Vikan - 14.12.1978, Side 62
PÓSTORIM
Námskeið fyrir
málhalta
Kæri Póstur!
Ég vil byrja á því að þakka
þér fyrir allt gott. Þó ég sé ekki
áskrifandi sé ég Vikuna svona
stundum og mér finnst hún
ansi góð. En auðvitað mætti
hún vera betri, eins og allt
annað. Vandamál mitt er að ég
er með málgalla, eða réttar
sagt, ég „stama” eins ogþað er
kallað. Og mig langar til að
biðja þig að gefa mér gott ráð
til að laga þetta. Eru til
námskeið fyrir málhalt fólk? Ég
vona að þú finnir gott ráð eða
góðar upplýsingar fyrir mig,
því mér flnnst alveg ferlega
leiðinlegt að tala svona bjána-
lega þegar allir, sem ég
umgengst, tala eðlilega. Ég vona
að Helga sé södd og hafi enga
lyst á þessu bréfi.
Sporðdreki
Satt að segja hefur fólk, sem átt
hefur við sama vandamál og þú
að stríða, átt í fá hús að venda.
Samkvæmt upplýsingum
Friðriks Rúnars Guðmunds-
sonar talkennara á Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur mun
nú verða nokkur bót á. Á síðasta
þingi voru samþykkt lög um Tal-
meina- og heyrnarstöð, sem
sinna á öllum, sem eiga í slíkum
eða skyldum erfiðleikum án
tillits til búsetu þeirra á landinu.
Unnið er markvisst að stofn-
setningu slíkrar stöðvar og
standa vonir til að hún geti hafið
störf á næsta ári. Þú getur fylgst
með þessu í blöðum og einnig
haft samband við Friðrik eða
aðra talkennara á Heilsu-
verndarstöðinni strax í byrjun
næsta árs og fengið nánari
upplýsingar. Að lokum . . .
þakka þér hlý orð um Vikuna.
Þetta er bara alls
ekkert hlægilegt
Elsku Póstur!
Nú er svo komið að ég má
til með að leita ráða hjá þér.
Áður fyrr hló ég oft og hugsaði
með mér: Mikið á fólk bágt,
sem skrifar svona bréf t.d.
feiminn, freknótt, frek, feitur,
mjó, brjáluð og ég tala nú ekki
um ástfangna, en þannig er því
nú óvartfarið með mig núna,
og mér þykir þetta bara alls
ekkert hlægilegt ó, nei, þvert á
móti hálfasnalegt. Jæja, það er
kannski best að koma sér að
efninu. Það er þannig að fyrir
fjórum mánuðum kynntist ég
strák, sem ég hef aldrei getað
hætt að hugsa um. Ég hef ekki
verið með honum, en um
helgar er ég oftast nær að
rúnta með honum og fullt af
öðrum krökkum, eða þá að við
löbbum I bænum. Vandamálið
er það að ég þori aldrei að tala
við hann, nema ég sé búin að
drekka fyrst og sé vel I því. Og
hann talar aldrei við mig að
fyrra bragði, nema hann sé
fullur og samt einhvern veginn
erum við alltaf hálffeimin við
hvort annað. Og ef við erum
edrú eldroðnum við bara og
stömum, en það hefur aðeins
komið fyrir einu sinni. En það
allra versta er að ég vil ekki
drekka. Alltaf um helgar, ef ég
fer niður I bæ með þeim
ásetningi að detta ekki í það og
bara vera köld, fer það alltaf út
um þúfur. Þegar ég sé hann
verð ég svo feimin að ef mér er
boðið vín þá þigg ég það, með
það fyrir augum að þá þori ég
að tala við hann. Svona gengur
þetta fyrir sig, annað eða bæði
full, og ég, sem vil ekki drekka.
Hvað á ég að gera? Ég get ekki
gleymt honum. Ég get hætt að
drekka, en þá þori ég ekki að
tala við hann og ég vil vera þar
sem hann er. Ogfólk talar —
það er alltaf verið að spyrja
mig, hvort ég sé hrifln af
honum. Og ég segi alltaf nei,
þar sem ég þori ekki að viður-
kenna það. Þá vorkenna allir
honum, þvíþað halda allir því
fram að hann sé hriflnn af mér.
