Vikan


Vikan - 22.02.1979, Page 23

Vikan - 22.02.1979, Page 23
Á HENGI- FLUGSINS BRÚN — Jú, auðvitað hefi ég það. — En áttu enga vinkonu? Ég reikna með að margar kunningjakonur þinar séu giftar... — Já, reyndar. — Já, það er lika þægilegra þannig. Giftu konurnar angra þig ekki með óþægilegum hlutum, þær geta naggað við eiginmennina, ásakað þá ef þær eru óhamingjusamar í hjónabandinu. — Ef til vill á líka eiginmaðurinn sök á ógæfu þeirra. — Haltu kjafti! öskraði André viti sínu fjær. — Skiptu þér ekki af þessu! Hann reif skammbyssuna upp úr vas- anum og beindi henni að Francois. — Upp með hendur! þrumaði hann. — Gerðu eins og ég segi, þú hefur ekki um annað að velja. Francois leit frá André til Klöru og síðan aftur til André. — Dettur þér í hug að þú sleppir undan réttvisinni? André hló. — Það er ekkert sem rekur sporin til min, sagði hann rólegur. — Það eru bara bréfin, sem sanna samband þitt við konu mína og þau eyðilegg ég. Enginn veit um samband okkar tveggja. Og Klara verður ekki til að bera vitni! FraNCOIS tók vindlingapakka upp úr vasa sínum og rétti André, sem þáði vindling. Francois kveikti í fyrir hann. — Má bjóða þér eitthvað að drekka? spurði André. — Já takk, gjarnan. — Sæktu þér sjálfur fram i isskáp það sem þú vilt helst. Eldhúsið er þarna til vinstri. Francois stóð upp og gekk að eldhús- inu. André horfði á eftir honum með brennandi augnaráði. Francois ýtti við hálflokaðri hurðinni og nam snögglega staðar í gættinni. Hann stóð grafkyrr. Það var eins og þegar kvikmynd er stöðvuð. Eftir drykklanga stund gekk hann áfram hægt og hægt án þess að segja nokkuð. André var staðinn á fætur og gekk í áttina til Francois. Ekkert fór framhjá árvökulum augum hans. Fran- cois snerist á hæli, horfði fast á André og sagði lágri, þvoglulegri röddu: — Því gerðir þú þetta? Dauft bros leið yfir andlit Andrés. Francois lyfti höndinni eins og hann vildi slá frásér: — Því hefir þú gert þetta? André drap i vindlingnum og sagði léttum rómi. — Þú hafðir svo mikinn áhuga á að hitta konuna mina hér fyrrum. Gjörðu svo vel, hérna hefur þú hana. Þakkaðu bara fyrir. Francois gekk nokkur skref og lyfti höndinni aftur og sló André þungt högg í bringuna. — Djöfullinn þinn! hrópaði hann. André bandaði hendi til Francois. — Svona nú, Rómeó, sagði hann. — Það bætir ekki að æsa sig upp. þú átt bráðum að deyja. Og hin undursamlega ástmey þin einnig. Klara hafði allan tímann setið hreyf- ingarlaus og starað eins og i draumi á mennina tvo. — Hann veit ekki hvað hann segir, hvíslaði hún hásum rómi. — En hann er hættulegur. Ég held að hann sé vopnaður. góóir í vörninni Þó aó bill hafi verió vel ryóvarinn sem nýr, þá er þaó ekki nægilegt. Bil veróuraó endurryóverja meó reglu- legu millibili, ef ekki á illa aó fara Góó ryóvörn er ein besta og ódýrasta trygging sem hver bileigandi getur haft til þess aó vióhalda góóu útliti og háu endursöluverói bilsins Þú ættir aó slá á þráóinn eóa koma og vió munum - aó sjálfsögu - veita þér allar þær upplýsingar sem þú óskar eftir varó- andi ryóvörnina og þá ábyrgó sem henni fylgir ^ Ryóvarnarskálinn Sigtunið — Simi 19400 — Posthólf 220 S. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.