Vikan


Vikan - 19.05.1977, Qupperneq 35

Vikan - 19.05.1977, Qupperneq 35
/~T7 Vindurinn þýtur um eyrun, þegar maöur stekkur út úr brennandi húsi. Áöur fyrr notuðu slökkviliðin stundumsvonefnd björgunarsegl. Nú eru hins vegar notaðir loftpúðar af mörgum stæröum í staö seglanna. Púðarnir geta bjargaö þeim, sem neyðast til þess að stökkva út úr efri hæðum háhýsanna. í Vestur-Þýskalandi var nýlega gerö tilraun meðrisastóran púða, þegar háhýsi brann í Dusseldorf. Það eru líka til smápúðar, sem koma að góðum notum, aðallega, ef um er að ræða stökk af 5. - 6. hæð. Eldtraust málning hefur verið fundin upp í Banda- ríkjunum. Þessi tegund málningar hindrar út- breiöslu eldsins, jafnvel þótt hitinn sé mjög hár. Öll háhýsi ættu að vera búin eidtraustum stigum. Efst í stigaganginum ætti svo að vera reyklúga, sepi hægt er að opna ofanfrá. Reyklaust stigahús er skilyrði þess, aö eldurinn nái ekki að breiðast út. Loftstraumurinn er líka vörn gegn eldinum. Háhýsi í Bandarikjunum og Vestur-Evrópu verða aö fylgja ströngum reglum, hvað snertir brunavarnir, og hættan á eldsvoða líkum þeim og varð í Sao Paulo ekki alls fyrir löngu er fremur lítil. Slökkviliðsmenn munu í framtíðinni ráðast gegn eldinum með kemískum efnum, en því miður myndast oft eiturgas, þegar slík efni eru notuð Þegar vandamálið í sambandi viö eiturgasið hefur verið leyst, hafa slökkviliðsmennirnir öruggt vopn í höndum sér. Texti: Anders Palm Teikningar. .SunejEnvalj;

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.