Vikan - 13.10.1977, Page 22
nauðsynlegt að sjá mig. Það vakti
mér undrun. Nú skil ég, hve satt það
er. Þú ert eetíð hér. Ég sé þig alls
staðar, þú ert með mér i öllu, jafnvel
hinu smœsta og hversdagsleg-
asta....”
Von Liszts óx:
,, Það greiðist úr skýjunum, þau
hverfa.... Ég les aftur og aftur
síðustuorðþín. Ég trúi aftur álifið, á
þig, á guð... 0, hve síðasti kossinn
þinn brennur enn heitt á vörum
mínum”.
Hann vildi, að Marie væri alveg
viss um sig sjálfa, ef hún veldi að
halda sambandi þeirra áfram.
„Marie! Sá dagur, þegar þú af
heilum huga og hjarta getur sagt:
Franz, við skulum um aldur og ævi
gleyma og fyrirgefa allt hið
ófullkomnu í fortiðinni, við skulum
vera hvort öðru allt. Þann dag (megi
hann brátt koma) munum við vera
langt frá öllum, iifa alein, elskast og
deyja!”
Gegnum Liszt hafði Marie kynnst
rithöfundinum George Sand. Hún
drakk isigbækur hennar, sem réðust
gegn hinum hefðbundna hjúskap og
hélt fram rétti frjálsra ásta. Það var
einsogorðunumværi beint til Marie.
Eftir margra vikna kvalræði og
efasemdir tók hún ákvörðun sína.
Hún ætlaði að yfirgefa eiginmann og
börn. Héðan í frá ætlaði hún að Ufa
opinberlega með þeim manni, sem
hún elskaði. Það var réttara að slíta
hjónabandinu en að lifa tvöföldu lífi
og tapa sjálfsvirðingunni.
Marie skrifaði Liszt og sagði
honum frá ákvörðun sinni. Þeim kom
saman um, að hann færi einn tU Sviss
og hún kæmi á eftir honum.
Kvöld eitt hélt hún veislu fyrir alla
vinina í Paris. Gestirnir voru sam-
mála um, að svona stórkostlegri
veislu og fullkominni húsmóður
hefðu þeir ekki lengi átt að fagna.
Engan grunaði, að þetta væri
Greifynjan og
Frans Liszt
kveðjuveisla hinnar heiðvirðu
d’Agoult.
Um miðnætti læddist hún óséð frá
gestunum, skipti á veisluklæðunum
og fór i dragt, yfirgaf húsið og steig
innívagn.sembeið fyrir utan. Ferðin
til Sviss var hafin.
í París olli flótti Marie d’Agoult
miklu uppnámi og var samræðuefni
manna á meðal lengi á eftir.
Ötrúlegastiorðrómurkomst á kreik.
Vinsælust var sú tilgáta, að Liszt
hefði flutt greifynjuna burtu með
valdi. Þegsu- það svo vitnaðist, að
Marie hefði af fúsum og frjálsum vilj a
yfirgefið mann sinn tikað lifa í synd,
voru menn afar ásakandi. Það var allt
í lagi að eiga sér elskhuga, en að
eyðileggja hjónaband og lifa opin-
berlega i synd var forkastanlegt —
slíkt hæfði ekki — síst af öllu
aðalskonu!
I tvo mánuði ferðuðust Liszt og
Marie um Sviss. Þau bjuggu í
smábæjum, þar sem enginn kann-
aðist við þau. Þau gátu lifað ótrufluð
ognotiðástarsinnar. Enpeningamir
þurrn, ogþauurðu að leigja sér hús i
útjaðriGenf, ogLiszt tók nemendur í
tíma. Marie óttaðist sífellt að hitta
kunnuga. Hún vissi mæta vel, hvað
þeir hugsuðu um hana. En senn
myndi fólk fá sönnun fyrirþví, að það
var einstök ást, sem hafði fengið
hana til að gleyma skyldum sínum.
Liszt yrði ennþá meiri listamaður og
það yrði ást hennar til hans að þakka.
Liszt og Marie urðu að lifa spart.
Það kvaldi Liszt, að Marie, sem var
vön alsnægtum, væri neydd til að
snúa hverjum eyri. Til að afla tekna
fórhannílangarhljómleikaferðir. En
vikumar án hennar vom erfiðar:
, ,Ó, ég geri ekki annað en að hugsa
um þig. Kæra blóm, því hefi ég
yfirgefið þig? Þvi miður hefur þú látið
mig fara? ó, við erum svo skynsöm!
Ef þú nærir minnstu von um að hitta
mig, þá láttu hana rætast! Þú munt
finnamig — mjög einmana, svo afar
einmana!”
Marie heimsótti hann, og þau
eyddu nokkmm hamingjuríkum
dögum saman. Þegar hún var aftur
heima í Genf, skrifaði hún:
„Kærióviðjafnanlegi....Loftiðer
hreint, himinninn fagur, jörðin ung,
hjartamittfulltafþrá... ogmyndþin
alls staðar, skiroggeislandi... Veistu
hvers ég minnist best úr siðasta
samtali okkar? Þú sagðir: Lifið með
þérersvofagurtogljúft.... Orðin em
tónlist, sem fylgir mér hverja stund,
hverja minútu...
