Vikan


Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 8

Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 8
HINN FURÐULEGI EDGAR CAYCE En árið 1931 var nýjum félagsskap komið á fót í þessu skyni. Einkum stóðu að því menn sem heima áttu á Virginia Beach og í nálægum héruðum. í þessu sambandi þurftu Cayce-hjónin að fara til New York, og þótt ótrúlegt megi virðast voru þau tekin þar höndum! Þau voru ákærð fyrir að spá fyrir fólki. Tildrög þess voru þau að tvær lögreglukonur, klæddar venjulegum borgaralegum fötum, höfðu komið til Edgars þar sem hann bjó á hóteli ogþrábáðu um hjálp. Hann hélt fund fyrir þær. Þessu máli var vitanlega þegar vísað frá dómi af dómara sem meira hafði til að bera af almennu velsæmi en ofsækjendur Edgars. Það mikilvægasta sem ávannst með sjúkrahússtofnun Edgars Cayces eru vafalaust hinar vandlega spjaldskráðu skýrslur af fundum þeim, sem hann hélt árum saman og árangri þeim sem lækningarnar höfðu í för með sér. í skýrslum þessum er getið margra tilfella, þar sem Cayce í dái fór afturábak í tíma gegnum lif fólks sem hann hafði hvorki heyrt né séð og gat þá atriða úr lífi þess, sem hann taldi að áhrif hefðu haft á heilsuna. Þar gat hann nafna, staða og tíma og í ýmsum tilfellum atvika sem talin voru svo þýðingarlítil þegar þau gerðust, að þeir sem í hlut áttu voru búnir að gleyma þeim. — Ég tek aftur allar illkvittnislegu athugasemdirnar um rakspírann, sem þú gafst mér í afmælisgjöf síðast. Skýrslur þessar eru vafalaust eftirtektar- verðustu skriflegu sönnunargögn í heiminum um skyggni, sem nokkurs staðar hefur verið safnað á einn stað. Skal hér getið um eitt slíkt tilfelli. Þetta fjallar um lyf sem Cayce krafðist að notað væri, en enginn kannaðist við. Kallaði hann það reykolíu. Sjúklingurinn sem bjó í Louisville gat hvergi fengið lyf með þessu nafni. Cayce fór þá aftur í leiðslu og skýrði frá því í hvaða lyfjabúð þetta fengist. En hann fékk innan skamms símskeyti um það, að búðin hefði ekki þetta lyf. Aftur fór Cayce í leiðslu. Nú sagði hann sjúklingnum að biðja afgreiðslu- manninn að gá að því á bak við önnur lyf á vissri hillu í búðinni. Það var gert og þar fundust þrjú glös af reykolíu og voru miðarnir á þeim orðnir gulir af elli. En lyfið hafði tilætluð áhrif. Cayce-hjónin bjuggu nú áfram á Virginia Beach við kröpp kjör. Þau voru farin að láta á sjá fyrir aldurs sakir og ef til vill ekki síður sökum hinnar sterku andstöðu og andúðar, sem þau áttu að mæta frá læknum. En þau veittui börnum sínum gott uppeldi og báru sig vel þrátt fyrir allt, sannfærð um það, að þau hefðu varið hæfileikum Edgars vel. Eins og mörgum öðrum fyrr og síðar var trúin þeim styrkur i örðugleikum og andstreymi lifsins. Edgar Cayce lést í stríðslok 1945, sextíu og sjö ára gamall. Hann var þá orðinn útslitinn og örþreyttur eftir margra ára óþreytandi mannúðarstörf fyrir meðbræð- ur sína. Hvað hann gerði og hvernig má lesa í skýrslum hans í stofnuninni á Virginia Beach í Virginia-fylki í Bandaríkjunum. Með aðstoð hans hafa rúmlega tólf þúsund manns náð aftur fullri heilsu með því að fara að þeim ráðum sem hann lagði til og í ýmsum tilfellum var um að ræða sjúkdóma sem taldir voru ólæknandi með venju- legum aðferðum læknavísindanna og sjúklingar því sviptir allri batavon. Þrátt fyrir þetta stórmerka skýrslusafn Edgars Cayces sem allir eiga aðgang að til rannsókna hafa hin hefðbundnu lækna- vísindi ekki gefið því minnsta gaum. Eftir að hafa hlegið að Cayce lifandi, láta þessir lærðu menn eins og hann hafi aldrei verið til, að honum látnum. Hinar heimspekilegu hliðar á lífi og starfi Edgars Cayces eru ræddar í ágætri bók eftir Ginu Carminara, amprískan sálfræðing. Bókin heitir á ensku Many Mansions, en hlaut í íslenskri þýðingu minni nafnið Svo sem maöurinn sáir. Af öðrum bókum sem út hafa komið á íslensku um Cayce má nefna Edgar Cayce — undralœknirinn og sjáandinn eftir Elsie Sechrist og Jesús Kristur í dálestrum Edgars Cayces eftir Jeffrey Furst. Endir OLIKI HE Úti er dynjandi slagviðri. Við hristum vetrarkrapann af gegnvotum skófatnaði í anddyrinu, áður en við göngum inn í hlýlega stofuna á Hagamel 28. Þarna er margt fágætra muna hvaðanæva úr heiminum, og okkur verður starsýnt á málverkin, sem þekja veggina. Mörg sýna greinileg áhrif frá framandi umhverfi, enda máluð af húsmóðurinni, frú Öldu Snæhólm, sem bjó á fjarlægum slóðum í fjölda ára, þar á meðal Tyrklandi og Perú. Tilgangurinn með heimsókn okkar er einmitt sá að fá hana til að segja okkur ofurlítið frá lífi sínu þar. Alda stundaði nám í málaralist við listaskóla í Róm og Líma, höfuðborg Perú, og hefur haldið sýningar á verkum sínum bæði hér heima og erlendis. Hún var gift Hermanni Einarssyni, fiskifræðingi, sem lést í bílslysi í Aden, á jóladag fyrir 12 árum. Árið 1958 bauðst manninum minum staða í Tyrklandi á vegum FAO, en það er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem veitir aðstoð við þróunarlöndin. Þetta gerðist á hafrannsóknarráðstefnu í Kaupmanna- höfn, og við höfðum tæpan mánuð til undirbúnings. Við fórum siðan heim til að ganga frá málum okkar, leigja húsið og senda nauðsynlegasta húsbúnað, rúmföt og hlýjustu fötin okkar af stað til Tyrklands, Höfnin f Istanbul. 8 Vikan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.