Ég get ekki trúað þvíþó ég
haldi stundum að þetta sé rétt,
því ef ég minnist á aðra stráka
verður hann svolítið skrítinn á
svipinn og setur alltaf út á
strákræfllinn: „Þetta er ræflll,
hann er halló, ” eða bara
eitthvað, sem honum dettur I
hug. Hvernig á ég að krækja I
hann, elsku Póstur. Ég treysti
því að þú gefir mér góð ráð,
sem duga en ekki eitthvað
gagnslaust. Og ég vona að
Helga sé það södd að henni
verði óglatt, því það er ekki
hollt að borða yflr sig. Þess
vegna er best að sleppa þessu
bréfi, því ef hún æti það myndi
hún lenda I ástarsorg og það er
ekki gott fyrir taugarnar. Bœ,
bæ.
Ein, sem ekki leggur
það í vana sinn að
borða bréf.
Þetta er auma ástandið! Það er
varla þorandi að gefa þér
eitthvert þrælgott ráð til að
krækja í hann, ef þið getið ekki
talað saman nema drukkin.
Gæti jafnvel orðið til þess að þið
færuð að drekka daglega. Nei,
svona án alls gríns, hættu strax
að drekka, hvort sem þú átt von
á því að hitta hann eða ekki, því
samband hreinlega getur ekki
þróast eðlilega nema fólk sé
nokkurn veginn með réttu ráði.
Auk þess ertu alltof ung til að
drekka, á þínum aldri verður
það alls ekki neinum til góðs og
þú verður svo sannarlega ekkert
skemmtilegri eða meira
spennandi í hans augum. Af
bréfi þínu að dæma þarft þú
ekkert á hjálp Póstsins að halda
til að ná í strákinn, en ættir að
endurskoða vínneyslu þína
vandlega.
Snobbaðir foreldrar
Kæri Póstur!
Ég er fimmtán og hálfs árs og er einkabarn. Að sjálf-
sögðu á ég foreldra, sem vilja mér allt hið besta, en það er
bara ekki nóg. Okkur kemur yfirleitt vel saman, en ef
framtíð mín berst í tal ætlar allt vitlaust að verða. Þau eru
nefnilega að drepast úr snobbi og vilja endilega senda mig I
Hamrahlíðarskólann og síðan I háskóla, eða senda mig utan
til þess að læra tungumál. Mig langar hins vegar bara að
verða sjúkraliði og það mega þau alls ekki heyra nefnt. Mér
finnst, að ef þau hafa svona rosalegan áhuga á háskólanámi
eða tungumálum geti þau bara lært það sjálf. Þau hafa
bæði bara gamalt gagnfræðapróf en hefur gengið ágætlega I
lífinu, þrátt fyrir það. Það virðist vera alveg sama, hvað ég
reyni að tala við þau, þau neita að hlusta og eru svo I vondu
skapi lengi á eftir. Finnst þér það eitthvað koma þeim við
hvað égætla að verða?Ættiégað reynaaðfiytja að
heiman? Það er bókstaflega ekki hægt að þola þessa þræl-
snobbuðu foreldra mína mikið lengur. Svaraðu mér strax, ef
þú getur.
Binna.
Þú nefnir í bréfi þinu að þú sért viss um að foreldrar þínir vilji
þér allt hið besta og þar hefur þú örugglega rétt fyrir þér.
Pósturinn á erfitt með að trúa því að þið getið ekki komist að
niðurstöðu um þetta mál ef þið gætið þess að ræða þetta í
rólegheitum og af skilningi á sjónarmiðum hvor annars. Það
þarf ekki að vera snobb, sem veldur því að foreldrar þínir vilja
að þú farir frekar í menntaskóla. Þú ert mjög ung ennþá og
hafir þú stúdentspróf er talsvert auðveldara síðar að velja
námsleið, því þá standa þér fleiri dyr opnar. Þá hefur þú líka
náð þeim aldri, að mun sennilegra er að þú gerir þér grein fyrir
því, hvað þú vilt gera í framtíðinni. Viljir þú þá eindregið
verða sjúkraliði er sú leið ennþá greið og það nám ætti að
veitast þér létt. Stúdentspróf er nú varla orðið annað en gagn-
fræðapróf var hér áður og því getur þú varla miðað þig
nokkuð við menntun foreldra þinna. Og eitthvað hefur þeim
ef til vill fundist vanta á sína menntun, fyrst þau sækja það
svo fast að þú farir í langskólanám. Láttu þér ekki til hugar
koma að flytja að heiman, það yrði þér örugglega ekki til góðs.
Reyndu að komast að samkomulagi, foreldrar þínir
neyða þig örugglega ekki til neins, sem þú vilt ekki sjálf.
62 Vikan 50. tbl.