Vikan


Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 31
ÚR SKURÐGREFTRI f SVIÐSUÖSIÐ Maðfylgjandi myndir tók Ragnar Th. Sigurðsson á hljómleikum Rods Stewart í Gautaborg í nóvember siðastliðnum. Kappinn var ekki í vandrœðum með að ná fram réttri stemmningu i Scandinavium en það er hljómleikahöll, sem tekur ekki fœrri en 12 þúsund manns í sæti. Rokk-súperstjarnan Rod Stewart er fæddur í London þann 10. janúar 1945. Hann ólst upp í stórum systkinahópi og varð snemma að hætta í skóla og fara að vinna fyrir sér. Þá varð hann að gera sér að góðu að grípa þau störf, sem buðust, eins og að leggja girðingar og grafa skurði. En hann hafði alltaf mikinn áhuga á fótbolta, eins og frægt er orðið, og vaknaði sá áhugi strax á unga aldri. Hann þóttist himin hafa höndum tekið einn daginn, þegar honum bauðst starf sem aðstoðar- maður hjá knattspyrnufélaginu Brent- ford F.C. en brátt fór þó mesti glansinn af því, starf hans var nefnilega fólgið í því að hreinsa skó leikmannanna í úrvalsliðinu. — Hann gafst fljótlega upp á því og hóf leiðina, hægt og sígandi, upp hinn þyrnum stráða veg frægðar- innar. Hann flæktist viða um Evrópu á sínum yngri árum, sérstaklega um Spán, og söng og spilaði með enska þjóðlaga- söngvaranum Wizz Jones, sem kenndi honum að spila á banjó. Þessi tími hafði mikil áhrif á tónlistarstefnu Stewarts, og eins segir hann, að tónlistarmenn eins og Sam Cooke, Eddie Cochran, Al Jolson og Ramblin ’Jack Elliott hafi haft mótandi áhrif á sig. En Adam var ekki lengi í paradís, og frá Spáni var hann sendur til baka til Englands sökum peningaskorts. Bestu heimildir herma, að hann skuldi flugfélaginu British Airways ennþá flugfarmiðann. 1968 var ekki farið að bera neitt á Rod Stewart í Englandi, en í Ameríku gekk honum betur. Þar seldust plötur hans, „An old raincoat wont ever let you down” og „Gasoline Alley” grimmt, og hann komst á siður dagblaðanna. Það var ekki fyrr en seint á árinu 1971, þegar hann sendi frá sér plötuna „Every picture tells a story”, að lokatakmarkinu var loksins náð. Lagið „Maggie May”, sem fjallar um ástir skólapilts og gleðikonu nokkurrar, sló í gegn og komst í efsta sæti vinsældarlista, bæði í Englandi og í Ameríku. Síðan hefur Rod Stewart ekki þurft að fá lán til þess að fljúga á milli landa. Og nú er aðal- númerið „Blonds have more fun”. XS.tbl. Vikan3l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.