hef ég þegar gert — og ég hef þvegið hárið og lakkað neglurnar og búið til kaffi, sem mig langar ekki einu sinni til að drekka — en ég er alltaf ein. í þau skipti, sem ég hef neytt mig til að fara út að ganga á sunnudagssíðdegi, finnst mér eins og öll London hafi breyst í stækkaða mynd af örkinni hans Nóa. Enginn er einn á ferli. Elskendur eru allt í kringum mig, arm í arm, svo allir sjái, að þeir eigi saman. Hvernig skyldi allt þetta fólk hafa hist? Það get ég ekki skilið. Stundum held ég, að ég hljóti að vera eina stúlkan i London, sem ekki er gengin út. Þetta er hlægilegt — mamma sendir mér stöðugt bréf, þar sem áhyggjur hennar skína út úr hverju orði. Hún skrifar sífellt, að hún voni, að ég hafi ekki gleymt uppeldi minu, að piltar vilji enn bera virðingu fyrir stúlkum, og ef ég þurfi endilega að drekka í veislum að halda mig þá við sérrí — og aðeins tvö lítil glös. Ég á líka að muna, að ég þarf að fá minn reglulega svefn, og of margar vökunætur geta orðið til þess, að ég líti út eins og ugla. Siðan bætir hún alltaf við eftir- skrift, þar sem hún biður mig að skrifa sér meira um vini mína — og auðvitað meinar hún þá karlkyns vini. Hingað til hef ég komist hjá því að skrifa henni, að ég eigi engan vin af hinu kyninu, en ég slepp ekki við það endalaust. Þetta er svo kjánalegt. Hvers vegna ætti mér ekki að standa á sama, þó ég eigi ekki kærasta? Hér er ég, fullvaxta stúlka næstum orðin 18 ára, ein i einni dásamlegustu borg heimsins, og það eina, sem ég geri á sunnu- dögum, er að hangsa og láta mér leiðast. Nóg komið af svo góðu. í dag ætla ég að fara út og skemmta mér, og hana nú! Ég byrja á því að fara ó Petticoat Lane — og mér tekst reyndar að slappa af og skemmta mér yfir öllum smóskrýtnu torg- sölunum, og ég gleymi einsemd minni í mannfjöldanum. Síðan fer ég með neðanjarðarlest- inni niður ó Trafalgar Square. Það hittist svo skemmtilega ó, að aftur spyr ferðalangur mig til vegar, og í þetta sinn hleyp ég ekki á brott lafhrædd. Ég vísa honum leiðina, og nú liður mér vel, af því mér finnst ég eins og heima hjá mér. Ég sný mér við og sé hóp af fólki fara inn í National Gallery. Jæja, ég hafði skemmt mér vel um morgun- inn, kannski ég ætti að snúa mér að listinni. Ég geng um svolítið feimin i fyrstu, þar sem ég er óvön lista- söfnum. En það tekur enginn eftir mér, og eftir litla stund hef ég alveg gleymt mér við að skoða myndim- ar. Sumar þeirra höfða ekkert til min, en aðrar eru hreint stórkost- legar. Mig er farið að verkja í fæturna, og ég get alveg sætt mig við að fara heim, ánægð með daginn, þegar ég sé mynd, sem mér finnst sérlega falleg. Hún er fremur lítil, með nokkuð stirðlegt yfirbragð, greinilega mörg hundruð ára gömul, þó litimir líti út fyrir að hafa verið settir á í gær, svo ferskir og nýir sem þeir virðast. Mest hrifur mig lítill hundur neðst á málverkinu, lítill, sætur terrier, sem er likur Eags, einum af hundunum heima. Svo lít égá fólkið, mann með stóran svartan hatt, í loðskinnskápu og með sokka ó fótum, og föla unga stúlku með hvítt höfuðfat og i fallegum grænum kjól. Það var svo sem auðvitað, að ég þyrfti að heillast af málverki af pari. Ég hlýt að vera með pör á heilanum. Það er einkennilegur spegill fyrir aftan parið, sem það speglast í, og fyrir ofan spegilinn em skrifuð nokkur orð. Ég halla mér fram til að sjó, hvað stendur þar. „Johannes de eyck fuit hic,” segir ljóshærður piltur í gallabux- um. Ég stari skilningsvana á hann. ,,Það stendur þarna á málverk- inu,” segir hann brosandi. ,,Jan van Eyck var hér.” ,,Það er þó ekki átt við það?” ,,Jú, vissulega.” ,,Eins og Kilroy?” „Mmm. Það em mörg stórkost- leg smáatriði á þessu mólverki.” „Kemur þú þó oft hingað?” Hann lítur í augu mín, og við skellum upp úr. „Það var ég, sem átti að segja þessa setningu, en ekki þú. Já, reyndar geri ég það. Ég skal sýna þér uppáhaldsmyndirnar minar, ef þú vilt.” „Já, það væri gaman.” Það er skrýtið, eð ég finn ekki lengur til i fótunum. Málverkin virðast fá annan svip, nú þegar ég lít á þau einnig með hans augum. „Þú veist svo mikið um listir. Ertu við listnám?” „Ég vildi, að svo væri, en ég get ekki svo mikið sem dregið eina beina línu. Nei. Ég — slæpist, eða hvernig heyrði ég nú aftur einn félaga minna lýsa starfi sinu? Já, nú man ég það! Ég er „í fjármála- lífinu.” „Það hljómar vel!” „Blessuð trúðu því ekki. Ég er bankablók” „Ég — ég er „i viðskiptalífinu.” „Nú skulum við sjá. Einkarit- ari?” „Nei. Hraðritari.” „Býrðu í London?” „í einum þriðja hluta þriggja herbergja íbúðar.” „Það er náðugt líf. Ég hef bara 1/4 af óþrifalegri tveggja herbergja 18 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.