Vikan


Vikan - 12.04.1979, Page 26

Vikan - 12.04.1979, Page 26
I leit að sólinni Ef litið er á skýrslur um ferðalög íslendinga til útlanda kemur fljótt i Ijós, að flestir þeirra, sem fara eingöngu til að njóta sumarleyfis, leita til hinna svokölluðu sólarlanda, enda kannski ekki furða; þó að þetta eyland okkar bjóði auðvitað upp á marga kosti er þar sorglega lítið um náttúrufyrirbrigðið sól. Hingað til hefur Spánn verið efst á blaði, og það er ekki fyrr en á síðari árum að fólk hefur með dyggilegri aðstoð ferðaskrifstofa hér í bæ spáð í að leita annarra miða. Um mánaðamótin febrúar-mars var haldin að Hótel Loftleiðum Búlgaríukynning í samvinnu við Ferða- skrifstofu Kjartans Helgasonar og Grand Hotel Varna í Búlgaríu, sem sendi hingað sérhæft lið. Á þessari kynningu var margt sem vakti athygli blaðamanns Vikunnar á möguleikum Búlgaríu sem ferðamannalands, svo sem frábær matur, heillandi tónlist, töfrandi þjóðdansar og Ijúfar veigar. Einnig vakti athygli okkar, að hið stóra og nýtískulega Grand Hotel Varna býður ekki aðeins upp á tækifæri til sóldýrkunar og skemmtilegs sumarleyfis, heldur er og starfandi við hótelið heilsuræktardeild, þar sem fólk getur leitað meðferðar við ýmiss konar sjúkdómum. Við náðum því tali af dr. Mariam Wartanian, yfirlækni á Grand Hotel Varna, og báðum hana að segja okkur nánar frá þessari starfsemi, en hún á að baki sér 15 ára reynslu í slíkri heilbrigðisþjónustu. Dr. Mariam Wartaniart: Að sameina skemmtiferð og heilsurækt. — Grand Hotel Varna er alveg nýtt af nálinni og byggt sérlega með það fyrir augum að fólk geti sameinað það tvennt að leita sér bót meina sinna, en um leið notið sumarleyfisins i ríkum mæli. Hótelið stendur í Druschba við Svartahafið, sem er ekki síður vinsæll ferðamannabær en Varna, sem er í 10 kílómetra fjarlægð. Það rúmar 791 gest í einu, og þar af er rými á heilsuræktar- deildinni fyrir 20 manns. Það er margt sem veldur því, að Druschba er jafnvinsæll ferðamannastaður og raun ber vitni um. Loftslagið er ákaflega milt allt árið um kring og náttúrufegurð mikil, stórir skemmtigarðar, vínekrur, ávaxtagarðar og síðast en ekki síst frábær baðströnd. Hvað heilsurækt snertir gegnir hið holla sjávarloft og ölkeldurnar okkar miklu hlut- verki. Ölkelduvatnið er sérstaklega auðugt af málmefnasamböndum og hitastigið er um 42 gráður. Við höfum sérhæft okkur í meðferð sjúkdóma eins og gigt- og taugasjúkdóma, sjúkdóma í öndunarfærum eins og asma og bronkítis, og megrun, en hér hefur fólk ekki verið lengi að tapa hinum óþægilegu auka- kílóum með því að fylgja þeim kúr, sem við höfum byggt upp. Hvað meðferð annarra sjúkdóma snertir, myndi ég ekki 26 Vlkan is.tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.