Vikan


Vikan - 19.05.1977, Side 40

Vikan - 19.05.1977, Side 40
STJÖRNUSPÁ llniiurinn 2l.niars 20. j »ril Gættu þess að ving- ast ekki of mikið við einhvern, sem þér er ekki mikið gefið um. Það gæti dregið dilk á eftir sér og orðið of seint að snúa við, þegar þú vift sjálfur. N.iuli/I 21. ipril 2l.ni;ii Þó að fjármálin virð- ist vera í fullkomnu lagi hjá þér um þessar mundir, er ekki víst, að því sé þannig varið með einhverja þér ná- komna. Reyndu að hlaupa undir bagga með þeim, ef þú getur. Málefni, sem þú hef- ur unnið lengi að, virðist nú vera komið á lokastig, og verður það þér mikill léttir. Gættu þin samt að rasa ekki um ráð fram, leitaðu álits sérfróðs manns, ef þú ert í vafa. Kr hhinn 22. jum 2J. juli Geymdu ný við- fangsefni betri tima, leitastu heldur við að ljúka verkefnum, sem þér hefur ekki unnist tími til að undanförnu. Til eru þær skyldur, sem ekki er gott að hlaup- ast frá. I.joni') 24. juli 24. .ii*u»l Fjölskylda þín þarfn- ast meiri umhyggju af þinni hálfu. Láttu hana finna, að þér sé annt um hana. Ein- hver spenna liggur í loftinu, en hún fær happadrjúgan endi, fyrr en þig varir. Þú ættir að láta eftir þér að hafa samband við manneskju, sem þú hefur ekki þorað að tala við um nokk- urt skeið. Þér mun verða tekið opnum örmum, og þú munt ekki iðrast að hafa stigið fyrsta skrefið. Gleymdu ekki, að hver og einn verður að taka afleiðingum gjörða sinna, og hafðu vakandi ábyrgðartilfinningu. Það eru meiri líkur á, að þér mistakist, ef þú hlustar um of á orð annarra. Sicinöfiiin 22.dcs. 20. j<*n. Um þessar mundir ætti allt að vera eins og best verður á kosið hjá þér, en nýjar hugmyndir geta gert aðstæður þínar mun skemmti- legri. Allt, sem þú tekur þér fyrir hend- ur, mun heppnast. Áður en þú tekur lokaafstöðu í mikil- vægu máli, þarftu að virða óskir fjöl- skyldu þinnar. Reyndu að komast að raun um vilja þeirra, en segðu undandráttarlaust, hvaða skilyrði þú setur. \;iln\hcrinn 21. j;in. lO.fchr. Þér er ráðlegast að finna sjálfur þína eigin leið að settu marki og taka þér ekki til fyrirmyndar þá, sem fara óráðlega með eigur sinar og treysta eingöngu á heppnina. Happatala er 7 Hoi*ni;ii>iiriiin 24.nót. 2l.ilcv. Þú ættir að láta tilfinningar þína koma sem best í ljós og blanda sem mest geði við aðra menn. Nú er rétti tíminn til að samræma tilfinn- ingamar ætlunar- verki þínu, og þá mun vel fara. Kiskiirnir 20.fchr. 20. niars Þú verður beðinn um að leysa verkefni, sem þér tekst mjög vel upp með. Gættu þess samt að of- metnast ekki og fær- ast ekki of mikið í fang. Góður andi mun ríkja á heimili þínu þessa vikuna. PABBI HAFÐI VERIÐ GMÖGU- LEGUR FAÐIR, OG HANN VISSI ÞAÐ. Mamma hafði boðið öllum ná- grönnum til veislunnar, og mót- tökurnar voru stórkostlegar. Næsta dag fómm við Keith heim til barnanna. Steve var þá sex ára, Susan þriggja ára, Timmy tveggja og Howard, yngsta barnið okkar, var níu mánaða gamall. Ég faðmaði þau öll að mér. Ég var svo fegin að sjá þau aftur. En þau urðu snarvitlaus, þegar ég sýndi þeim gjafirnar, öskmðu og börðust um sama hlutinn. Pabbi vildi fá að vita, hve mikið við ætluðum að láta hann hafa. Þegar við sögðumst ekkert ætla að láta hann fá, sagði hann: ,,Eftir allt, sem ég hef gert fyrir þig og hvernig ég hef alið þig upp!" ,,Það er þess vegna, sem þú færð enga peninga. pabbi” svaraði ég honum. Hann hafði verið gjör- ómögulegur faðir og viðbjóðslegur við mömmu, og hann vissi það. Hann þakkaði mér jafnvel fyrir að vera hreinskilin við sig. Það var erfitt að ákveða. hvað ætti að gefa fjölskyldunni. Við