Vikan - 19.05.1977, Qupperneq 48
MEÐ HÁLSFESTI í MUNNINUM
Kæri draumráðandi!
Mig langar aö biðja þig að ráða
fyrir mig draum, sem mig dreymdi
fyrirstuttu. Hann er svona: Ég var
að fara á pósthúsið að ná í
eitthvað, sem ég átti þar, en það
var þannig, að þegar maður kom
inn, þurfti að fara úr skónum. Ég
fór úr skónum og var búin að vera
dágóöa stund þarna inni. Þegar ég
ætlaði að fara, var búið að taka
skóna og setja aðra rauða klossa í
staðinn, en ég sá, að þeir voru
ekki eins og hinir. Þessir voru með
svo stórri tá. Ég varð þetta litla
vond og fór til símstöðvarstjórans
og bað hann að reyna að finna
skóna. Hann sagðist skyldi gera
það, og með það fór ég út á
sokkunum. Hér koma tveir (
viðbót, sem ég vil fá birtingu og
ráðningu á. Þá kemur sá fyrri: Ég
var að ganga framhjá húsi, og mér
varð litið þar inn. Þar sá ég, að
vinkona mín lá í rúmi á fæðingar-
heimili. Hún stóð á fætur, labbaði
inn í herbergi og kom eftir
smástund út aftur með krakka. Þá
sagði hjúkrunarkona, sem þarna
var: ,,Blæddi mikið?" Þá svaraði
Þ. ,,Já, þegar ég tók tappann úr."
Mig langar að taka það fram, að
það var svo bjart inni í herberginu.
Hinn draumurinn var þannig, að
ég kom inn í hús, sem ég og fleiri
krakkar höfðum á leigu. Ég fór inn
í eitt herbergið, og þar var fullt af
krökkum. Einn strákurinn var
eitthvað svo sár, að ég gaf mig á
tal við hann og spurði, hvað væri
aö, en svo vissi ég ekki fyrr en við
vorum að kyssast. Þá fann ég, að
hann var með hálsfesti uppi í sér.
Hann lét hana upp í mig og sagöi,
Mig
dreymdi
að ég mætti eiga hana. Svo lét
hann mig hafa aðra, sem hann var
með, og sagði, að ég mætti líka
eiga hana, en hálsfestin, sem
hann lét upp í mig, var nærri
hrokkin ofan í mig, og ég fór til
annars stráks, sem náði í háls-
festina ofan í háls. Mig langar að
taka það fram, aö þessar festar
voru báðar meö krossi, en sú, sem
hann gaf mér fyrst, var þannig, að
Jesús var ekki negldur á krossinn,
hann bara stóð á honum, en hinn
krossinn var svo lítill, að ég sá
hann varla. Jæja ég ætla aö hætta
þessu, en ég grátbið þig að birta
þessa drauma fyrir mig. Ég hef oft
sent drauma, og þeir hafa allir lent
í ruslakörfunni, ég vona bara, að
það veröi ekki núna. Það er
annað, sem mig langar að taka
fram, að þessir strákar eru bræður
í raunveruleikanum, og annar
þeirra, sá sem náði í festina ofan í
háls, er unnusti minn. Með
fyrirfram þökk,
Konný G.
Þín bíður björt og góö framtíð.
Þó er ekki ólíklegt, að þú veröir
fyrir einhverju mótiæti innan árs,
en unnusti þinn mun standa með
þér og hjáipa þér að komast yfir
erfiðleikana. Þú munt eignast nýja
vini, sem eiga eftir að hafa mikil
og góð áhrif á framtið þína.
Vinkona þin á senniiega eftir að
verða fyrir svikum, sem munu
valda henni mjög mikium von-
brigðum.
FANGAMARK Á HRING
Kæri draumráðandi!
Viltu ráða úr þessum draumi
fyrir mig. Mig dreymdi, að systir
mín lofaði að kaupa eitthvað fyrir
mig, og hún kom heim með stóran
hring, sem hún haföi látið grafa í
fangamark stráksins, sem ég er
hrifin af. Ég var alltaf með
hringinn, og mér var alltaf stítt
með stráknum. Ég vona, að þú
ráðir úr þessu fyrir mig.
Stk.
Þú munt eignast nýjan vin, sem
þú munt eiga eftir að hafa mikið
saman við að sælda í framtiðinni.
Ekki er þó líklegt, að um annað en
vináttu verði að ræða milli ykkar,
en sennilegt er, aö þú eigir eftir að
upplifa miklar hamingjustundir
með piltinum, sem þú ert hrifin af.
NAUÐLENDING FLUGVÉLAR
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi einkennilegan
draum, sem mig langar mikið til að
fá ráðningu á, og hann er svona.
Ég var stödd niöur á Hlemmi, en
umhverfið var öðruvísi, önnur
hús, o.s.frv. en ég tók ekki eftir
því í draumnum eða veitti því enga
athygli. Þar var flugvél, sem hafði
nauðlent, og fólkið var að brjótast
út úr henni. Flugvélin var þannig
staðsett, að farþegarnir urðu að
velta sér út úr henni. Meðal
farþeganna var þroskaheft fólk,
og hugsaði ég með mér, að ég
skyldi taka það að mér, því ég
þekkti þetta fólk og vissi, hvernig
ætti að meðhöndla það. Síöan
smalaði ég þessu fólki saman, og
enginn veitti því athygli. Síðan
gekk til mín kona (þessi kona er
oft með mér í draumum mínum,
en hvað sem draumarnir er skýrir,
man ég aldrei, hvernig hún lítur
út, en hún er Ijós yfirlitum) og fór
að segja mér frá litlum börnum,
sem höföu fyrirfarið sér. Þá fylltist
ég mikilli sorg og söknuði fyrir
þessum saklausu sálum, sem
þessi vondi heimur hafði leikið svo
grátt, og ég féll saman og var
óhuggandi og grét sáran. En I
miðju táraflóðinu fannst mér eins
og ég yrði aö líta upp, og fyrir
framan mig var komið op, (það
var ekki gluggi, en samt svipað í
laginu) og fyrir framan mig var
uppljómað jólatré, en ég fékk ekki
að sjá það allt, heldur aðeins efstu
greinarnar. Og frá þessu tré
streymdi svo mikill helgidómur og
friöur, að mér fór að líða einkenni-
lega, og sá ég þá sjálfa mig fyrir,
uppljómaða af hrifningu, en tárin
streymdu ennþá niður kinnarnar
eins og glitrandi silfurdropar af
birtunni frá trénu. Er hægt að
dreyma fallegri endi?
Með fyrirfram þökk fyrir ráðn-
inguna.
Sigurbjörg G. Óskarsdóttir.
Þessi draumur þinn er mjög
sérstakur og boðar þér allt gott.
Að sjá flugvél á jörðu niðri táknar,
að þú hafir ekki notað hæfi/eika
þina sem skyldi, og kemur það vel
heim og saman við það, sem þú
sagðir mér um starf þitt. Þín bíður
allt það besta: Góð heilsa,
ástsæ/d, hjartagæska, auðæfi og
farsæ/d i hjónabandi. Sértu ógift,
mun ekki líða á löngu, uns þú
kvænist. Birtan frá trénu er eitt
besta táknið I draumnum, ásamt
tárunum.
48 VIKAN 20. TBL