Vikan


Vikan - 12.04.1979, Page 47

Vikan - 12.04.1979, Page 47
Næturvaktin var og áttu erfitt meö svefn. Loftið í sjúkrastofunum var þungt og mollulegt. Henni varð rétt sem snöggvast hugsað til þess hvort sprautan hefði ekki linað þjáningar Kims. Innanhússiminn hringdi og hún svar- aði. Á deild 5 var mjög veikur sjúklingur og Kristín lofaði að koma strax. Um leið og hún gekk út úr herberginu gekk ung gangastúlka í flasið á henni með gler- augu í hendinni. — Ég fann þau á gólfinu í línbúrinu, sagði hún. Kristín leit annars hugar á þau. — Leggðu þau á hilluna þarna, sagði hún og hraðaði sér upp með allan hug- ann við sjúklinginn sem hún þurfti að vitja. Þegar Kristín var loksins búin að sinna sjúklingnum gekk hún niður í hvíldarherbergið. Hún skipti um slopp, skolaði andlitið úr köldu vatni og lagaði hárið. Hana verkjaði sárlega í bak og fætur og fann að höfuðverkur var ekki langt undan. Á leiðinni upp heyrði hún þrumur í fjarska. Það væri dásamlegt ef þessi hita- bylgja endaði nú með þrumuveðri og hellirigningu. Það var enginn i vaktherberginu og hún var að hugsa um hvort Dagmar hefði ekki komið meðan hún var fjarver- andi. Dagmar! Hún tók snöggt viðbragð og gekk að hillunni og tók upp gleraugun sem unga stúlkan hafði fundið i línbúrinu. Já, þetta voru gleraugun hennar. Hún mundi það greinilega núna að Dagmar hafði verið að lappa upp á þau með plástri um daginn og barmað sér yfir að ný myndu kosta of fjár. Undarlegt! Unga stúlkan hafði sagt að þau hefðu verið á gólfinu i línbúrinu. Hafði Dagmar misst þau úr vasanum i nótt eða morgun áður en hún fór af vaktinni? Hún lagði þau aftur á hilluna en hik- aði. Það var einhver óhugur í henni. Það fór hrollur um hana i hitanum. Það var eins og tíminn stæði allt i einu kyrr i þögulli bið. En eftir hverju? Hún tók skyndilégt viðbragð og gekk hröðum skrefum að línbúrinu. Hurðin var aftur og hún opnaði og kveikti Ijósið. Það var einkennileg lykt þama inni. Hún var ekki í vafa um hvað það var. Hún litaðist um, allt virtist í röð og reglu. Upp við lyftuna stóð poki með óhreinum þvotti og i hillunum var allt í röð eins og vant var. Ef einhver hafði sullað niður klóróformi þarna inni hafði sá hinn sami þrifið vel eftir sig. Hún lok- aði og dró andann léttar. Hún var lík- lega eitthvað miður sín í kvöld, það gerði hitinn. Hvað ætti svo sem að vera aö? Það var þrumuveðrið sem lagðist illa í hana. Rafmagniðí loftinu. Þegar hún kom inn á ganginn sá hún að lampinn yfir stofu Kims lýsti. Lög- regluþjónninn sat I hnipri á stólnum og virtist sofa. Hún hugsaði sig andartak um. Hún gat beðið eftir næturvaktinni, hún vildi sem minnst skipta sér af honum þarna inni. En lampinn lét hana ekki I friði. Hún sá allt í einu Mads fyrir sér þar sem hann laut yfir unga manninn og þerraði svit- ann af enni hans. Frá honum haföi streymt friður og ró. Mads myndi aldrei standa hikandi frammi ef sjúklingur kallaði á hjálp. Hann sem lá þarna inni var ekki bara afbrotamaður. Hann var líka mennskur, hræddur og einmana ungur maður. Hann hafði reynt að fyrirfara sér. Var lífið honum einskis virði? Hún var læknir, henni bar að líkna. Það var ekki nóg að skera, sauma saman og skrifa lyfseðla. Maðurinn jrarna inni þarfnaðist hennar, hann beið eftir hjálp. Lampanum hafði verið snúið svo skugga