Vikan


Vikan - 13.10.1977, Page 10

Vikan - 13.10.1977, Page 10
PÖSTIRIM HVAÐ ER TIL RÁÐA? Kæri Póstur! Ég þakka þér allt gamalt og gott. Nú er svo komið, að ég er í vandræðum með að ákveða, hvort ég eigi nú að fara í skóla eða ekki í vetur, einmitt nú! Ég fór í skóla í fyrra og fékk ekki nógu góða kennslu, og úr því mætti ég ekki það vel. Nú er ég að vinna, og skólarnir eru í þann veginn að byrja, og ég er ekki einu sinni búin að láta innrita mig, hvað þá heldur að ákveða í hvaða skóla ég ætti að fara. Ég eyddi nú einum vetri til einskis, því ég var ekki nógu áhugasöm við námið. Ég tími varla að vera að eyða öðrum vetri til einskis, því það tel ég glappaskot á hæsta stigi. Það hefur ávallt borgað sig að fara strax í skóla, ef maðurætlar á annað borð. Svo er gott að hafa einhverja menntun! Það eru gerðar svo miklar kröfur til skólafólks nú til dags, að maður stendur varla undir þeim, því miður. Þótt fólkið sjálft segi við mann: ,,Það er engin að pína þig til að læra," þá finnst manni það samt því þetta er svo kröfuhörð öld. Já, t.d. út af góðri, þægilegri, ékemmtilegri og launamikilli vinnu, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er rétt. Svo bætir ekki úr skák, þegar manni leiðist að læra. Mér finnst sum fög mjög erfið. Ég vona, að þú getir ráðlagt mér eitthvað af viti, því þetta er algjör klessa. Ég veit varla, hvað ég vil læra. 3. bekkur er fyrsta skrefið í rétta átt, og svo sér maður til, eða er ekki svo? Og svo langar mig til að biðja þig um að svara nokkrum spurningum fyrir mig, þó þær séu fúlar í þínum augum! 1. Hvað lestu úr þessari frægu, smáletruðu skrift? (þarftu stækkunargler Póstur minn? Ég sleppi því að spyrja um aldur, því þú mundir hvort sem er dæma eftir skriftinni sjálfri.) 2. Hvað lestu úr Ijónsmerkinu, félagslega, andlega og persónu- lega? (Fyrir 17. 8.) 3. Hvaða merki á best við Ijónið af hinu kyninu? En sama? Ég veit, að Helga rusló hefur verið mjög svöng um leið og mín bréf birtast. Ég skrifaði þér nú þrjú bréf, og þetta er nr. 4, og ég vil fá birtingu á þessu bréfi, og því þarftu endilega að gefa greyinu að borða. Því að nú er nóg komið. Ég er búin að vanda bréfið eftir bestu getu. Og sýndu mér meiri virðingu, þó að aðrir' geri það ekki. Nú biðst ég afsökunar á öllum villum í bréfinu. Skriftin min er bæði lítil, Ijót og barnaleg, ég VEIT það. Uhum. Ég vonast eftir svari. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Þú mátt stytta bréfið, ef þér finnst það of langt. Ein í vafa. Þegar þetta svar birtist þér, eru allir skólarnir komnir í fullan gang, svo lltið get ég hjáipað þér í þínum málum. fíeyndar er það líka þér að kenna, þú skrifaðir bréfið ekki fyrr en í ágúst/ok, og hjá Póstinum beið heill staf/i af bréfum, sem átti eftir að svara, auk þess, sem bréfin birtast aldrei fyrr en í fyrsta lagi 3-4 vikum eftir að Póstinum berastþau. Hins vegar tel ég mjög æskilegt, að fólk reyni að. mennt- ast eins og því framast er ðhnt, en hæpið er, að nokkur árangur náist, ef þér finnst svona leiðinlegt að læra. Þú gætirnú unnið í vetur og hugsað þín má! í ró og næði og tekið að minnsta kosti ákvörðun um, HVAÐ þú vilt læra, og skellt þér svo í skóla næsta vetur. — Skriftin þín er reyndar ekkert FRÆG eins og þú virðist álíta, en úr henni má /esa mikla fljótfærni, og líklegast tekur þú oft ákvarð- anir að óhugsuðu má/i. (Já, það /á viö, að ég þyrfti stækkunargler! Svo hefur þú orðið 16 ára þann 17. ágúst sl....) Frumeinkenni /yndiseinkunnar þeirra, sem eru fæddir 17. 8., eru rótegur virðu- leiki. Þú ert göfug, ósérhlífin, einlæg og þrautseig, og þeim, sem á annað borð ná að kynnast þér, þykir vænt um þig, þó þú virðist merki/eg með þig á yfir- boröinu. Ég skil nú ekki alveg þetta með hvaða merki á best við Ijónið af hinu kyninu... en sama?... Hins vegar á steingeitin eða hrúturinn best við Ijónsstelp- una, en samband hennar við fiskastrák ætti einnig að geta b/essast prýðilega. Ef þú hefur skrifað Póstinum 3 bréf áður, og ekkert þeirra hefur birst, þá er ástæðan sennilega sú, að þú hefur ekki sett nafn þitt og heimilisfang undir bréfin... einfö/d skýring! Svo var ágætt hjá þér að biðjast afsökunar á öllum vil/unum, þvi satt að segja var ég orðinn hálf þreyttur á aö leiðrétta allar þessar villur! Svo er skriftin þín alls ekki lítilij Ijót og þarnaleg. Svona i lokin: Næst þegar þú sendir inn /ausnir á gátum, viltu þá vera svo góð að klippa blaðsíðuna niður, eins og sýnt er með teikningum, því það fer svo gífurlegur tími í að klippa niður þessi svör, og ef allir gerðu eins og þú, þá mættum við hreinlega ekki vera að þvíaö draga úr lausnunum! EIN FORVITIN UM HELGA PÉ Halló Póstur! Best að snúa sér strax að efninu: 1 Geturðu birt mynd af Helga P. í Ríó og konunni hans í Vikunni? 