Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 20

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 20
augu mín fylltust tárum. Ég starði blinduð í þokuna, axlir okkar snertust. Tilfinningin um nasrveru hans var næst- um yfirþyrmandi. Þegar hann tók utan um mig og kyssti mig virtist það vera eðlilegasti hluturinn á jarðríki. Við gengum þegjandi áfram alla leiðina að höllinni. Og Richie hafði lög að mæla. Það var við hæfi að enda dag- inn á þennan hátt. Johnny stóð á þrepunum við styttuna og kveikti sér í sígarettu, leit síðan upp á Viktoríu drottningu. „Hvað ætli jóm- frúnni finnist um þetta allt saman?” Hann sneri sér snöggt við, eins og hann fyndi að ég var að horfa á hann. „Það lagast, Johnny. Það verður allt í lagi.” Hann brosti fallega. „Auðvitað. Mér líður vel. Aldrei betur.” En það var ekki bros í augum hans. Það var tómatilfinning í maganum á mér og af óskiljanlegri ástæðu vissi ég nú hvað þeir áttu við með fyrirboða. Horn var þeytt og leigubíll beygði inn aö stéttinni. Richie hékk út um glugg- ann. „Inn með ykkur, krakkar,” kallaði hann. „Leikurinn er búinn í dag. Aftur í þrældóminn.” Ég sat aftur í, klemmd á milli hans og Johnnys og leið reglulega illa. Richie blaðraði eins og venjulega en hvorki ég né Johnny sögðum eitt aukatekið orð. Þegar við stigum út úr bílnum við King Cross fór Johnny á undan til að gá að foreldrum mínum. Richie borgaði leigu- bílinn, sneri sér síðan að mér. „Er eitthvað að?” Ég hristi höfuðið. „Mér hálf leiðist að vera að fara aftur, það er allt og sumt.” Hann tók utan um mittið á mér og kyssti mig á kinnina. „Hresstu þig upp, vina. Sumar sögur enda vel, jafnvel í raunveruleikanum.” En hvernig gat ég trúað því þegar ég vissi, mér til mikillar mæðu, að Johnny átti enn tólf árásir eftir? 10. kafli. Ekkert var eins eftir þetta. 1 næstu viku fór Johnny tvisvar — Essen og Hamburg — en eitthvað hafði komið fyrir hann. Hann varð sífellt önuglynd- ari og bitrari. Hann kom enn á prests- setrið og eyddi mörgum klukkustundum við píanóið í rapsódíuna, sem gekk alls ekki vel. Hið mikilvæga smáatriði, sem hann leitaði svo stíft, lá enn í loftinu án þess að hann næði því. Ef til vill var það ástæðan. Það var einhver hindrun á milli okkar sem náði hámarki í lok næstu viku, þegar mikil árás var gerð á Genoa. Dökka Rósa var úr leik á elleftu stundu vegna einhverrar vélarbilunar, sem þeir réðu ekki við, en Richie fór á Horfnu Jenny og það skall hurð nærri hælum. Það var niu tíma leið til Genoa við bestu skilyrði. Þetta kvöld varð skyndi- leg veðurbreyting og þeir fengu andbyr á heimleiðinni, sem þýddi klukkustundar lengri flugtíma. Sex vélar komust ekki til baka. Horfna Jenny var meðal þeirra, missti aftari hreyfil yfir Norðursjónum. En Richie, frábær eins og alltaf, tókst að koma henni að Lincolnshireströndinni og lenda á stöð sem hét Brigg. Hann var fluttur ásamt áhöfn til Upton Magna með vöruflutningabíl, en Horfna Jenny var skilin eftir til viðgerðar. Mest af þessu frétti ég hjá föður mínum. Richie hafði ekki komið í nokkra daga og Johnny minntist aldrei á hann. Ég velti því fyrir mér hvort þeir Sumarið sem var hefðu rifist en vildi ekki spyrja vegna skapsins sem Johnny var i. Á laugar- dagsmorguninn kom