Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 35
,'IK/VN JV
lEYTIENDAMAmOVttl
nota þær að prófa þær rækilega
áður, ganga um í þeim og beygja
sig niður og til hliðar í hnjám
og í mitti. Munið loks að athuga,
hvort fóðrið er ekki tekið saman
neðst til þess að hindra, að
snjórinn komist upp eftir
leggjunum.
í öllum regnbogans
litum
Samfestingar eru minna í
tísku nú en oft áður, og er það
satt að segja ágætt, því að þeir
eru alls ekki eins hentugir eða
þægilegir. Til dæmis getur oft
verið þægilegt að geta afklæðst
jakkanum, en verið áfram í
buxunum, bæði ef sólin vermir í
brekkunum, eða ef sest er inn í
skála til að fá sér snarl eða kasta
mæðinni, að ekki sé minnst á
aðalmálið, hvað konur snertir,
nefnilega þegar þær þurfa að
létta á sér. Það er ekkert grín að
þurfa að fletta niður um sig
öllum gallanum í því skyni.
Með val á efni og litum er
óþarfi að leiðbeina. Skíða-
fatnaður fæst nú í öllum
regnbogans litum, og það er
sannarlega skrautlegt að litast
um í skíðabrekkum á góðum
degi. Þó er rétt að forðast efni,
sem virðast mjög hál, það er
engin þörf á að auka hraðann
hjá þeim óheppna, þegar hann
dettur i glæsilegustu beygjuhni
sinni.
Ýmsir fylgihlutir
Nútíma skíðaklæðnaður er
svo hlýr og góður, að engin
nauðsyn er á miklum klæðnaði
innan undir. Þó er blátt áfram
sjálfsagt, að hver einasti skíða-
iðkandi eigi hlýjan undirfatnað
’ úr ull, ef hann vill ekki láta aftra
sér frá skíðaferðum, hversu kalt
sem kann að vera.
Rúllukragapeysu er einnig
sjálfsagt að eiga, annaðhvort úr
ull eða bómull, endilega ekki úr
nælonefnum. Skíðamenn svitna
oft óþyrmilega, og þeir verða að
vera í fatnaði, sem hleypir
svitanum í gegn, annars slær
fljótt að þeim.
Auðvitað þurfa allir
skíðaiðkendur að eiga höfuðföt
og hanska eða vettlinga, og það
eru einmitt tilvaldar jólagjafir.
Af slíku er mikið úrval í sport-
vöruverslunum, og þótt
viðkomandi eigi kannski húfu
og hanska, þá getið þið verið viss
um, að gjöfin nýtist, því af
þessum aukahlutum er aldrei til
nóg. Þeir týnast auðveldlega, og
það þarf að eiga til skiptanna.
Það er til dæmis mjög mikilvægt
að gæta þess að verða ekki kalt á
höndunum, en hanskar og
vettlingar blotna fljótt, og því er
nauðsynlegt að hafa alltaf með
sér aukapör í skíðaferðina.
Ýmislegt fleira er hægt að
tína til, sokka, snjóstígvél
(svokölluð moonboots), skíða-
gleraugu, töskur undir
skíðadótið og fleira. Þetta síðast-
talda er að mínu mati
bráðnauðsynlegt þeim, sem fara
með rútum upp í skíðalöndin því
það er ómögulegt að vera með
alla þessa fylgihluti lausa, skó og
hanska,húfur og trefla, gleraugu
og áburð, að ógleymdu nestinu,
sem allir verða að hafa með sér,
ef þeir ætla að dveljast daglangt
á fjöllum.
Ég hringdi í nokkrar stærstu
sportvöruverslanirnar til að gefa
lesendum einhverja hugmynd
um verð á skíðavörum.
Samkvæmt þeirri athugun má fá
skíðabúninga á börn og unglinga
á 14-25 þúsund krónur, á dömur
fyrir 28-40 þúsund krónur, og á
herra fyrir 30-48 þúsund krónur.
Mikið er til af alls konar
húfum á allt frá 11 hundruð
krónum, hanskar kosta frá
1850-7.500, lúffur frá kr. 2.550
og skíðagleraugu má fá á 870
kr., en algengasta verðið i
kringum 5.000. Skíðastígvélin
(moonboots) kosta frá 6.400-
11.000 eftir stærðum, og töskur
undir skó og fleira skíðadót má
fá fyrir 2-4.000 krónur.
K.H.
50. tbl. Vikan 35