Vikan


Vikan - 03.05.1979, Page 45

Vikan - 03.05.1979, Page 45
raunir. Þaö hafa verið raikil mótmæli gegn þessum tilraunum. En hingað til hafa engar sannanir komiö fram um að þær valdi varanlegu tjóni. Við verðum að ná annarri skjaldböku.” Hún var orðin spennt. „Ég er með tæki til sýnis- hornasöfnunar — skemmdist nokkuð i kassanum?” Hún stóð upp til þess að líta í hann. „Ég er viss um að þér á eftir að finnast þessi Steiger mjög samvinnuþýður,” sagði Hank kaldhæðnislega. „Ég myndi fara strax til Durban. Það yrði enginn vandi að sannfæra dr. War- ing.” Hún athugaði í snarheitum inni- hald kassans. „Ekkert brotið. Nógur vin- andi og formalín. Við getum gert það, Hank!” „Vitanlega. Allt sem við þurfum að gera er að finna skjaldböku. Það ætti að vera auðvelt?” „Það eiga að vera varpstöðvar ein- hvers staðar hér fyrir utan,” hún benti í austurátt. „Þær koma i land til þess að verpa á þessum árstíma. Jafnvel eggja- klasi væri nóg...” Hún þagnaði, nýrri hugsun laust niður. „Eggin, Hank. Geislun veldur hræðilegum hlutum. Stökkbreyttir ein- staklingar gætu verið ennþá verri.” Hank renndi báðum höndum í gegn- um dökkt hárið. „Ég er ekki viss um að ég vilji blanda mér i þetta.” „Ég býst ekki við að þú hafir nokkurn tíma blandað þér í neitt,” sagði Jan reiði- lega. „Ég get ekki ímyndað mér að þú hafir nokkurn tíma látið þér annt um »» „Hvað borgar þú mikið?” spurði hann höstuglega. „Ef það er nóg til þess að koma mér til Madagascar, þá er ég til.” „Gott. Við byrjum þá að leita að skjaldböku. Hvenær getum við hafist handa?” Jan herti sig upp. „Allt í lagi. Haltu til Mahébourg. Við þörfnumst nokkurra hluta.” Sólin var komin lágt á loft þegar Jan og Hank hittust aftur á bryggjunni. Hann var með fyrirferðarmikiö net undir öðrum handleggnum og hélt á bensínbrúsa. Hún var með tvo poka fulla af nýjum matarbirgðum. „Fyrirgefðu hvað ég var lengi,” sagði hún. „Ég varð að hringja til Jo’burg.” Hann tók við pokunum hjá henni og fór niður í litla gúmbátinn án þess að segja orð. „Mér þótti rétt að athuga um nokkra 18. tbl. Vlkan 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.