Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 34
í leikhúsi meö ætt- ingjunum Kceri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig. Hann var á þessa leið: Mér fannst ég vera stödd í leikhúsi í mínum bestu fötum. Með mér voru systir mín, bræður mínir og makar þeirra. Við höfðum öll pantað fyrítfram fjórar sætaraðir. Við aðra hlið mína sat systir mín og maður hennar en enginn í sætinu hinum megin. Bræður mínir sátu á bekknum fyrir ofan og hjá þeim sat strákurinn, sem ég er búin að vera með lengi. Rétt áður en sýningin byrjaði kallaði ég á hann og sagði honum að setjast í sætið, sem var tómt við hliðina á mér, en þegar hann ætlaði að fara að setjast þar, settist ókunnug kona í sætið. Rétt á eftir skrapp systir mín úrsæti sínu. Þegar hún var farin kallaði ég á hann og hann kom og settist hjá mér. En eftir smástund kom systir mín aftur. Þannig endaði nú draumurinn og viltu ekki vera svo vænn að ráða hann fyrir mig. Rut P.S. Þótt við pöntuðum fjórar sæta- raðir man ég bara eftir þessum tveimur. Einhverjir fjárhagslegir erfiðleikar steðja að en þeir eru varla svo slæmir að ekki megi ráða bót á og er i því sambandi um einhverja tengingu að ræða milli ykkar systkina. Að öðru leyti er draumurinn ekki annað en frekari áhersla á sambandi þínu og vinar þíns, stöðu hans innan fjölskyldunnar sem er lausari en staða maka systkina þinna. Bráðum koma blessuð jólin Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig, sem mér finnst nokkuð sérstakur. Hann var svona: Mér fannst tengdafaðir minn koma til mín og segja mér að móðir sín sé látin. Hún hét Sigurrós og er látin fyrir mörgum árum. Þá fannst Mig dreymdi mér að ég færi til kirkju í undir- búningsjarðarför. Þar þekkti ég engan en við vorum látin syngja sönginn Bráðum koma blessuð jólin. Þá komu nokkrir hundar inn í kirkjuna oggerðu mikinn usla svo allir fóru út. Var ég svo á gangi eftir aðalgötu bæjarins. Þá eru komnar á hendur mínar lúffur, hvítar með bláum og Ijósbláum út- saumi. Finnst mér svo að á götunni liggi þrenn pör af vettlingum, sem ég átti, og tók égþá upp. Einir voru brúnir, aðrir hvítir og ég sá ekki hvernig þeir þriðju voru á litinn. Sendandi A.B.A. Óvæntir atburðir breyta áætlunum þínum og i fyrstu áttu erfitt með að sætta þig við það. Líklega verður þú fyrir sorg vegna einhverra nákominna, en þegar tímar líða sættir þú þig við atburði og tekur fremur mið af liðandi stund. Ekki er útilokað að gamla konan sé í þessu tilviki að leita nafns hjá þér, en þú munt þó ekki þurfa að taka ákvörðun í því efni alveg á næstunni. Vettlingarnir í draumnum eru þér tákn barna þinna og því þeir þriðju, sem þú ekki sást, þess barns, sem ekki er enn komið i heiminn. Börnin verða þér til mikillar gleði og þú átt eftir að hafa mikinn andlegan styrk af þeim síðar á ævinni. Mig dreymir oft stríð Kæri draumráðandi! Eg ætla að biðja þig að seg/a mér fyrir hverju það er að dreyma stríð. Mig hefur oft dreymt stríð og þá sækja óvinirnir alltaf á okkar þorp. Þá er ég alltaf að reyna að fela mig og flýja. Einu sinni var það vinkona mín, X sem reyndi að skjóta mig úr flugvél. Með fyrirfram þökk. Dísa Stríð er í flestum tilvikum fyrir illdeilum og ófriði. Ef þig dreymir oft að þú reynir að fela þig fyrir öðrum táknar það að þér væri hollara að sýna meiri hrein- skiptni í samskiptum við aðra. í þessu tilviki er langlíklegast að draumarnir séu fyrirboðar deilna, sem verða á milli þín og náinna vina og ættir þú að gæta þess að missa ekki stjórn á skapi þínu. Barnsfæðingar í draumi Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Hann er svona: Mér fannst systir mín, sem á einn strák tveggja ára gamlan, eignast strák, sem hún skírði Smára og eitthverju öðru nafni, sem ég man ekki. Og svo fannst mér hún eignast annan strák og fannst mér Smári (fyrra barnið) vera orðinn eins árs. Þegar systir mín kom heim með strákinn, spurði ég: Áttirðu stelpu? Þá sagði hún: Nei, ég átti strák. Ég varð reið því ég vildi að hún ætti stelpu. Og svo fannst mér vinkona mín koma með strák, sem mamma hennar átti. En mamma hennar á engan lítinn strák, hún er 44 eða 45 ára gömul. Mér fannst þessi strákur systur minnar og mömmu vinkonu minnar ofboðslega líkir. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ein að vestan. Líklega er draumurinn þér fyrir smá- vægilegum erfiðleikum, sem gleymast fljótlega. Þó gæti þama einnig verið um það að ræða að þetta sé fyrirboði barns- fæðingar í fjölskyldu þinni og sértu berdreymin gæti jafnvel verið um hreint berdreymi að ræða, þannig að á þessum tveimur heimilum fæðist innan tíðar tvö eða jafnvel þrjú sveinbörn. 34 Vikan *5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.