bar á andlitið. Augnaráðið var fjarrænt og kvaladrættir í andlitinu. — Get ég gert nokkuð fyrir þig? — Það er svo heitt hérna. Get ég fengið vatnssopa? Hún stóð við hlið hans meðan hann drakk. — Getur þú gefið mér að reykja, ég á pakka I skápnum? — Það er ekki leyft að ... byrjaði hún, en í staðinn fyrir að halda áfram gekk hún að klæðaskápnum. Fötin hans lágu I hrúgu í skápnum. Það var eins og sá sem hafði afklætt hann hefði ekki vilj- að snerta fötin. Hún fann vindlinga- pakka og kveikjara, gekk aftur að rúm- inu og hjálpaði honum að kveikja í. Hann dró djúpt að sér reykinn og höfuð- ið hneig þunglega aftur á koddann. — Ég get ekki sofnað, sagði hann. — Vertu hjá mér litla stund. — Ég verð að vera viðlátin á vakt- inni, sagði hún en stóð samt kyrr. — Þau ná þér gegnum kallkerfið ef þörf krefur. Fjandinn hafði það, þú ert læknir. Reyndu þá aðsýna það. — Ef þér liggur eitthvað þungt á hjarta, skal ég reyna að ná í sjúkrahús- prestinn. — Nei, takk! Ég fékk nóg af predik- unum þegar ég var lítill. Eitt augnablik lýsti elding upp sjúkra- stofuna og þrumurnar jukust. Óveðrið nálgaðist en var samt ekki enn yfir þeim. Hann lá með hálflukt augun og dró reykinn áfergjulega að sér. Svo rétti hann henni vindlinginn til að drepa í. Hann horfði rannsakandi á hana um stund og sagði: — Þú ert skrambi lagleg en eins og þú sérð þarftu ekki að vera hrædd við mig. Hann benti á handlegg- inn sem var í gipsi frá öxl og fram á fing- urgóma. Hún settist á rúmbríkina. Hvorugt sagði nokkuð drykklanga stund þangað til hún rauf þögnina. — Því gerðir þú það? — Hvað heldurðu? Þetta vat bara svo spennandi! — Þú misskilur mig. Viltu ekki segja mér hvers vegna þú vildi fyrirfara þér. Hann lokaði augunum eins og hann vildi loka eitthvað úti sem hann þoldi ekki að sjá. Hún fann sterkt til með honum án þess að gera sér grein fyrir hugarfarsbreytingu þeirri sem orðin var. Samkenndin við þennan unga pilt var sterk og vakti hjá henni áhuga á erfiðleikum hans og kjörum. — Þú myndir aldrei geta skilið það, hvíslaði hann lágt. — Leyfðu mér að reyna, sagði hún þýðlega. — Því þá það. Ertu að leika sálfræð- ing eða skemmtir þú þér yfir óförum annarra. LÆRIÐ ENSKU I ENGLANDI 12 skólar í Bournemouth, Poole, Wimborne og Blandford í Suður Englandi og f London. Skólar fyrir alla unga sem gamla, byrjendur sem aðra. Barnaskólar og unglinga- skólar á sumrin, einnig fyrir fjölskyldur i sumarleyfi. Lágmarksdvöl 3 vikur. Skólarnir starfa allt árið. Dvalist á enskum heimilum, heimavist eða hótelum eftir vali. Einkaumboð á Islandi: Ferðaskri/stota KJARTANS HELCASONAR Skólavörðustig 13A Fteykiavik simi 29211 ANGLO-CONTINENTAL EDUCATIONAL GROUP Fullkomnasta kennslutækni, kennslutæki og kennslubækur sem völ er á í Englandi í dag. Aðstaða til alls kyns íþróttaiðkana og útileikja, skemmtanir, ferðalög o.fl. Kennd er enska meðai Englendinga, lifað lifi þeirra og kynnst sögu, menn- ingu og þjóðlifi. ótrúlegur árangur á skömmum tíma. Fáið bæklinga hjá okkur. Sérstakar hópferðir: 3. og 24. júní, 15. júli, 5. og 26. ágúst og 16. september. islenskir enskukennarar með hverjum hópi ef næg þátttaka fæst. Verð um kr. 200.000,-. Innifalið fæði, flug, gisting, skoðunarferð og kennsla. Pantið snemma. tf.tbl. Vlkan 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.