Vikan


Vikan - 19.05.1977, Síða 41

Vikan - 19.05.1977, Síða 41
niður og hugsa. Ég átti eftir að líða fyrir það siðar, sektartilfinningin varð mikil. Við höfðum alltaf verið svo samrýmd. Á þessum tíma fengu börnin sifellt meira af dýrum leik- föngum og fötum, en þau áttu enga mömmu. Mamma hafði of mikið að gera við að stunda hið ljúfa lif, eins og að drekka og eyða óhóflega. Við Keith fundum litla krá í bænum, sem við sóttum reglulega. ..Komdu, fáum okkur í glas”, var fólk vant að segja við Keith. ,,Ég er viss um, að þú borgar alltaf, er það ekki rétt. ,,Nei, ég kaupi aðeins handa þeim, sem kaupa handa mér”, var Keith vanur að segja. Hann var svolítið þrjóskur þannig. En það var sama, hversu hörð við vorum, það endaði eins oft með því, að við borguðum fyrir alla i heilt kvöld. Við héldum mikið af veislum, en gestir okkar voru ekki raunveru- legir vinir okkar. Við vissum, að við vorum að kaupa okkur vini, og við vorum einmana. Enginn í hverfinu talaði við okkur; þeim var illa við okkur og peningana okkar. Afbrýðisemi get- ur haft alvarlegar afleiðingar; hræðilegir hlutir gerðust á þessum tímum — símhringingar frá fólki, sem ekki lét nafns sins getið, og fólk ógnaði lífi okkar og barnanna. Þetta skelfdi mig. , .Égget ekki umgengist strákana lengur, Goldie", sagði Keith. ,,Ég get ekki talað um, hvað ég hafi átt erfiðan dag i kolanámunni. En ég veit ekki, hvað ég á að gera.” Það var engin leið að flýja þessar staðreyndir. Ég vissi, að það endaði með þvi, að hann þyrfti að kaupa vini sína aftur — fara með þá krá úr krá, kaupa þá. Hann sagði: "Þessu er lokið, Goldie. Ég eyddi offjár i kvöld bara til að segja: ..Hvernig er i námunni? Hafa fleiri jarðarber eða epli fundist undir kolunum?" Allt þetta og hinir kjánalegu hlutirnir, sem hann saknaði. Keith var góður maður. Mjög viðkvæmur. Hann komst aldrei yfir að hafa misst félaga sina úr námunni — það særði hann óendanlega mikið. Hann vildi aldrei eignast neitt sjálfur, en samt setti hann aldrei út á eyðslu mína. Hann var vanur að segja mér að fá mér bara það, sem mig langaði í. Ég reyndi að fá hann til að koma með mér að versla eitthvað á sjálfan sig. En ef hann keypti sér eitthvað, sem kostaði 200 pund, vissi ég, að ég mundi kaupa eitthvað á sjálfa mig fyrir 500 pund. Ég var þekkt sem mikill eyðslu- seggur og afgreiðslufólkið var vant að koma með allt, sem á boðstólum var, þegar ég birtist í verslununum. Hárt mitt var i öllum regnbogans litum, bleikt, rauðblátt og meira að segja blá- og grænröndótt — ég hef alltaf verið svolítið sérstök! Ég var vön að segja, að ég ætlaði að fá þetta og þetta. Það var svo auðvelt að segja: ,,Sendið svo reikninginn heim til mín.” Ég fann aldrei til samviskubits yfir að eyða peningunum — til þess voru þeir. Keith hvatti mig, þar sem hann vildi. að ég væri hamingjusöm. Hann gaf mér de- mantshring fyrir 1000 pund, og ég keypti skyrtuhnappa úr gulli handa honum með stafnum ,,K” greiptum i. Fiat 128 2ja og 4ra dyra rúmgóður 5 manna bfll. 128 er hár, framhjóladrifinn og og með tvöfalt bremsukerfi. Bíll sem hentar sérlega vel við íslenskar aðstæður. 128 er með stálstyrkt farþegarými sem tryggir aukið öryggi. 128 er vel hannaður bíll, sem gert hefur hann að einum mest selda Fiat-bílnum. LEITIÐ UPPLÝSINGA FIAT EINKAUMBOO A ISLANDI Davíð Sifíurðsson lif, SIOUMÚLA 35 SIMAR 38845 — 38888 20. TBL.VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.