Vikan


Vikan - 03.05.1979, Side 38

Vikan - 03.05.1979, Side 38
Frá Grossglockner. Sýning í spœnska reiðskólanum. Óperan i Vfn. Mfrabellugarður í Salzburg. breytilegu landslagi: snæviþaktir tindar Alpanna, skógivaxnar hæöir, vatnahéruð, bakkar hinnar frægu Dónár og bylgjandi kornakrar. — Ferðamannastraumurinn er heldur ekki árstímabundinn. Við höfum yfir að ráða einhverjum þekktustu skíðastöðum Evrópu, og á sumrin bjóðast ótal tækifæri til að eyða skemmtilegu sumarleyfi, allt frá gistingu á bóndabæjum til heilsuræktar- stöðva og hótela af öllum gerðum og gráðum. Skemmtilagt sambland af vestri og austri. — Næstum alls staðar má tengja dvölina skoðun á áhugaverðum listaverkum, byggingum og fornmenjum. Ég mundi segja, að vinsælustu ferðamannaborgirnar séu Innsbruck, höfuðborg Týról, Salzburg, eða hin germanska Rómaborg, sem er ein af fegurstu borgum heims, Graz, sem getur státað af stærsta vopnasafni í Evrópu, og siðast, en ekki síst, sjálf höfuðborgin, Vin. — Vín tengir menningu, sögu og hefð saman í snilldarlegan hátt. Hún hefur löngum verið markalínan milli vesturs og austurs og mikil samgönguæð. — Og bæði matargerðarlist Austur- ríkismanna og skapgerð fólksins er skemmtilegt sambland af austri og vestri. — Á 18. öld hlaut Vín nafngiftina Wien gloriosa, enda er þetta tímabil blómaskeið barokkbygginganna, sem enn einkenna borgina. A þessum tíma eru byggðar allar fegurstu hallirnar, svo sem Schönbrunn og Belvedere, ásamt hinni frægu Karlskirkju. — Sjálfir borgarmúrarnir voru ekki rifnir niðúr fyrr en 1857, og þannig myndaðist Ringstrasse, sem umlykur innri kjarna borgarinnar. Við höfum alltaf verið á móti niðurrifsstefnu, svo að þessi gamli kjarni ber enn hið forna yfirbragð sitt með þröngum götum og fagurlega skreyttum byggingum. Við höfum einnig gætt þess að eyðileggja hinn gamla borgarhluta ekki með skýjakljúfum úr steinsteypu og gleri, þannig að gamla Vín ber enn þann svip, sem flestir stórborgarbúar kannast annars aðeins við af gömlum og gulnuðum ljósmyndum. Hóborg tónlistar. — Vín hefur löngum verið álitin háborg tónlistarinnar, og hvergi hafa eins mörg heimsfræg tónskáld kosið að lifa. Haydn og Mozart bjuggu báðir í Vín, og það var hérna, sem Beethoven gat spilað á píanóið að vild, án þess að nágrannarnir kvörtuðu. — Schubert samdi hina rómantísku söngva sína í Vín, Gluck, Brahms og Hugo Wolf bjuggu hér, og Bruckner og Mahler kusu helst að vinna í Vín. Jóhann Strauss samdi hina ógleymanlegu valsa sína við Dóná, Schönberg lagði hér homsteininn að tónlistarbyltingu með tólftónum sínum, en síðan fylgdu Berg og Webern í fótspor hans. Og svona mætti lengi telja. — Vínaróperan þykir ein sú besta í heimi, og Fílharmoniuhljómsveit Vínar- borgar hefur gert garðinn frægan undir leiðsögn heimsfrægra stjórnenda. Theater an der Wien hefur nú verið breytt í söng- leikahús, en það var einmitt þar, sem Fídelíó eftir Beethoven var á sínum tima frumsýnd, og einhver vinsælasta óperetta allra tima, Káta ekkjan, náði fótfestu. Nú er það Volksoper, sem sér um sýningar á I I ■ I : I , I 38 Vikan 18. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.