Vikan - 14.12.1978, Síða 34
Margir gefa skíðafatnað í jólagjöf
Vandinn að
skíðafatnað
velja
Sú tíð er löngu liðin, að skíðafólk láti sér til
lengdar nægja venjulegar buxur og úlpu af
einhverju tagi til skíðaiðkana. Þeir sem á annað
borð ánetjast skíðaíþróttinni komast fljótt að
raun um, að það borgar sig að klæðast hlýjum,
vatnsheldum fatnaði, sem gott er að hreyfa sig í,
og þá er ekkert betra en sérhannaður skíða-
fatnaður. Góður skíðabúningur er ekkert pjatt,
eins og sumir vilja halda fram, hann er
nauðsynlegur. Eins og skíðaíþróttin er orðin
útbreidd og vinsæl hérlendis er ekki vafamál, að
skíðafatnaður verður jólagjöf margra í ár. Eftir-
farandi ráðleggingar koma vonandi einhverjum að
gagni.
Vitaskuld er alltaf öruggast að
velja sinn eigin fatnað sjálfur, en
flestir ættu þó að geta keypt
fatnað á sína nánustu
vandræðalaust. Fullvissið ykkur
þó um, að hægt sé að skipta, ef
fatnaðurinn passar ekki.
Stakan fatnað eða
samstæðan
Sumir, einkum þeir sem
aðeins bregða sér öðru hverju á
skíði, kynnu að vilja heldur
stakan fatnað en samstæðan. Þá
nýtist jakkinn betur, hægt að
hafa hann til daglegs brúks.
Fyrir einu eða tveimur árum
voru reyndar skíðajakkar í tísku
meðal unglinga sem daglegur
hlífðarfatnaður, en nú virðist
hafa dregið úr því. Nú eru þeir
meira í alls konar stungnum
jökkum, sem einnig geta verið
ágætir í skíðaferðina, og er
talsvert úrval af slíkum jökkum
á markaðinum. Sem betur fer
sjást nú minna mittisjakkar, því
þeir eru ekki nógu hentugir í
kuldum. Það þekkja þeir sem
hafa þurft að eyða helmingnum
af skiðaferðinni hangandi í
biðröð við lyftuna, auk þess sem
það er oft ærið kalt á leiðinni
upp.
Hér áður fyrr átti hver maður
stakk (anorakk), og slikur
klæðnaður er enn í fullu gildi.
Stakkarnir veita oftast mjög gott
skjól, ná vel niður fyrir rass og
eru sannarlega brúklegir í fleira
en skiðaferðina. Undir þá er
hægt að klæða sig vel.
Ekki bara vel útlítandi
Hvort sem þið eruð að velja
klæðnað á sjálf ykkur eða aðra,
verðið þið alltaf að hafa í huga,
að fyrst og fremst á fatnaðurinn
að veita skjól og vera þægilegur,
útlitið kemur númer tvö.
Ermarnar verða að falla þétt
að fremst, það er til dæmis
ágætt, ef þær eru með renni-
lásum eða hnöppum eða góðum,
þéttum líningum. Rennilásinn
verður að vera traustur (ekki úr
málmi) með nægilega stórum
enda, sem hanskaklædd hönd
getur gripið um. Best af öllu er,
ef hneppt er yfir rennilásinn.
Á flestum skíðajökkum er
hetta, sem að vísu sést sjaldan í
notkun, en er engu að síður
mikilvæg hlífð, ef skyndilega
brestur á vont veður. Þá er hægt
að toga hana upp og bregða
henni yfir prjónahúfuna, sem
flestir bera.
Loks verða að vera þægilegir
vasar á jakkanum og endilega
lokaðir með rennilásum, annars
fyllast þeir af snjó i einhverri
byltunni eða allt týnist úr þeim.
Háar buxur bestar
Við val á buxum þarf ekki
siður að hugsa um þægindin og
hlýindin en í sambandi við
jakkann. Þær eiga eftir að þola
ýmislegt, óvæntar byltur og
snöggar beygjur áfram og út á
hlið. Aðskornar buxur geta litið
vel út fyrir framan spegilinn í
búðinni, en það er hvorki til
hlýinda né þæginda að klæðast
buxúm, sem skerast upp í
rassinn, og mesti glæsileikinn fer
lika óneitanlega af, ef þær rifna í
tvennt, þegar skíðakempan
beygir sig eða dettur.
Það er heldur ekki gott, að
buxurnar séu of víðar, einkan-
lega í haldið. Ég vil reyndar
sérstaklega mæla með skíða-
buxunum, sem nú eru algeng-
astar og fást bæði stakar og með
jakka, nefnilega axlabanda
buxunum, sem ná yfirleitt upp
undir hendur. Þær eru mjög
hlýjar og hlífa vel einmitt þeim
hlutum líkamans, sem viðkvæm-
astir eru fyrir kulda. Þessar
buxur eru einnig mjög klæði-
legar og þægilegar, svo að við
verðum að vona, að þær verði
sem lengst i tísku.
Vönum skiðamönnum finnst
þeir víst ekki geta hreyft sig
nógu óþvingað í slíkum
klæðnaði, en fyrir flesta skíða-
iðkendur er þetta það besta, ekki
síst ef þeir eiga vanda til að
komast í talsvert nána snertingu
við snjóinn öðru hverju. Það er
ekkert verra en að fá snjóinn inn
á bert holdið og finna hann
bráðna þar og bleyta allt, sem
blotnað getur. Leitið að buxum
með teygjanlegum axlaböndum,
þær eru langþægilegastar.
En hvernig buxur sem þið
veljið, þá þarf sá sem ætlar að
34 Vlkan 50. tbl.