Vikan - 13.10.1977, Side 13
lœflngar búðum
Francoise Vandermeersch,
franska nunnan sem kommúnista-
stjórnin í Víetnam fékk til að kom á
fót endurhæfingarstöövum fyrir
vændiskonur.
haföi hún tekið þátt í alþjóðlegu
hjálparstarfi í Víetnam eftir fall
Saigon árið 1975. Því má bæta við
að systir Francoise, eða Francoise
Vandermeersch, eins og hún heitir
fullu nafni, er mjög vel þekkt í sínu
heimalandi, og nýlega kom út
bók, þar sem hún segir frá lífi sínu
og viöhorfum.
En aftur til Víetnam. Árið 1965
lét stjórn Thieu þau boð út ganga,
að stofnaðar yrðu „frístunda-
búðir" í helstu setuliðsborgum
Suður-Víetnam. Vændi, sem
segja má, að hafi fram að því verið
eins konar „heimavinna," varð að
meiri háttar atvinnugrein og
vænni tekjulind fyrir stjórnvöld.
i ,,fr/stundabúðum" á dögum
stríðsins.
Félagsmálaráðuneytið sendi út
skrifleg fyrirmæli, þar sem kveðið
var á um uppbyggingu • og
tilhögun „frístundabúðanna." Þar
sagði meðal annars, að hverjum
búðum skyldi skipta í tvö svæði:
Svæði „vændis og unaðar"
annars vegar og íbúðasvæði hins
vegar. Undir íbúðasvæðið heyrðu
m.a. íbúðir vændiskvenna, lækna-
stofur, skrifstofa ráðsmanns og
hin „hin andlega deild", þar sem
stúlkurnar gátu tekið á móti
kennslukonum og kirkjunnar þjón-
um.
í kaflanum um framkvæmd
nefndra reglna kom m.a. fram, að
viðskiptavinurinn átti að borga
tvisvar. Fyrst greiddi hann að-
gangseyri og síðan fyrir veitta
ánægju. Framkvæmdastjóri búð-
anna hélt aðgangseyrinum að
undanskildu 20-30% gjaldi, sem
rann til hins opinbera. Viðskipta-
vinurinn greiddi síðan vændis-
konunni með miða, sem hann
keypti, og í lok hvers dags
framvísaði stúlkan miðum sinum
hjá gjaldkera, sem skipaður var af
rikisstjórninni. Fjórðungur þess,
sem kom í hlut stúlknanna, var
lagður inn í sparisjóð sem
framtiðar- og ellitrygging. Þessi
skriflegu fyrirmæli voru send til
yfirvalda í Saigon, Da Nang,
Dalat, Hué, Bien Hoa, Kontum og
Pleiku — staðanafna, sem heims-
byggðin tengdi blóðugum vígvöll-
um, en ekki umfangsmiklum
hóruhúsarekstri.
Þegar friður var saminn og
Bandaríkjamenn héldu heimleiðis,
var fótunum kippt undan þessum
blómlega atvinnuvegi. „Frí-
stundabúðirnar" voru lagðar nið-
ur, og í staðinn er verið að koma á
fót endurhæfingarbúðum fyrir
stúlkur, sem höfðu farið beint úr
foreldrahúsum í „frístundabúðirn-
ar," menntunar- og starfsreynslu-
lausar. Þær endurhæfingabúðir,
sem þegar hefur verið komið upp,
eru í nágrenni Saigon og rúma
þær um 2000 stúlkur.
f endurhæfingarbúðunum er litð
á stúlkurnar sem fórnarlömb
stríðsins rétt eins og særða og
limlesta. Þær mæta ekki fyrir-
litningu, og enginn gefur þeim
óhýrt auga. Það er komið fram við
þær með virðingu, enda er það
talin vænlegasta leiðin til að efla
styrk þeirra, sem misst hafa
virðinguna fyrir sjálfum sér.
Dagskráin í endurhæfingabúð-
unum er mjög ströng: Stúlkurnar
byrja daginn klukkan 5.30 með
hálftíma leikfimi, sem er skylda.
Síðan fá þær súpu, áður en
vinnan hefst. Þær vinna bæði úti
og inni, eftir árstíðum og við-
fangsefnum. Þær vinna að garð-
rækt, húsdýrarækt, flétta úr
tágum, móta úr leir og sauma.
Klukkan hálftólf er hádegismatur:
Hrísgrjón, grænmeti, fiskur — og
stundum svolítið kjöt. Með kjöt-
meti eru þær betur settar en aðrir
Vletnamar, sem ekki fá kjöt eða
fisk nema þriöja hvern dag. —
Síðdegis er tíminn notaður til
bóklegs náms og félagslegrar
fræðslu.
Frístundabúðunum hefur verið
líkt við „gullslegin fangelsi", en
þótt dagskrá endurhæfingarbúð-
anna minni að vissu leyti á
dagskrá fangelsis, finnst stúlkun-
um þær þó hafa fundið frelsið.
Þarna standa þær saman, þær
skipta sér í 10-15 manna hópa og
kjósa fulltrúa til að taka þátt í
stjórn búðanna. Þær eru virkir
þátttakendur í því sem er að
gerast, eru stoltar yfir framförun-
um og tilbúnar að byrja nýtt líf.
41.TBL. VIKAN13