Vikan


Vikan - 12.04.1979, Side 14

Vikan - 12.04.1979, Side 14
Útdráttur: Einma og Deedee höföu verið mjög nánar vinkonur sem ungar stúlkur. Þær höfðu báðar möguleika á að ná langt á bailettsviðinu, og þær kepptu einmitt um sama hlutverkið, þegar það gerðist, sem breytti öllu — Deedee varð barns- hafandi. Hún fórnaði framavonum fyrir fjölskyldulifið, meðan stjarna Emmu skein skærar með hverju ári. Síöan eru liðin 20 ár. Deedee og Wayne reka ballettskóla i Oklahoma og lifa hamingjusömu fjölskyldulífi með börnum sínum. Þó er Deedee ekki alls kostar ánægð. Þegar ballettflokkurinn, sem þau dönsuðu eitt sinn með, kemur til Oklahoma, verða fagnaðarfundir með þeim og gömlu kunningjunum, en Emma og Deedee eru óöruggar gagn- vart hvor annarri og slá því stöðugt á frest að ræðast við i hrcinskilni. Emma kemur þvi til leiðar, að Emilíu, elstu dóttur Deedeear og Waynes, er toðið að starfa með ballcttflokknum í New York. Deedee fer með henni og tekur son sinn, Ethan, með. New York veldur þeim mæðgum vonbrigðum í fyrstu, en nú er Emilíu farið að ganga allt i haginn, og Dcedcc hcfur fengið kennslustarf. Wayne á í erfiðleikum með einkalifið i fjarveru Deedeear, og sjálf er Deedee komin út á hálan is. Emma finnur sárt til þess, að ungar og upprennandi stjörnur eru teknar fram yfir hana. Og nú hefur Emilía litla komist að raun um, að ástin er ekki bara dans á rósum. „Ég get hjálpað þér til að sjá hlutina i nýju ljósi, min kæra, vikkað sjóndeildar- hringinn.” Til að hlífa henni notaði hann rósamál og það snerti viðkvæman streng i brjósti hennar. Og gerði henni erfiðara um vik að segja nei. Þetta vissi hann auðvitað. „Rosie..." „Hlustaðu nú á,” greip hann fram í fyrir henni. „Dansarar eru fáfróðir. Hvað veistu eiginlega? Þú hefur ekki þekkingu á neinu nema ballett ogkrökkum.” „En þú?” Þú þekkir ekkert nema tónlist og hjónaskilnaði.” „Leyfðu mér að minnsta kosti að njóta sannmælis.” Hann benti á hillurnar. „Bækur!” Hann henti dag- blaði upp í loftið. „Spilling!” Hann benti á abstrakt málverk. „Dónalegar myndir!" Hann hneigði sig aðeins. „Hjónaskilnaðir eru stundum óum- flýjanlegir, fjólur eru bláar, tónlist er dá- samleg.... og það ert þú líka.” „Þetta er fallega sagt,” sagði hún blíðlega. „Ó, Rosie, ég skammast ntín svo.” „Þú ert bara mannleg. Það er ósköp einfalt að losa þig við sektar- tilfinninguna." ,,Þú finnur sjálfur til sektar.” „Ég? Ég sem er eins frjáls og fuglinn? Fyrir hvað ætti ég að skammast min?” „Elsku Rosie, þú finnur það mikið fyrir þessari tilfinningu, að þér finnst að þú verðir að giftast þeirri sem þú heldur við.” „Hver segir að ég vilji giftast þér9” „Enginn.”Hún náði í skóna sina. Hann sat án þess að aðhafast nokkuð á stóra marmaraborðinu. „Langt aftur í forneskju bjó ég í íbúð við fimmtugasta og annað stræti. Þú fórst áður en það besta byrjaði.. þú manst þaðekki.” Það gerði hún ekki. „Ég man að íbúðin var fyrir ofan einhverja jassbúllu.” „Ekki fara núna.” Hann starði niður á gólfið en hann heyrði að hún hafði numið staðar. Hann leit upp og augu þeirra mættust. „Veistu hvað er það besta við það?” Hún svaraði engu. Hann brosti hikandi. „Þú þarft ekki lengur að standa á löppunum.” Hún endur- galt bros hans. „Ég ætla að setja Þyrnirós á,” sagði hann lokkandi röddu og stökk um leið á fætur með fáránlegum balletttilburðum, svo hún skellti upp úr. Hún tók af sér skóna og hætti við að fara. Emilía bylti sér á rökum koddanum. Um leið og hún virti fyrir sér tómt rúm Deedeear baðað tunglsljósinu fann hún hvernig örvænting hennar vék fyrir einhverri undarlegri reiði. Hún var öll útgrátin, en sem betur fer hafði Yuri ekki séð eitt einasta tár, þegar hún hafði sagt honum að allt væri búið milli þeirra. Hún hafði staðið á götuhorni ná- lægt leikhúsinu og kuldaleg á svip hafði hún hlustað á