2 Er konan hans Helga búin að eiga? 3 Ef svo er, hvort var það drengur eða stúlka? 4 Hvað heitir konan hans Helga? 5 Hvað eru þau gömul? 6 Hverjir syngja hvaða lög á Ríó plötunni? Hvað lestu úr skriftinni, hvað heldurðu, að ég sé gömul, og hvernig er stafsetningin? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, ef ruslakarfan hún Helga er ekki svöng. Lóló. Auðvitað átti þetta bréf eigin- /ega að fara beint í körfuna, en það birtist hér með til að þiö lesendur Póstsins lærið eitt: Helgi P. og aðrir góðir menn (og konur) — mega eiga sitt einkalíf í friöi, og hvorki mér né þér kemur við, hvort konan hans er búin að eiga, né nokkuð annað, sem varðar hann og hans fjölsky/du. A. m. k. væri mér mjög illa við, að mitt einkallf birtist á prenti fyrir almenningil! Útrætt máll — Þeir Rfó félagar skipta söngnum a p/ötunni mjög réttlátlega á mi/li sín, og yrði alltof langt að fara að telja hér upp, hver syngur hvaða lag. Þú veröur bara að reyna að þekkja raddir þeirra í sundur! Skriftin ber vott um a/veg ótrúlega forvitni um annarra hagi, þú ert svona 13 ára, og stafsetningin er léleg. HJÁLP, HJÁLP, ÉG ÞARFNAST HJÁLPAR Hæ, yndislegi, skemmtilegi og háttvirti Póstur! Nú er ég í miklum vandræðum. Geturðu nokkuð hjálpað mér? Þaö er þannig, að ég er svo hrifin af strák. Ég tala stundum við hann, en hann horfir alltaf á mig, þegar hann sér mig. Ekki segja: Hættu bara að hugsa um hann. Viltu nú leggja höfuðið í bleyti fyrir mig? Segðu mér, hvað ég á að gera. Jæja að lokum, þetta gamla: Hvaða litur og happatala er fyrir þá, sem eru fæddir 18. mars? Hvað heldurðu, að ég sé gömul, og hvað lestu úr skriftinni? Ein að deyja úrást. Já, svo sannarlega ertu í nauðum stödd, og þarfnast hjálp- ar! Haltu bara áfram að tala við hann, láttu hann halda áfram að horfa á þig, og svo hlýtur þetta einhvern veginn að bjargast með tímanum. Ég lagði höfuðið í bleyti fyrir þig, en af hverju átti ég aö gera það? Happalitur þeirra, sem eru fæddir 18. mars, er blárautt og happatölur eru 3 og 9. Þú ert svona 14 ára, og skriftin bendir til, að þú sért með afbrigðum óþolinmóð og um leið ósjálfstæð. — Heyrðu! Svo skrifarðu undir bréfið: EINN að deyja úr ást... Ertu ekki kvenmaður?? UNNUSTA EFTIR FJÖGUR KVÖLD! Komdu sæll ágæti Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en núna ætla ég að leita ráða hjá þér. Þannig er mál með vexti, að ^g er ofboöslega hrifin af strák og held, að hann sé eitthvað hrifinn af mér, a.m.k. kallar hann mig alltaf unnustu sína, eða segir það við vini sína. Ég hef verið með honum í fjögur kvöld, en einu sinni hleypt honum upp á mig, og ég hef þekkt hann í eitt ár. En nú er þannig komið, að ég hef ekki heyrt frá honum í lengri tíma, hann hefur ekki einu sinni hringt í mig. Ég hef frétt hjá vinum hans, að hann sé alltaf á böllum. Hvað á ég að gera? Segöu mér ekki að gleyma honum, því það get ég ekki. Og svo það venjulega: Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldurðu að ég sé gömul? Hvernig eiga tvíburi (stelpa) og meyjan (strákur) saman? En tvíburi (stelpa) og vogin (strákur)? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, M.J.H. Já, þaö væri synd að segja, að hann sé ekki fljótur að verða sér úti um unnustur þessi vinur þinn! Unnusta eftir fjögur kvöld??? Tekur hann alltafsvona stórt upp í sig? — Ég ætla ekki að segja þér að gleyma honum, ég veit það er erfitt, en hins vegar ætla ég að ráðleggja þér að finna þér nýjan og reyna að sætta þig við orðinn hlut. Stráksi hefur greinilega ekki 10 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.