Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 3

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 3
jraiið og ekkitil hvaða vitleysu þessi mál geta lent ef útvarpsráð t.d. ákveður að taka upp 6 ný sjónvarpsleikrit á þessu ári og svo kemur í ljós að það eru ekki til neinir peningar. Það er í hæsta máta undarlegt að þeir sem taka ákvarðanirnar skuli ekki einnig ráða yfir fjármagninu. Útvarpið hefur borið svip af því sem ég nefndi hérna áðan, þ.e. að ekki væri litið á blaðamennsku sem alvörustarf, og því hefur mestur hluti úvarpsdagskrárinnar verið unninn af fólki sem lítur á vinnu sína sem nokkurs konar tómstundagaman eða þá bara leið til að krækja sér í aukapening. Þetta fólk gengur inn í útvarpið, gerir nokkra þætti og fer svo. Enda kemur í ljós, þegar þættir þessir eru skoðaðir, að þeir eru flestir keimlíkir. Við erum nokkur sem vinnum við útvarpið sem teljum að þetta sé ekki hægt lengur, þó það gangi e.t.v. um tíma. Við álítum að þarna þurfi að vera til staðar hópur atvinnufólks sem kann til verka. Á meðan svo er ekki verður allt starf miklu seinlegra og þá sérstaklega öll tæknivinna, enda er það staðreynd að óvanur maður þarf þrisvar sinnum lengri tíma í upptöku en vanur maður. Allt álag á tæknideild útvarpsins verður meira og dagskráin fyrir bragðið dýrari. Það er sem sagt álit okkar, sem erum að púla þarna niðri í útvarpi á hverjum degi og höfum það að aðalstarfi, að dagskrármenn séu allt of fáir og það sé ein af ástæðunum fyrir þvi að fjármál útvarpsins eru í þeim ólestri sem raun ber vitni. Og þessi skortur á atvinnumönnum bitnar á útvarpinu á fleiri sviðum, því það er staðreynd að það tekur útvarpsmann, og reyndar hvaða blaðamann sem er, tíma að koma sér upp samböndum í þjóðfélaginu til að geta með góðu móti nýtt sér alla þá möguleika sem fjölmiðlar bjóða upp á. Þeir möguleikar verða aldrei fullnýttir nema til komi þjálfað fólk — fólk með reynslu. Fyrir skömmu var haldið námskeið, reynd- ar voru þau tvö,fyrir þáttagerðarfólk hjá Ríkisútvarpinu til þess að það fengi grunn- hugmynd um hvernig unnið væri í útvarpi, og því er ekki saman að jafna hversu miklu betur þetta fólk stendur að vígi en þeir sem ekki sóttu námskeiðin. En þegar fólk er komið með einhverja reynslu og kunnáttu þá kemur annað atriði inn í sem eru launin. nær fólksins" Þannig er nefnilega að fyrir útvarpsvinnu er svo illa borgað að það borgar sig ekki að vinna hana. Ef maður, sem gerir útvarps- þátt, ætti að taka tímakaup fyrir vinnu sína þá myndi hann ekki með nokkrum ráðum ná tímakaupi verkamanns og reyndar vera langt frá því. Tökum sem dæmi mann sem sér um poppþátt í útvarpinu. Fyrir sambærilega vinnu hjá sjónvarpi fengi viðkomandi helmingi meiri borgun. Þetta er fáránlegt og veldur því að fólk, sem útvarpið er búið að þjálfa upp, gefst upp á þessum kjörum og fer. í stað þess kemur annað fólk sem vantar tómstundagaman eða þá bara aukapening þannig að það verður endalaus viðvaningsbragur á útvarpinu, dagskráin öll miklu dýrari og þegar á heildina er litið þá myndi ég vilja lýsa ástandinu með því að segja að útvarpið væri dautt og næði ekki til fólksins. Og hver á sökina? Það eru náttúrlega stjórnvöld sem bókstaflega fjársvelta útvarpið. Útvarpið átti einu sinni peninga fyrir eigin húsnæði en þeir brunnu upp á báli verðbólgunnar og nú virðist ailt stefna í það að útvarpið missi það hús út úr hönd- unum sem byrjað er að byggja fyrir starf- semi þess. Svo er tækjakostur útvarpsins að hruni kominn. Það kann að koma mörgum spánskt fyrir sjónir að