Vikan - 14.12.1978, Qupperneq 22
WILLY
BREINHOLST
INI-KRIMMINN
Þýð. Jóhanna Þráinsdóttir.
HARMLEIKUR VIÐ
DJÖFLAGJÁ
Það var alltaf heitt í þessum
hluta Kaliforníu. Þétt hitaslæða
lá yfir öllu og í gegnum hana
sendi sólin brennandi geisla sína.
Bak við fjöllin í austri birtust
óveðursský á himninum. Brúnir
akrar liðu hjá beggja vegna
bílsins, eins og kryppluð ábreiða.
Ralph mókti við stýrið og
fylgdist sljólega með því hvernig
bíllinn sniglaðist áfram á
sjóðheitu malbikinu, framhjá
tilbreytingarlausum röðum af
akasiutrjám.
Hann hafði ekið í sex
klukkustundir og aðeins einu
sinni numið staðar við
bensínstöð til að fá sér vatn.
Hann notaði það til að skola
niður pillunum sínum. Hann
hafði drukkið stift kvöldið áður.
Annars var hann ekki vanur því
að drekka of mikið. Ástæðan
fyrir þessari drykkju var konan
hans, hún Prímúla. Hann hafði
lent í deilum við hana eins og
venjulega.
Hún hafði hrjáð hann í 17
löng ár. Og nú voru þau í
sumarleyfi. Ætluðu að ferðast
um Kaliforníu. Hann sat undir
stýri frá morgni til kvölds,
meðan Prímúla naut lífsins í
hjólhýsinu með hauga af tísku-
blöðum og konfektöskju.
Konfekt og tískublöð var það
eina, sem hún hafði áhuga á.
Ekkert annað. Hann hataði
hana, hafði alltaf hatað hana.
Hún hafði eyðilagt líf hans. Hún
var sínöldrandi og talaði aldrei
öðruvísi við hann en í þessum
lítilsvirðandi skipunartón sem
hann þoldi ekki. En hann þorði
ekki að gera uppreisn. Hún
hafði hann alveg í vasanum,
hann var ekki annað en
litiifjörlegur, kúgaður eigin-
maður, sem hlýddi öllum hennar
duttlungum.
Það tók að rigna.
Regndroparnir buldu á hliðar-
speglinum. Það fór hrollur um
Ralph í opnum bílnum. Hann
jók hraðann dálítið. Ætti hann
að aka út fyrir veginn, nema
staðar og leita skjóls undan
regninu í hjólhýsinu hjá
Prímúlu? Nei, þá var betra að
verða gegnvotur.
Þrumurnar létu ekki á sér
standa og það glampaði á
eldingarnar í skýjaþykkninu.
Þrumuhvinurinn í fjöllunum
minnti á garnagaul í galtómum
maga.
Ralph varð aftur hugsað til
Prímúlu. Hún hafði ofsótt hann
í 17 löng ár. Hann gat ekki
hugsað sér að líða svona i 17 ár í
viðbót. Hann gældi um stund
við eftirlætishugarfóstrið sitt.
Prímúla átti það til að ganga í
svefni. Ef hún sofnaði nú
einhvern daginn þarna í
hjólhýsinu, opnaði dyrnar í
svefni og stigi beint út í
tómarúmið . . . meðan billinn
þyti áfram á fullri ferð? Hann
var 52 ára gamall. Hans biðu
enn ýmis tækifæri í lífinu, ef
hún...
Hann jók enn hraðann. Svo
snerist honum hugur og hann
hægði aftur á bílnum. Nei, það
var ekki rétt af honum að hugsa
svona. Honum var nær að
horfast í augu við þá staðreynd
að hann mundi aldrei losna við
hana. En þvílíkt hundalíf!
Það dimmdi og nú rigndi ekki
lengur. Ralph kveikti sér í
vindlingi. Enn mátti greina
eldingar yst í sjóndeildar-
hringnum. Loftið var þrungið
ilmi frá appelsínulundunum.
Ralph ók áfram í klukkustund.
Skyndilega kviknaði á litla,
rauða ljósinu í mælaborðinu, en
það þýddi að Prímúla hafði
þrýst á hnappinn í hjólhýsinu og
vildi tala við hann. Hann lagði
bílnum við vegbrúnina. Svo
steig hann út úr honum og
opnaði dyrnar á stóra,
hvítlakkaða hjólhýsinu.
„Hvað viltu mér, vina mín,”
spurði hann kvíðinn.
„Hvað er langt til Pine City?”
Um þaðbil 100 mílur.”
„Hvar erum við núna?”
„Við Djöflagjá.”
„Ég nenni ekki að halda
lengra i dag. Við náttum hér, og
þú getur keypt mat á
einhverjum veitingastaðnum við
þjóðveginn.”
„Ég verð þá að leggja bílnum
á betri stað.”
Ralph ók betur út af veginum.
Svo steig hann aftur út úr
bílnum og spennti hjólhýsið frá
honum. Prímúla kallaði til hans
og hann gekk að dyrunum.
„Þetta er ómögulegur staður,”
sagði hún gröm. „Sérðu ekki að
hjólhýsið hallast? Ég bað ekki
um að þú ækir okkur út i skurð.
Ég sagði þér bara að aka svolítið
betur út af veginum. Eru þessar
fáu heilasellur sem þú átt eftir í
22 Vikan 50. tbl.