Vikan - 14.12.1978, Qupperneq 51
TÝNDA
HANDRITIÐ
Hann henti blaðinu til hennar og það
datt við fætur hennar. Harriet beygði
sig niður til að ná í það. Hún hafði of
miklar áhyggjur af öryggi stúlkunnar til
að vera að gera veður út af þessari auð-
mýkingu.
Thor horfði á hana, hann hætti að
brosa og í staðinn varð svipur hans
fýlulegur.
„Ég get ekki fundið Með tilliti til
giftingar,” las Harriet, „en ég er búin að
skrifa hana alla aftur eins vel og ég gat.
Ég kom til þess að hitta Thor. Við
hefðum getað farið saman til lög-
reglunnar, en hann vill það ekki. Ég er
að fara aftur. Ég hef ekki hitt Thor, en
við töluðum saman í síma. Hann segir
að þetta sé allt mér að kenna. Sennilega
er það alveg rétt. Mér þykir þetta leitt —
Rosamond.”
Harriet leit upp frá bréfinu og spurði:
„Hvarer sagan?”
Thor benti i átt að eldhúsinu, og hún fór
þangað og gægðist innfyrir, vör um sig,
og án þess eiginlega að líta af honum. 1
vaskinum lágu siðustu tætlumar af
sögunni, sem hann hafði augsýnilega
rifið og brennt. Meirihluti þessarar»
sönnunar hafði skolast niður.
Benson hló æðislega. Hlátur hans
gerði Harriet svo reiða, að hún gleymdi
allri varúð og gekk beint til hans og
sagði: „Ég hef fréttir að færa þér. Það er
búið að finna frumritið af þessari sögu.”
„Ég trúi þér ekki,” sagði hann
reiðilega.
„Það er nú samt staðreynd. Meðeig-
andi minn fór með það heim með sér til
þess að lesa það. Nú er ég líka búin að
lesa það.”
Benson virtist ekki gera sér grein fyrir
að tveir aðilar þekktu nú söguna um
glæpaferil hans. Hann vildi ná i hand-
ritið, svo hann gæti eyðilagt það, eins og
hann hafði eyðilagt seinni söguna, sem
Rosamond hafði skrifað upp eins ná-
kvæmlega og hún gat.
1 huga sér gat Harriet séð fyrir sér
stúlkuna, sem skrifaði játningu sína í
formi smásögu, og hún hataði manninn,
sem stóð fyrir framan hana.
„Hvar er handritið?” spurði Thor.
„Það er þar, sem þú getur engan
veginn náð í það,” svaraði Harriet og
reyndi af öllum kröftum að skella
honum um koll og hlaupa niður.
Harriet komst út að dyrunum, en þá
gaf Thor henni vel úti látið högg með
krepptum hnefanum, svo hún hentist á
skrifborðið og braut kínverska lampann.
Höggið gerði Harriet ruglaða og hún
hristi höfuðið.
„Hvar er það?” endurtók Benson og
þreif hana á fætur og henti henni í stól.
Hann opnaði skjalatöskuna og leitaði í
henni, en henti henni svo frá sér
öskureiður. Svo glotti hann og tók upp
eitt handritið og horfði á hana meðan
hann kveikti á eldspýtu.
Framh. í næsta blaði.
rogeRsGallet
PARI S
HEIMSÞEKKTA R ILMSÁPUR
Sérhæfð framleiðsla í áratugi.
Ótrúlega mjókt löður ogfrábœrar ilmtegundir.
Gjafapakkningar og stakar sápur.