Vikan


Vikan - 12.04.1979, Page 21

Vikan - 12.04.1979, Page 21
 framfærsluskrifstofan. Svo var framfærsluhugtakið látið niður falla og eftir stóð félagsmálaskrifstofan. 1967 var svo ákveðið að sameina alla félags- þjónustu undir einn hatt og þá varð til Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Félagsleg aðstoð Við bárum upp erindið viö félagsmálastjóra og hann byrjaði að tala hægt og sígandi um félagslega aðstoð á íslandi. — Félagsleg aðstoö hefur verið til á Islandi siðan land byggðist og upphaflega hefur hún líklega verið meiri og betri hérlendis en i nágranna- löndunum. En siðan verður mikill aftur- kippur þegar norsk og dönsk lög fara aö verða rikjandi hér, af skiljanlegum ástæðum, og það er ekki fyrr en á seinni hluta 19. aldar sem hægt er að fara að tala um félagslega þjónustu í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag. 1906 eru fyrstu heildarframfærslu- lögin sett hérlendis og var það mikil breyting. En stökkbreyting veröur 1935- 36 þegar almennar tryggingar eru i: ■ innleiddar. Þá er horfið frá framfærslu- sjónarmiðinu, þar sem allt er miöað við nauðþurftir og hvert tilvik kannað sér- staklega út af fyrir sig, og þess i stað farið yfir í tryggingarkerfi þar sem verið er að tryggja hvern einstakling gegn erfiöleikum sem leitt gætu af vissu ástandi, s.s. elli og sjúkdómum. Þetta var mikið stökk og síðan hefur þetta þróast smátt og smátt. . . Sveinn félagsmálastjóri virtist ætla að halda áfram að tala um félagslega þjónustu fyrr og nú og síöar, en við áttum að skrifa um fátækt og ekkert múður. Þess vegna ræsktum við okkur, færðum segulbandið til á borðinu, misstum pennan í gólfið og spurðum siðan hreint út: — Erfátæktá islandi? Hverjir eru fátækir? Sveinn félagsmálastjóri varð hugsi, leit upp í loft, út um gluggann, síðan á okkur og spurði á móti: — Flvað er fátækt? Ég er ekki búinn að vera í þessu nema i 20 ár og á þeim tima hefur ekki oröið nein stökk- breyting á efnahag fólks. Ef viö aftur á

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.