1835 ól Marie dóttur. Liszt var
afar hamingjusamur. Til að Marie
gæti náð sér vel eftir fæðinguna,
ferðuðust þau undir dulnefni til
Chamonix. George Sand var með í
förinni og tveir aðrir vinir. Liszt
skrifaði í gestabókina: „Tónlistar-
heimspekingur, fæddur í Pamasse,
kem frá Efanum á leiðitil Sannleikans. ’ ’
Uppi í fjöllunum vom vinimir
fimm lausir úr viðjum vanans. Þau
skemmtu sér hömlulaust og sném
upp og niður öllu á hótelinu. Gest-
gjafinn og hinir gestimir vom
hræddir og hneykslaðir. Þeir héldu,
að Liszt og félagar væm þorparar,
sem fæm um til að ræna og skelfa
fólk. Síðar skrifaði George Sand, að
gestgjafinn hefði talið silfurskeið-
arnar sínaroft á dag og ensku frúmar
hefðu læðst framhjá dymm þeirra og
vemdað sína nánustu af hræðslu við
að verða fyrir árásum.
1837 fæddist þeim önnur dóttir.
Skömmu síðar fór Liszt til Vínar til að
halda hljómleika. Upphaflega var
ráðgert, að hann yrði átta daga að
heiman. Dagarnir urðu að vikum, og
hann kom ekki. Marie var veik af þrá
og örvæntingu. Með biturleika i
hjarta fann hún, að samband þeirra
varbreytt. Liszt átti auðveldara með
að vera án hennar. Hún var honum
ekki allt lengur. Hann skrifaði henni,
að áheyrendur krefðust tíma hans og
athygli. Hvað með hana? Meðan
haníi var tignaður sem guð, varð hún
að bíða í einsemd.
Marie var óánægð og vonsvikin.
En þegar Liszt snéri heim að mánuði
liðnum, gleymdi húnöllu angri. Hún
varhamingjusöm — þangað til hann
fór af stað í nýja hljómleikaferð. Og
það gerðist nú æ oftar. Þegar hann
útskýrði það fyrir henni, að hann
mætti ekki svíkja áheyrendur sína,
ásakaði hún hann og sagði að hann
væri að svíkja hana! Draumur Marie
um frægð hans og frama sem
stórbrotins listamanns var upp-
fylltur. En hún hafði ekki tekið það
með í reikninginn, að það fól í sér, að
hann hafði minni tíma til að gefa
henni. Það stoðaði lítið, þó að hann
reyndi að sannfæra hana um, að ást
hansværijafnheitogfyrr. Liszt varð
vonsvikinn — og ergilegur — yfir
tortryggni Marie.
, ,Ég elska þig innilega — en ég get
ekki sýnt það eins og þú óskar. Hvers
vegna krefst þú þess, að ég fómi sál
minni fyrir þig og búi ástina í fögur
orð?
Eftir að Marie og Liszt eignuðust
sittþriðjabarn — son — flutti hún og
bömin til Parisar. Liszt ól þá von í
brjósti, að henni fyndist hún ekki
eins einmanaþar. Fjölskylda hennar
hafði veitt henni fyrirgefningu, og
auk þess vom margir vina þeirra
búsettir í París. Þeir mundu annast
hana.
Marie gat nú ekki lengur kvartað
yfir einmanaleika. En nú sakaði hún
hann um að vera sér ótrú. Hann var
alltaf umsetinn fögmm konum, og
það fór ekki hjá því, að mikið var
slúðraðum hann. Marie trúði hverju
orði, reifst og krafðist nákvæmra
skýringa. Hann varð að gefa skýrslu
um allt, sem hann sagði, gerði og
hugsaði. Ástandið varð æ meira
óþolandi fyrir Liszt. Hann aðvaraði
hana:
„Þörfin fyrir að ráða, jafnvel
undiroka, er það ekki einn af mest
áberandi eiginleikum þínum?
I sex ár hafði Liszt verið Marie
trúr. Ef til vill ráku stöðugar
ásakanir hennar hann til að vera
henni ótrúr. Að minnsta kosti hafði
Marie ástæðu til afbrýðisemi frá
árinu 1840. Liszt dáði fjölmargar
konur. Nú höfðu þau fjarlægst svo
mikið, að Marie fullyrti:
”Eitt sinn kostaði slúðrið mig
bitur tár. En nú?! Ætti ég að vera
glöð yfir því, eða örvingluð?”
Hljómleikahald Liszt var nú orðið
svo umfangsmikið, að hann var
aðeins með Marie og bömunum
sumarmánuðina þrjá ár hvert. Þau
eyddu alltaf fríinu á eyjunni
Nommenverth í Rín. Sumarið 1844
varþeirra síðasta saman. Ástæðuna
fyrir endanlegum aðskilnaði þeirra er
ekki vitað um. En Marie var full af
hefndarhug, þegar hún snéri til
Parísar. Undir dulnefninu Daniel
Stem gaf hún út skáldsöguna
„Nélida”. Þar er sagt frá ástarsam-
bandi, þarsem manninumerlýst sem
ómerkilegri persónu.
öllum var ljóst, að Marie skrifaði
um sig og Liszt. Bókin vakti
eftirtekt, en fékk slæma dóma. Um
leið og hún sverti Liszt í „Nélida”,
skrifaði hún í dagbókina:
„Ég elska hann miklu meira en ég
voga að viðurkenna fyrir sjálfri mér.
Þetta er eilíf ást. Fólk heldur að ég sé
hætt að elska hann. Það er mikill
misskilningur! Hann verður alltaf sá
eini sanni....alltaf!”
22 VIKAN 41. TBL.