Vikan


Vikan - 14.12.1978, Side 49

Vikan - 14.12.1978, Side 49
TÝNDA HANDRITIÐ enginn. Stúlkan hlaut að hafa farið út. Harriet fann að hún reiddist, því stúlkan hlaut að hafa skilið hurðina eftir ólæsta, svo að hún kæmist inn aftur — sem þýddi það, að hver sem var gat komist inn. Harriet reyndi að vinna, en umkomulaust andlit Rosamond birtist henni i sifellu. Það gat verið að sambandið milli hjónabandsmiðlunar frú Mander og morðsins væri ekki til nema sem ímyndaöur söguþráður í skáldsögu, en hún efaðist um það. Það var ekki að ástæðulausu, að Benson hafði verið að leita að einhverju, Það sem hann leitaði að, var sönnun einhvers, sem hann þurfti aðeyðileggja. Eftir að hafa hugsað sig um örlitla stund, ákvað hún, að Með tilliti til giftingar væri öruggari hjá póst- þjónustunni heldur en á nokkrum öðrum stað. Hún merkti því umslagið sjálfri sér og sendi það í ibúðina, sem hún hafði deilt með vinstúlku sinni áður en hún flutti til Raven Gardens og stakk því í póstkassa á leiðinni að bilnum sínum. Þegar að því kæmi, að Laura vinkona hennar endursendi það áfram til hennar, gæti veriö að lögreglan væri farin að rannsaka feril Thor Benson og Rosamond gæti þá verið komin heil á húfi til útlanda. Harriet ók áhyggjufull af stað. Fyrst Rosamond hafði vitað fyrirfram, að Thor ætlaði að fremja innbrot, hvaða augum myndu lögin lita á það, þegar innbrotið endaði svo með morði? Og hvað með hennar eigin fyrirætlanir um að flýta sér heim til að vara Rosamond við? Kannski gerði það hana lika meðseka. Þegar hún kom að húsi númer 17, skildi hún bílinn eftir fyrir utan dyrnar til þess að vera fljótari. Hún þaut upp stigann og var fegin að finna, að öryggislásinn var enn á, þegar hún stakk lyklinum í skrána. „Rosamond, þetta er bara ég,” kallaði hún. Dyrnar opnuðust strax. En það var ekki Rosamond, sem hélt um húninn, heldur Thor Benson. Það glampaði á Ijósleit augu hans bak við reyklituð gleraugun. „Þú kemur snemma heim,” sagði hann og brosti ánægður. Harriet roðnaði af reiði um leið og hún hrópaði: „Þú! Ég lét skipta um lás á hurðinni, en hvernig gast þú samt komist inn?” Svo svaraði hún sjálf spurningunni og það var beiskja í rödd hennar — „Rosamond hefur auðvitað hleypt þérinn.” Thor togaði hana inn fyrir, lokaði hurðinni og læsti, um leiö og hann sagði: \lmn okkar. Hann sómir 1. í eldhúsinu, stofunni, )a uardinum. Verðaöeins Skólavörðustíg 23 — Sími 11372 PAPPIRSBLEIUR MEÐ AFÓSTUM PLASTIKIIUXUM Undramjúkt efni PAMPERS hvílir næst hörundinu, en rakinn dreifist i pnppírslög sem tnka miklu vætu. Ytrabvrði er úr plasti. Rúm og ytri- buxureru þviávallt þurr. PAMPERS eru sem tilsniðnar fyrir barnið og gefa mikið frelsi til hreyfinga. Limbiind á hliðum gera ásetningu einfalda. c&merióka f •. tbl. Vlkaa 4*

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.