Vikan


Vikan - 12.04.1979, Page 25

Vikan - 12.04.1979, Page 25
TRAKIA stig 1.450 krónur Allra bestu kaup SUNFLOWER stig 1.850 krónur Vond kaup LAKE COUNTRY o . sbg 3.100 krónurd 1/21) Ódrykkjarhæft ZINFANDEL stig 2.050 krónur FRANKOVKA stig 1.700 krónur Ódrykkjarhæft stórum hálfs annars lítra flöskum á 3.100 krónur. Þetta reyndist með verstu vinum, sem ég hef bragðað. Úr fjarlægð lyktaði vínið eins og ilmkrem, sem náði þó ekki að yfirgnæfa ólyktina, þegar nær nefinu dró. Þetta var ódrykkjarhæft vín og fékk 2 í ein- kunn í gæðaprófun Vikunnar. SUNFLOWER, án árgangs, frá Kina, var sérkennilegur, sætur vökvi, kolbrúnn að lit og loddi við glasið eins og olia. Sykurlykt og sykurbragð fóru saman. Þetta minnti fremur á sætt sérri af verstu tegund heldur en rauðvín, enda hafði það að geyma hvorki meira né minna en 16% vínanda. Sunflower fékk 3 i einkunn, og verðið er l .850 krónur. eins og olía. Ilmurinn var hreinn vinilmur, þótt óvenjulegur væri. Bragðið var í meðallagi. Vínið hlaut einkunnina 5. Verðið er 2.050 krónur. Bestu kaupin eru í Trakia TRAKIA, án árgangs, frá Búlgaríu, er ódýrasta rauðvín í Ríkinu, kostar ekki nema 1.450 krónur flaskan. Ég bjóst ekki við miklu af því, vegna þess að jafn- ódýrt hvítvín, Misket, frá Búlgaríu hafði ekki fengið nema 4 í einkunn. En Trakia kom skemmtilega á óvart sem rétt gert hversdagsvín. Ilmurinn var daufur, fremur sérkennilegur, en réttur. Bragðið var fremur hlutlaust, en gott, svo langt sem það náði. Trakia fékk 7 í einkunn, eina vinið í þessari prófun, sem komst gegnum nálaraugað. Það er frábært að geta fengið sjö stiga vín fyrir aðeins 1.450 krónur. Það eru allra bestu kaup, sem hugsast getur hér á isa köldu landi. Sú uppgötvun var nokkur sárabót fyrir aðrar þjáningar þessarar vinprófunar. Búlgaria er nýliði í nútíma vínrækt og víngerð. Yfirvöld leggja mikla áherslu á þessa atvinnugrein. Fyrir aldarfjórðungi var lítið sem ekkert flutt úr landi, en nú er Búlgaría orðið sjötti mesti vín- útflytjandi heims. Það var rangt, sem sagt var á búlgörsku vikunni í lok febrúar, að búlgörsk vín væru fræg fyrir gæði. Þau eru fræg fyrir magn, en ekki gæði. Yfir- leitt þykja þau hversdagsleg, en sem slík eru þau góð vara og á mjög hagstæðu verði. Jónas Kristjánsson í næstu Viku: r Itölsk rauðvín og tvö önnur BONNE ESPERANCE stig 2.500 krónur (1 I) Vestræna berið var í meðallagi BONNE ESPERANCE, án árgangs, frá samvinnufélagi í Paarl í Suður- Afriku, er selt hér i eins lítra flöskum og kostar 2.500 krónur. Þetta reyndist gerviefnalegt og vont vín. Fékk það 4 í einkunn. ZINFANDEL, án árgangs, frá Christian Brothers, kemur frá Napa-dal i Kaliforníu, einu besta vínræktarsvæði Bandaríkjanna. Vínið heitir eftir berinu Zinfandel, sem er mikið notað þar vestra, en ekki í Evrópu. Þetta reyndist fremur sérkennilegt vin, rauðbrúnt að lit og loddi við glasið 15. tbl. Vlkan 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.