sá stjórnmálaflokkur sem opin- berlega hefur lýst sig eindreginn and- stæðing frjáls útvarpsreksturs, þ.e. Alþýðu- bandalagið, skuli nú með aðgerðaleysi sínu í ríkisstjórn vera að stuðla að því að hér rísi frjálsar úvarpsstöðvar. Það er nefnilega hætt við því að almenningur i þessu landi, sem lifir á þessari miklu fjölmiðlaöld, hlustar á útlendar útvarpsstöðvar og ferðast, láti ekki bjóða sér þetta ríkisútvarp. Og á meðan Útvarp Reykjavík er að grotna niður munu þær raddir sem krefjast frjálsra útvarpsstöðva verða það háværar að ekki verður lengur fram hjá þeim gengið. Fólk hefur fyrir sér góð dæmi um hvers einka- framtakið er megnugt í þessum efnum og nægir þar að benda á blöð eins og Dagblaðið, vikublöðin og þó vil ég sér- staklega nefna blað sem gefið er út vestur á ísafirði af einum manni — Vestfirska fréttablaðið, þrælgott blað. Auðvitað ætti þetta að vera þannig að gæðin væru mest hjá ríkisfjölmiðlunum, en þannig er það ekki — því miður. Til marks um óstjórnina sem er innan útvarpsins og sem sönnun þess að aðilar innan stofnunarinnar geri sér ekki grein fyrir hvað er að gerast, má taka hlust- endakönnunina sem Hagvangur fram- kvæmdi og aðra könnun sem fjármáladeild Rikisútvarpsins gerði til að kanna hvað einstakir dagskrárliðir kostuðu í raun. Þar kom m.a. í ljós að þáttur eins og Morgun- pósturinn er með 44,5% hlustun og hver mínúta af honum kostar útvarpið 2.562 krónur. Við Páll Heiðar, umsjónarmenn þáttarins, höfum aftur á móti sýnt fram á að með hagræðingu og betra skipulagi þyrfti þátturinn ekki að kosta nema 1.674 krónur á mínútuna og það gæti þátturinn kostað ef menn vildu. En hvað skyldi lestur kvöldsögu kosta útvarpið, þar sem höfundi, þýðanda og lesara eru borguð laun, en samkvæmt könnuninni hefur kvöldsagan hlustun frá 2,8%-8%. Þá kemur í ljós að mínútan kostar 2.338 krónur sem er þó misjafnt eftir því hvaða saga á í hlut. Við getum tekið annað dæmi um vinsælan dagskrárlið sem er þátturinn í vikulokin. Hann hefur 41% hlustun og kostar 2.720 krónur á mínútuna. Af þessu sést að dagskrárliðir, sem unnir eru í útvarpinu og alltaf er verið að tala um hvað séu dýrir, kosta i raun ekkert meira og jafnvel minna en alls kyns efni sem fáir eða jafnvel engir hafa áhuga á að hlusta á. Maður skyldi ætla að frekar ætti að skera slíka dagskrár- liði niður en að vera að fetta fingur út í kostnað vegna þátta sem einhver vinna er lögð í og sannanlega er mikið hlustað á. Eða hvað? Útvarpið myndi án efa stórbatna við það eitt að fækka öllum þessum sögulestrum og framleiða þess í stað færri þætti og betri en það hefur gert til þessa og þar með yrði dagskráin öll vandaðri. Þetta yrði leikur einn ef bætt yrði við svo sem þremur þátta- gerðarmönnum og þremur tæknimönnum og með betri skipulagningu er ég stórefins um að reksturskostnaður útvarpsins þyrfti að aukast eitthvað gífurlega við það, en á móti kæmi að útvarpið yrði mun betra en það er núna. Á meðan útvarpinu er stjórnað eins og því er stjórnað í dag er eins og hönd dauðans hvili yfir því. Ég vil gera það að tillögu minni að starfsmenn útvarps, stjórnendur þess og aðrir komi nú saman á heilastormsfund og láti gamminn geisa. Til hvers er útvarp? Hvers vegna erum við með ríkisútvarp? Hvernig efni á að flytja í útvarpi? o.s.frv. En það furðulega er, að þegar þessi mál eru rædd þá virðast allir vera sammála. Sigmar B. Hauksson klárar kaffið úr bollanum, drepur snyrtilega í vindlinum og gengur út. Tjaldið fellur. EJ 25. tbl. Vikan 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.