Vikan


Vikan - 14.12.1978, Síða 23

Vikan - 14.12.1978, Síða 23
kollinum kannski hættar að starfa? Aktu svo sem tuttugu metra áfram og stoppaðu þar, þ.e.a.s. ef þar er nægilega slétt fyrir hjólhýsið. Skilurðu mig?” Ralph kinkaði kolli, sektar- legur á svip. Svo ók hann tuttugu metra áfram. Hann gekk úr skugga um að hjólhýsið stæði á jafnsléttu og það væri ekki í vegi fyrir annarri umferð. Svo gekk hann enn einu sinni að dyrunum. „Viltu vera hérna,” spurði hann auðmjúkur. „Já,” svaraði Prímúla, stutt í spuna. „Ertu viss um að þú viljir ekki að ég aki lengra...” „Enga ósvífni. Við verðum hér. Svo ættirðu að hunskast af stað eftir mat. Og flýttu þér! Lokaðu dyrunum, ég kæri mig ekkert um dragsúg.” Ralph lokaði dyrunum. Svo spennti hann hjólhýsið frá bílnum, settist undir stýri og ók að næsta veitingastað. Klukkustundu síðar var hann orðinn ekkjumaður. Hann hafði skilið hjólhýsið eftir á ómerktum mótum tveggja járnbrautaspora. — Síðast þegar ég bað um launahækkun, þá sagðirðu, að ég yrði að bíða eftir hentugum tíma, herra. 50. tbl. Vlkan 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.