Vikan


Vikan - 03.05.1979, Síða 31

Vikan - 03.05.1979, Síða 31
ELVIS COSTELLO - NÚTlMA PRESLEY? Hann er í útliti alger þversögn við hefðbundnar hugmyndir um popp- stjörnu, lifandi sönnun þess að það verður sífellt erfiðara að skilgreina, hvað það er sem skapar frægðina. Ef til vill eru vinsældir hans tákn um gerbyltingu á poppstjörnuimyndinni, því í útliti er hann einna líkastur venjulegum heimilisföður eða skrifstofumanni á árunum í kringum 1960. Svipaða mann- gerð var einmitt að finna á þeim árum á leið til vinnu rétt fyrir níu á morgnana í hverjum einasta strætisvagni Reykja- víkurborgar. Þó verður það að segjast eins og er að fæstir þeirra höfðu til að bera þetta sérstæða aulalega yfirbragð, sem einkennir Elvis Costello. Hann er sagður 32ja ára gamall og næstum blindur án gleraugna. Hér fyrr á árum gekk hann undir nafninu Declan MacManus, síðar D.P. Costello og að síðustu Elvis Costello. Hann var áður ósköp venjulegur tölvutæknir hjá fyrir- tæki Elizabethar Arden, bjó i úthverfi ásamt eiginkonu sinni og barni — en samdi lög i frístundum. Lítið er vitað um fortíð hans þar til í ágúst 1976 er hann gekk inn á skrifstofu Stiff Records og fékk samning á stund- inni. Síðan hafa vinsældir hans aukist hröðum skrefum og í Lögum unga fólksins hér uppi á Fróni er hann að verða eitt stærsta nafnið. Svona í lokin: Hans mestu aðdáendur segja að músík hans eigi alls ekki að láta þægilega í eyrum. Sé svo hafir þú hlust- að á rangan máta og verðir að byrja alveg frá grunni á nýjan leik. baj 18. tbl. Vlkan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.