gáfum mæðrum okkar 500 pund hvorri, og við keyptum Vauxhall bifreið handa Geoff bróður minum fyrir 1000 pund. Flestir hugsa fyrst um börnin sín, og við vildum tryggja þeim örugga framtið, svo við lögðum strax 20.000 pund fyrir handa þeim. Jæja, nú átti ég alla þessa fjárfúlgu, og ég gat ekki beðið eftir að eyða henni! Fyrsta peninga- eyðslan fór fram í Schoefields, stóra verslunarhúsinu í Leeds; það tók mig innan við klukkustund að eyða 600 pundum. Það var stórkostlegt! Ég fór í hverja deildina á fætur annarri, og mig langaði að kaupa hvern einasta hlut, sem ég sá, bara ánægjunnar vegna. Ég elska föt, og ég elska skó, svo ég byrjaði að kaupa mér græna dragt og græna peysu og grænan hatt með síðri, hvítri slæðu. Þessi búningur kostaði 50 pund. Svo keypti ég mér ferns konar sólföt. Keith keypti sér tvenn jakkaföt, og við keyptum mikið af fötum á börnin. Í skódeildinni féll ég fyrir skóm með mjóum hælum; mér fannst þeir svo fallegir, að ég keypti mér fjögur pör, i sitt hverjum litnum — svarta, brúna, hvíta og bláa. Ég keypti mér lika kápu á 17 pund. Mér fannst hún ekkert sérstök, en ég átti enga kápu, og það var farið að kólna i veðri. ÉG NOTAÐI LOÐSKINNSKÁP- UNA AÐEINS EINU SINNI. Afgreiðslustúlkan mundi eftir mér af myndum úr dagblöðunum og fór með mig i deildina, sem selur minkapelsa. Ég mátaði einn á 2000 pund. Ég hefði getað keypt hann, en ég vogaði mér það ekki. 1 þessum bæ ganga alltaf óskemmtilegar sögur um konur í minkapelsum. Ef kona sást í minkapels, vissu allir, að hún hafði ekki hreinan skjöld, og ég vildi ekki að fólk fengi slíkt álit á mér. I staðinn keypti ég mér kápu úr kanínuskinni á 80 pund og hatt við. Ég notaði hana aðeins einu sinni. Ég fór á krána um kvöldið með Keith og Nell frænku minni. Fólk byrjaði að gera grín að mér um leið, sagði t.d. ,,Eru kaninurnar örugg- lega dauðar?" Ég þoldi þetta bara ekki. Ég byrjaði að skjálfa og hélt, að fæturnir brystu undan mér. Ég hafði ekki taugar til að fara i hana áftur. Svo gaf ég systur minni hana. Skemmtilegasti timinn var, þegar ég fór með Keith að velja mér einn þeirra stórkostlegu amerisku bila. sem mig hafði alltaf dreymt um. Við fórum til Willowbridge Motors i Castleford, og þar var hann — silfurlitaður Chevrolet, sem virtist hundrað fet á lengd. Um leið og ég sá hann, vissi ég, að ég yrði að eignast hann, og ég borgaði þau 2.800 pund, sem hann kostaði, umhugsunarlaust. Mig langaði að búa i þessum bíl. Skiljið þið mig ekki? Hann var mér allt. Eg hafði aldrei í lífinu átt bil, og allt í einu átti ég einn þann stærsta i veröldinni. Næsta dag fórum við Keith á Chevroletinum að leita okkur að nýju húsi. Ég hafði gluggann opinn og var með útvarpið á hæsta. Ég söng með lögunum, og mér leið yndislega, ég var reglulega ham- ingjusöm. Ég lækkaði svo i útvarpinu og spurði einhvern á götunni: ,,Geturðu sagt mér, hvar nýja húsahverfið er?”, eins virðuleg í röddinni og mér framast var unnt. Þetta húsahverfi var alveg ný- byggt, og við ákváðum að kaupa eitt húsið þar. Það kostaði 5000 pund, og daginn, sem við fluttum inn í það, var ein af góðu stundunum, sem peningarnir færðu okkur. Við áttum heimili, sérstak- Iega fallegt, eigulegt heimili. Ég réði til mín þjónustustúlku, Florrie Baxter, til að annast börnin. Ég verð að viðurkenna, að eftir að ég vann peningana, hafði ég ekki mikinn tíma fyrir þau. Ég hafði of mikið að gera, iífið var of spennandi. Ég var orðin svo langt leidd, að ég hafði varla tíma til að setjast 40 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.