heimskulegar útskýringar hans þangað til hún fann að hún var að byrja að láta undan. Þá hafði hún snúist á hæli og hraðað sér heim. Tárin runnu niður kinnar hennar en hún hélt aftur af grátinum þangað til hún var komin inn til sín. Hann hafði gert þetta allt verra með því að þykjast ekki skilja af hverju henni skyldi ekki standa á sama: honum var alveg sama um Carolyn, því var þá Emilíu ekki sama? Einu sinni þegar stelpurnar höfðu verið að blaðra um framhjáhöld hafði hún rólega sagt sína meiningu og þá hafði Sandra sagt að Emilía hefði þessar rómantísku hug- myndir úr Svanavatninu. Það var ekki satt: þær voru frá föður hennar og móð- ur. Hún sá núna að þær voru bara frá föður hennar. Mamma hennar var eins og Yuri. Wayne var dásamlegur, hann var eins og ástin átti að vera. Hann var sá eini sem var heiðarlegur. Hann og Emma. Emma því ást hennar beindist heil og óskipt að dansinum, hún var honum trú. Að vissu leyti var hún þann- ig ekki eins auðsærð — og þó var það nú ekki alveg rétt. Hún var einmitt núna í sárum, dansinn var að svíkja hana. Hún slapp að minnsta kosti við að fólk eins og Yuri og Deedee eða þau bæði — síminn hringdi. Hún settist upp i rúminu, Hún vissi að þetta var Yuri. Hún lét hann hringja áfram. Hún þvældi rennblautum vasa- klútnum milli handanna. En allt í einu varð hún að heyra i honum, hún varð að tala við hann svo hún þaut út úr rúminu og hljóp fram i forstofuna lafhrædd um að síminn yrði hættur að hringja áður en hún kæmist fram, Hún tók upp tólið, dró djúpt að sér andann og sagði svo eins eðlilega og hún gat: „Halló? .. . Pabbi!” Hún fór aftur að gráta. Hún þrýsti vasaklútnum að tólinu þangað til hún var búin að ná valdi á tilfinningum sínum. ..Halló? . . . Já, ég segi allt gott. Ég missti bara tólið á gólfið." Enda þótt hún reyndi að tala glaðlega fór óstyrkurinn í rödd hennar ekki fram hjá Wayne þar sem hann sat í stóra hæg- indastólnum heima í stofunni. Hann brosti uppörvandi eins og hún væri hjá honum i herberginu. „O, Janina hugsar alveg ágætlega um mig og hún er stórkostleg hjálp i skólan- um. Elskan mín, ég var alveg búin að gleyma timamuninum, klukkan er orðin svo margt hjá ykkur.” Hann leyfði henni að tala um það sem hún vildi og svaraði henni en reyndi allan tímann að hlusta eftir því sem hún lét ósagt. „Já, mamma skrifaði mér að þú værir búin að fá stórt hlutverk. Láttu bara ekki Arnold Berger vera neitt að hræða þig. Láttu bara kær- astann þinn tala við hann. Hvað er ann- ars að frétta af honum?” Hún var snögg til svars: „Allt ágætt. Annars hef ég engan tíma til að sinna honum.” Hún var jafnvel einum of snögg til svars því hann skildi hvað undir bjó og óeðlilegt bros hans varð ennþá stifara og röddin ennþá glaðlegri. „Ekki er ég hissa. Þeir sem standa sig vel fá sjaldan tima til annars en æfinga. Heyrðu ann- ars, biddu mömmu að tala aðeins við mig.” Hún hafði verið að bíða eftir þessu. „Ó, mamma er hjá Emmu. Þær geta malað alveg endalaust. Stundum endar hún meira að segja með að gista þar." Hann starði smástund fram fyrir sig. „Það er stórfint.” Svo hélt hann áfram eins glaðlega og honum var unnt: „Jæja, segðu henni að hringja til min strax og hún getur. Drífðu þig nú í rúmið og .. hann vissi ekki hvað hann átti að segja meira en hún bjargaði honum með því að grípa fram í fyrir honum. Hún sagði RIM Fáanlegt áklæðis- úrvali raðsettið Stóll: Hæö: 75 cm. Breidd 64 cm. I)ýpt 82 cm. Kr. 67.600. Tveggja sæta: Hæö: 75 cm. Dýpt 82 cm. Breidd: 125 cm. Kr. 121.300. Þríggja sæta: Hæö: 75 cm. Dýpt: 82 cm. Breidd: 185 cm. Kr. 175.700. Hornborð: Hæö: 35 cm. Breidd: 64 cm. Lengd: 74 cm. Kr. 37.100. Sófaborð: Breidd: 53 cm. Hæö: 45 cm. Lengd: 129 cm. Kr. 59.400. JÓN L0FTSS0N H.F. HRINGBRAUT121 SÍM110600.' 14 Vikan 15. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.