Vikan - 19.05.1977, Page 37
,, Sprengja um borð
íBritannic,,
í Tónabíói
Tónabíó mun sýna um þessar
mundir myndina „Juggernaut",
eöa „Sprengja um borð í Britann-
ic", eins og hún nefnist í íslensku
þýðingunni. Kvikmyndin gerist
um borð í 25000 lesta skemmti-
ferðaskipi, Britannic, sem er með
rúmlega 1000farþega innanborðs.
Skyndilega berst þessi hótun um
að sprengja skipið í loft upp:
„Greiðið mér eina og hálfa milljón
dollara í dögun, eða stærsta
skemmtiferðaskip í heimi mun
rifna eins og sardínudós og 1200
menn, konur og börn láta lífið.
Góðan dag,
Juggernaut"
Allt er sett á annan endann um
borð og reynt að finna sprengj-
-,una, og hið frjálslega andrúmsloft
meðal fólksins, sem er á skemmti-
:glingu, algjörlega eyðilagt.
Framleiðandi myndarinnar er
David Picker, en hann var á sínum
tíma framleiðandi hinnar frægu
myndar „Lenny", sem flestir
kannast við. Stjórnandi er Richard
Lester, en hann stjórnaði m.a.
„Three Musketeers" og Bítla-
myndinni „A Hard Days Night".
Með helstu hlutverk fara: Richard
Harris, Omar Sharif, David Henn-
ings, Anthony Hopkins, Shirley
Knight, lan Holm og Clifton
James. Sýningartími er 109 mín-
útur.
Omar Sharif leikur skipstjórann á
Britannic.
20. TBL.VIKAN 37