Vikan - 13.10.1977, Page 43
Genoa í síöustu viku í vitna
viðurvist,” sagði hún við lækninn.
„Lestu þetta.”
„Viltu gjöra svo vel að lesa þetta
upphátt, Cesare,” sagði markgreif-
inn.
. Tessaro ræskti sig. „Játning
Filomenu Malaspinu, síðar þekkt
sem Tebaldi: Þegar ég var ung
stúlka, vann ég við þjónustustörf í
kastalanum í Eoccaleone. Ég varð
ástfangin af eldri syni markgreifans
Oreste Malaspina. Lengi vel reyndi
hann að fá mig sem lagskonu sína,
en ég neitaði.
Þá bað hann mig að hlaupast á
brott með sér. Við vissum bæði að
fjölskylda hans myndi aldrei sam-
þykkja giftingu okkar, svo ég
samþykkti að hlaupast á brott með
honum. Þetta gerðum við. Við
flúðum til Róm og þar giftum við
okkur. Frá Róm fórum við til
Naples, þar sem við stofnuðum
heimili.
Ég var ákaflega hamingjusöm, en
að nokkrum vikum liðnum gerðist
Oreste mjög þver og stifur. Hann
ók bara í burtu og kom oft ekki
heim í nokkra daga. Ég reyndi að
álasa honum ekki, en venjulega
endaði þetta samt með rifrildi. Svo
komst ég að því, að ég átti von á
barni. Ég vonaði að þessi tíðindi
yrðu til þess að eiginmaður minn
róaðist. En í þess stað varð hann
æfareiður. Hann sór að hann myndi
strax fara og aldrei koma aftur.
Þegar ég minnti hann á, að við
værum gift, sagði hann mér að
athöfnin hefði verið fölsuð, sett á
svið af vinum hans. Það hefði verið
leikið á mig, saklausa sveitastúlk-
una. Hann skellti á eftir sér og ók á
burtu. Klukkutima seinna kom
lögreglan. Oreste hafði lent í slysi
og lá meðvitundarlaus á spítala.”
„Hún hringdi til min,” sagði
markgreifinn annarlegri röddu.
Hún var góð stúlka og það fyrsta,
sem hún hugsaði um, var fjölskylda
Oreste. Við fórum til Naples,
Vittorio og ég. Oreste komst aldrei
til meðvitundar. Hann lá þarna í
fjóra mánuði, áður en yfir lauk.
Haltu áfram, Cesare.”
„Þegar markgreifinn kom sagði
ég honum ekki frá þessari fölsuðu
giftingarathöfn. Ég skammaðist
mín svo. Ég vissi að allir heima
myndu hlæja að mér, fyrir að vera
svo einföld, að halda að einhver af
Malaspinaættinni myndi giftast
sveitastúlku. Oreste hafði bara
viljað likama minn, og aðeins
stuttan tíma. Svo ég sagði ekkert
við markgreifann annað en að ég
gengi með barn Oreste.
Beppo Tebaldi vann um þetta
leyti á bílaverkstæði í Naples. Hann
var fús að giftast mér. Markgreifinn
var mjög örlátur við okkur. Við
vorum áfram í Naples, þangað til
°í SKUGGA
%/ÓNSINS
Oreste dó, þó fórum við til
Roccaleone.
öll þessi ár, hefur aldrei annað
hvarflað að mér, en að Oreste hafi
leikið illilega á mig. Þangað til fyrir
þrem vikum.
Ég var í stuttu leyfi hjá Matteo í
Róm. Dag nokkum, þegar ég var
úti að ganga, ávarpaði gamall
prestur mig. Hann sagði, að ég
hefði breyst lítið síðan ó brúð-
kaupsdaginn, og þá þekkti ég aftur
prestinn, sem hafði gefið okkur
saman. Þá fyrst komst ég að því, að
hann var fullgildur prestur og að
athöfnin hefði verið í alla staði
lögleg, eins og ég hafði fyrst
haldið....”
Tessaro þagnaði. „Ja, héma,”
hrópaði hann upp yfir sig.
„Hérna er ég með yfirlýsingu frá
prestinum,” sagði Carla, „og hér er
líka giftingarvottorðið. Filomena
fékk þetta hvort tveggja í Róm,
áður en hún fór þaðan. Sennilega
hefur Oreste ætlað að segja henni,
að hann hafi bara skrökvað þessu að
henni til þess að særa hana, þegar
hann kæmi úr ökuferðinni, en hann
kom auðvitað aldrei aftur.
Þegar Filomena kom til mín, var
hún í mjög erfiðri aðstöðu. Hún
giftist Beppo, áður en Oreste dó,
svo sú gifting var ólögleg. Hún varð
að ákveða, hvort hún vildi halda
áfram að búa með honum. Þau
hefðu þá orðið að giftast aftur.”
Framhald í næsta blaði.
!||||#|lll
t
viKuseljabílinn?
Þá auglýstu hann hér í smáauglýsingum Dag-
blaðsins og fáðu öll nauðsynleg eyðublöð
(þ.á.m. afsalseyðublað) ókeypis i afgreiðslu Dag-
blaðsins að Þverholti 2.
Þar færð þú einnig skriflegar leiðbeiningar
um hvers gæta þarf við frágang sölugagná.
Þverholti 2 sími 2 70 22 J
Smáauglýsingar
WMBimm
Bílaviðskipti
i
41.TBL. VIKAN43