Vikan - 13.10.1977, Side 14
Á góðgerðardansleik — og var
þetta ein fyrsta myndin, sem
birtist af þeim saman, aiiiöngu
áður en þau opinberuðu trú/ofun-
Caroline og
kœrastinn
Caro/ine prinsessa í Monaco er
glæsileg stúlka, enda hafa fjölmiðlar
sýnt henni ómældan áhuga og verið
iðnir við að trú/ofa hana hinum og
þessum. Þó tókst henni að koma
heimspressunniá óvart, þegarhún
ti/kynnti trú/ofun sína og hins 36 ára
gamia Philippe Junot á síðast-
iiðnu sumri.
Á nítjánda afmælisdegi sínum
lofaði Caroline prinsessa í Monaco
móður sinni að giftast ekki næstu
tvö árin. Þetta var í fyrra, og
Caroline virðist rétt ætla að standa
við loforð sitt. Hún er nú sem
kunnugt er trúlofuð, og þótt
trúlofun hennar hafi verið kunn-
gjörð opinberlega í furstadæminu,
mun brúðkaupið ekki fara fram
fyrr en árið 1978, er Caroline
verður 21 árs.
Ummusti Caroline, Philippe
Junot er 36 ára og er fjármála-
ráðgjafi að atvinnu. Faðir hans,
Michael Junot, er borgarfulltrúi í
París og jafnframt sáttasemjari
Parísarborgar. Sjálfur á Philippe
enga stjórnmáladrauma — að
minnsta kosti lætur hann þá ekki
uppi — og það er ekki í framavon,
sem hann hyggst verða tengda-
sonur þjóðhöfðingja minnsta ríkis
Evrópu, heldur í hamingjuvon.
Þegar Philippe Junot hafði lokið
laganámi í Frakklandi, stundaði
hann framhaldsnám við Financial
Institute í New York. Hann var um
skeið víxlari í Wall Street í New
York, en nú vinnur hann jöfnum
höndum í New York, Montréal og
París og er á stöðugum þeytingi á
milli þessara staða.
í frístundunum er Philippe
sagður einkar lífsglaður náungi.
Hann er mjög áhugasamur um
íþróttir, leikur tennis, er góður
skíðamaður, og síðustu 5 árin
hefur hann stundað box. Uppá-
haldsíþróttin hans er þó fótbolti,
sem hann leikur með hópi vina
sinna — og þar er hann fyrirliöi.
Hann er einnig mikill fagurkeri —
eins og Caroline — og er sérlega
áhugasamur um myndlist og
listdans.
Það var á myndlistarsýningu I
París síðla árs 1974, sem Caroline
og Philippe hittust fyrst. Nokkrum
14VIKAN 41. TBL.