hann snemma og vann við píanóið í þrjá tíma án þess að virða mig viðlits, tilkynnti síðan að hann væri að fara út að ganga á akrinum. „Ég ætla að ná í kápuna mína,” sagði ég. Hann hristi höfuðið. „Mig langar til að vera einn svolitla stund. Ég þarf að hugsa.” „Hvað er að, Johnny?” spurði ég. „Við getum ekki haldið svona áfram. Þetta er aö verða óþolandi.” „Að,” sagði hann. „Hver sagði eigin- lega að eitthvað væri að? Þetta er mjög einfalt. Mig langar að fara einn út svo- litla stund. Mig langar til að hugsa þetta fjandans verk, finna út hvað ég geri vit- laust. Ég get það ekki þegar þú situr og starir á mig allan tímann.” Hann gekk út, dyrnar skelltust. Það var þögn því að ég var ein í húsinu. Ég var æðislega reið, fór í jakkann minn og fór út. Það rigndi lítils háttar, smáúði, þegar ég gekk yfir flötina með hendur djúpt í vösum og kreppta hnefa. Gamalkunn- ugt hljóð mótorhjólsins barst aftan frá og Richie skaut upp við hliðina á mér. „Hvert skal haldið, fagra fljóð?” Hann sat klofvega á mótorhjólinu. „Mér sýnist þú frekar viðskila.” „Það má segja það.” „Vandamál?” Ég andvarpaði. „Ó, ég veit ekki hvað er að honum þessa dagana, Richie. Hvernig er hann i búðunum?” „Hlédrægur,” sagði hann, „en ég myndi ekki hafa of miklar áhyggjur af þvi. Það ganga allir í gegnum svona lag- að.” „Ég veit bara eitt. Ég þoli þetta ekki mikið lengur.” Hann sat þarna hugsandi augnablik og trommaði með fingrunum á stýrið. Síðan brosti hann sínu sérstaka brosi, sem þýddi að eitthvað gruggugt var á seyði. „Það sem þú þarft er svolítil hreyfing og ég held að ég hafi einmitt svarið. Hvernig litist þér á -smáferð í Lancaster þér til upplyftingar? Það er mál til komið að þú fáir sýnishorn af raunveruleikanum.” Ég hrökk við, vægast sagt. „Þú hlýtur að vera að gera að gamni þínu.” „Nei, mér er alvara. Ég er að fara til Brigg eftir hálftíma til að sækja Horfnu Jenny. Það er ekki nema tuttugu minútna flug en þú gætir séð hvernig Lincoln dómkirkjan lítur út úr lofti.” „Það er gegn reglunum,” sagði ég og fann spenninginn hríslast um mig. „Auðvitað, en enginn sem skiptir máli þarf að vita af því. Ég fer bara með Barney Henderson, vélamanninn minn, og Taff Hughes, loftskeytamanninn. Bil- stjórinn sem ekur okkur er mjög góður vinur minn. Hún segir engum neitt. Einn og hálfur klukkutimi, það er allt og sumt. Komdu, þú verður komin til baka áður en þú veist af. En svo eru það auð- vitað foreldrar þinir.” „Þau fóru til Norwich og verða í allan dag.” „Þar hefurðu það. Þau þurfa ekkert CINNI & PINNl. © Bulis BJARGIÐ MÉR! Hjálpin er á loiðinni. /^Sórðu hver kemur þarnaN. /^Ó, 6! Við veröum' — Skúli skítalabbi, sá versti V benda honum á af þeim öllum. V tilskipunina. Stund Fljótur! / Vel gert, bukkur! hefndarinnar er runnin upp. Aðgerð B! af mörkum 0 Heyr! Allir verða aö leggja sitt af mörkum til I mengunarvarna. Samkvœmt 'tilskipun i kóngsins. Hva-hva??? hey! Hvar er um að vera? EG GET LESIÐ! Brjótið ykkar ------------- heimsku heila um eitthvað /, i Hey! þarfara! -r---Við “omm / ^ ( bara að leggja | Við viljum leggja okkar af mörkum til mengunarvama STOPP! HJALP! PETTA ER fcfUIDURLÆGJANDI! Við brutum heilana svolítið. 20 Vikan ZS. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.