Vikan


Vikan - 19.05.1977, Qupperneq 46

Vikan - 19.05.1977, Qupperneq 46
staðnæmst við kirkjugarðinn í Hafnarfirði, en þar var tímastöö. Farin var svokölluð Flótta- mannaleið út á Suöurlandsveg og hann síðan ekinn að Geithálsi, þar sem var tímastöö. Þaðan var ekið framhjá Hafravatni og komið að tímastöð við Úlfarsfell. Frá Úlfars- felli var síðan ekið (rólegheitum aö Hótel Loftleiðum aftur. Nú langar mig að lýsa fyrir þér lesandi góður, hvernig mér gekk að keyra þetta rall, en það gekk reyndar ekki, eins og ég hefði kosið. Á BÓLAKAFI í DRULLU Leiðarhlutinn, sem nú tók við, var sá versti fram til þessa. Mikið var um klappir í veginum, svo bílarnir hoppuðu dálítið, þegar ekið var yfir sumar þeirra. Stuttu eftir að komið var framhjá Herdísarvík komum við að Sun- beam Alpine, þar sem hann var á bólakafi í drullu í vegkantinum. Og umþað bil kílómetra þaðan var Volvo kryppa brotin að framan. Það virtist vera farið að saxast á keppnisbíiana. Þegar að ísólfsskálaveginum kom, fengum við tvo í mínus, en frá ísólfsskálaveginum og að Keflavíkurvegi gerðist ekki neitt spennandi, og á tímastöðinni þar fengum við engan mínus. Nú var ekið inn á Keflavíkurveg og upp á Stapa, og þar farið eftir drulluslóða út á gamla Keflavíkur- veginn. Á þeirri leið, drulluleiðinni, var ferlega leiðinlegt hvarf. Ég ók auðvitaö alltof hratt í það, enda var mjög vont að sjá það, fyrr en of seint. Bíllinn rakst alveg hrottalega niður, og ég beið eftir, að olíuljósið kviknaði til merkis um, að nú væri olían á förum. En sem betur fer var hlífðarpannan, sem sett var undir bilinn, það sterk, að allt var (lagi. Þegar að Fitjanesti kom, var sett bensín á bílinn og síðan fariö í biðröð við klósettdyrnar, því öllum virtist orðið mál eftir keyrsluna. Við höfðum um það bil tuttugu mínútur til að hvíla okkur í Fitjanesti, áður en farið var að næstu tímastöð, og þar fengum við ekki neinn mínus. SVO BVRJAÐI BALLIÐ Að Höfnum var ekið í róleg- heitum, því vegurinn er mjög góður þangað, en svo byrjaði ballið fyrir alvöru. Búið var að loka veginum frá Höfnum í gegnum hraunið og að Grindavík. Við áttum að halda 68 km hraða á þessari leiö, og það þurfti sko að halda á spööunum til að ná því. y- " ~~T fHi § r- Hann Sverrir Úlafs, sem hér sést á vandræöum með hann. Geymir- Escort rallybllnum sínum, lenti í innlosnaði, og k/ukkan stoppaði. tímanum, sem við megum vera á leiðinni, og það eru þrir kilómetrar eftir. Þú verður að gefa í." Ég hafði ekið mjög rólega nokkuð lengi, en nú var allt gefið [ hvínandi botn, og Escortinn varð að punga út með allt það afl, sem honum var gefið, og sýna alla sína aksturshæfileika. Og það er ekki ofsögum sagt, að hann hafi farið þessa þrjá kílómetra í loftköstum. Þegar að tímastöðinni kom, fengum við þó ekki nema þrjá í mínus. FIÐRINGUR Í TÁNUM Við Sibbi og Escortinn mættum kl. 8 að morgni úti á Loftleiðum. Sibbi var „kóarinn" minn, en hann heitir raunar Sigurbjörn Björnsson, og „kóari" heitir víst aðstoðarökumaður á íslensku rallmáli. Það var kominn rallfiör- ingur í tærnar á mér, og Sibbi iöaði allur af spenningi. i þetta sinn hafði ég ekki nokkrar áhyggjur af skoðun bílsins, því hann var í toppstandi og ekkert að óttast, og þar að auki höfðu þeir hjá Sveini Egilssyni yfirfarið allan bílinn, áður en lagt var af stað. Og kannski ekki að furöa, því það var Ford umboðið Sveinn Egilsson, sem gerði mig út að þessu sinni. Og auðvitað flaug Escortinn í gegnum skoðunina. Klukkan níu voru allar klukkur stilltar saman, svo aö tíminn yröi sem réttastur á milli manna, bæði tímavarða og „kóara". Á slaginu tíu var fyrsti bíllinn ræstur til keppni, en það gerði Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri. Við vinirnir höfðum rás- númer 15, en einn bíll hafði ekki mætt til keppni, og vorum við því ræstir kl. 10.13. Við lögðum af stað og ókum sem leiö lá að fyrstu tímastöðinni. Okkur tókst reyndar að klúðra helv... tímanum þar og fengum fjóra mínusa, þrátt fyrir að þetta var eins og sunnudagabíltúr til að byrja með. Við höfðum fengið lánaða talstöð í bílinn, áður en við fórum í keppnina, og með henni kölluöum við Finnboga upp. Finnbogi var á Ford Capri með talstöö og hafði rásnúmer 17. Hann stóð á því fastara en fótunum, að við heföum farið einni mínútu of seint inn á tímastöðina. Það stemmdi hins- vegar ekki við okkar klukku. Það kom svo seinna í Ijós, að Finnbogi hafði auðvitað rétt fyrir sér. Á tímastöðinni við endann á þjóðgarðinum fengum við ekki neinn mínus, en þegar kom að Hveragerði, fengum við einn i mínus. Af leiðinni, sem þá var aö baki er lítið að segja, og ekkert markvert gerðist. Saab 99 kemur i endamark, k/úbbsins, Ragnar Gunnarsson, drulluskltugur. Það er formaður sem tekur við timakortinu Lögreg/ustjóri Sigurjón Sigurðs- son ræsti fyrsta bllinn. Það var Vinkilbeygja til vinstri og síðan til hægri, blindhæö og kröpp beygja til vinstri, klappir og meiri beygjur. Svona var öll leiðin, og Escortinn æddi í hverja beygjuna af annarri, hann var þversum á veginum sitt á hvað, og þegar minnst varði, sleppti hann öllum hjólum af veginum og flaug langar leiðir. Það var alveg lygilegur fjandi, hversu vel bíllinn lét að stjórn í öllum þessum hasar, og þótt keyrt væri á mjög mikilli ferð í allar beygjur, varð ég aldrei var við, að Halldór Jónsson á Fíatinum, sem lagði fyrstur i hann. bíllinn væri í vandræðum meö að framkvæma það, sem fyrir hann var lagt. Sibbi þuldi upp úr leiðabókinni, sem við höfðum útbúið okkur, og það var farið að hljóma Kkt og einn, tveir tja, tja, tja. „Seedpilotinn" sagði okkur, að við værum komnir fram fyrir tíma, og það var slegið af til að láta tímann jafna sig á leiðinni, sem eftir var. Allt í einu segir Sibbi: „Helv.... „Seedpilotinn" er alveg hringlandi vitlaus, við erum byrjaðir á síðustu mínútunni af 46 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.