Vikan


Vikan - 13.10.1977, Side 19

Vikan - 13.10.1977, Side 19
rigsins 15. HLUTI þess að vera aðalvitni verjanda uppruna. Þá vitum við líka, Beasley, að hann hefur verið í Sing Sing um leið og Arthur Bonner.” „Hvar er hann núna?” „Bak við loku og lás. Það er einunjps beðið eftir fingraförum hans frá Washington. Strax þegar þau hafa borist, verður hægt að búa til málið.” „Oghvarer „söguhetjan” okkar? „Hún er í gæsluvarðhaldi, að ég held! Ég ætla einmitt að fara að gá að því, hvað þeir hafa gert við hana. .En svo langar mig til þess að koma með „söguna” af skipsbrunanum. Það er „efni” í lagi. Það var þjónninn, skilurðu — ” „Haltu þér saman,” öskraði Beasley. „Þú setur fyrirtækið á hausinn með þessari munnræpu. Sendu hundrað orð um brunann og svo ekki einu atkvæði meira!” „Já, en Beasley — þetta er alveg dásamlegt efni. Auk þess stend ég í þakkarskuld við veslings þjóninn. Hann bjargaði lífi minu. Þótt ég þurfi að nota bréfdúfur, skal ég senda „söguna.” „Vertu sæll,” öskraði Beasley og skellti heyrnartólinu á. Larkin lagði símann glottandi frá sér. Þegar hann kom aftur inn í herbergi sitt, sat Dorothy Bonner við skrifborðið með krosslagða fætur og rjúkandi vindling og var að blaða í afritunum af sinni eigin „sögu.” „Góðan daginn, elskan,” sagði hún. „Ég er komin. út aftur.” „Ég sé það. Hvernig fórstu að því?” „Gegn tryggingu. Ég sagði málaflutningsmanninum, að ég yrði að komast út til þess að kyssa þig.” „Er það eina ástæðan?” spurði Larkin. „Nei, ég ætlaði lika að fá þig til mins.” „Það er nú til litils, held ég. Hvað á ég að segja úr því að þú reifst eftirritin í tætlur fyrir augunum á mér?” „Það eru til önnur eftirrit,” svaraði Dorothy um hæl. „Og þú hefur þau. Ég heyrði, þegar þú sagði Beasley frá því. Hvar eru þau?” „í skjalatösku minni.” „Af hverju eru þau þar?” „Það hlýtur að hafa verið Sato, þjónninn, sem hefur látið þau þar. Hann var líka eitthvað að tala um það. Guð má vita, hvernig hann hefur komist yfir þau — hann hlýtur að hafa náð í þau frá Frayle. Vanadium-samningurinn þinn var annars þarna í möppunni hjá eftir- ritunum.” „Þú segir ekki!” hrópaði Dor- othy. „Veslings Rodriguez!” „Hvað um hann?” „Hann situr líka í gæsluvarð- haldi. Þar sem ég hafði ekki skjöl þau, sem ég bað Frayle að gæta, var ég hálfhrædd um, að Rodriguez mundi ganga á bak orða sinna, þégar á land kæmi og hann mundi laumast undan, áður en samningur- inri við „Eagle”-fyrirtækið væri gerður. Þess vegna lét ég setja hann í gæsluvarðhald til þess að bera vitni í máli mínu. „Skynsamur kvenmaður!” sagði Larkin hrifinn. „Já, ég sé, að ég er það,” sagði Dorothy og handfjatlaði blöðin á borðinu. „Að minnsta kosti er ég ekkert smáræði í þinni útgáfu, því að þar er ég eins konar sambland af Jeanne d’Arc, Gretu Garbo, Mata Hari og hertogafrúnni af Windsor. Mér þykir bara verst, að það skuli ekki allt vera satt, ef til vill hef ég tekið hliðarstökk, sem —” „Dorothy — mér þykir mjög fyrir því, að ég skuli hafa skrifað alla þessa vitleysu,” sagði Larkin, angurvært. „Rífðuþað í tætlur. Ég skal segja upp stöðunni og verða heiðarlegur maður!” „Jæja, þetta er ekki sem verst,” svaraði Dorothy. „Þú verður víst að senda það, en mig langar til þess að bæta dálitlu við...” Hún setti síðasta blaðið i ritvélina og pikkaði hægt með tveim fingrum: „Þegar málaferlun- um er lokið og búið verður að sýkna hana af þeim ákærum, sem á hana eru bornar, hyggst hún hætta við ferð sína til Japan og” — hún leit hugsandi á Larkin, en hélt siðan áfram: „ætlar að giftast unnusta sínum, herra Glen Larkin blaða- manni. Herra Larkin lét þess eitt sinn getið, að hann væri viss um að hún mundi játast honum; jafnskjótt og hann bæði hennar, en — ” „Réttu mér þetta!” sagði Larkin og reif örkina úr vélinni, setti nýja í og byrjaði að hamra, þar sem hann stóð bak við Dorothy: „Sevsean- news Francisco. Framhald á sögu kvennjósnarans — ” „Hví gerir þú þetta?” spurði Dorothy undrandi. „Þetta verður að senda útaf fyriri sig, svaraði Larkin og hélt áfram að hamra á vélina. „Það þýðir það, sem sagt, að þú hefur sent þann hlutann, sem þú varst að bjóðast til að rífa í tætlur!” „Nú, úr því að þú kveður upp úr með það sjálf, er ekki hægt annað en segja já.” „Illfyglið þitt!” sagði Dorothy. „Vesæla, samviskulausa og and- styggilega kvikindi! Ég elska þig.” Larkin gat ekki með nokkru móti skrifað meira, því að Dorothy hafði slöngvað báðum handleggjum um háls honum og dregið höfuð hans að sínu — og varir þeirra snertust.. e n d i r Þegar hann kom inn aftur sat Dorothy Bonner við skrifborðið með krosslagða fætur og rjúkandi vindling og var að blaða í afritunum af sinni eigin ,,sögu.” er sjampó sem eyðir flösu í raun og veru. íslenskar leiðbeiningar á flöskunni. Crisan flösusjampó fæst í apótekum, snyrtivöruverslunum og flestum matvöru- verslunum. HALLDÓR JÓNSSON HF. Dugguvogi 8 41.TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.