Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 22
Hvammstangastelpur í starfskynningu á Vikunni (TIE/T UmFÓLK Hér á Vikunni hafa verið í starfskynningu tvær Hvamms- tangastelpur. Starfskynningin þeirra stóð yfir í fimm daga, og að henni lokinni voru þær báðar nokkuð ákveðnar í því að verða alls ekki blaðamenn. Hvort þetta gefur einhverja vís- bendingu um störf á Vikunni eða blaðamennsku almennt skal ósagt látið. Þessir kornungu blaðamenn okkar heita Jórunn Anna Egils- dóttir, 14 ára, og Árborg Ragnarsdóttir, 15 ára. Þær sögðust hafa haft mikið gaman af því að koma til Reykjavíkur í starfskynninguna og fannst ýmislegt i lífi unglinganna í Reykjavík frábrugðið venjulegu lífi á Hvammstanga. „Það er meira um að vera í Reykjavík, tækifærin fleiri, og krakkar á okkar aldri hafa meira fyrir stafni. Á Hvammstanga vantar eitthvað að gera, þegar skólanum sleppir. Þar er að vísu ungmennafélag, en skátafélagið er fremur líflítið. Við höfum líka engan samastað til að hittast, unglingaböll eru bara á sumrin og þá er það ekki nægilega reglu- bundið. Sundlaugarnar í Laugardal eru líka nokkuð, sem við getum ekki veitt okkur á Hvamms- tanga. Við höfum að vísu lært sund á Reykjaskóla og Laugar- bakka, en á Hvammstanga hefur ekki verið sundlaug. Nú er að visu ein í byggingu, en það dregst alltaf að taka hana í notkun. Við fórum á laugardagskvöldi að líta augum þetta fræga Hallærisplan. Þar var heldur litið að gerast. Líklega höfum við verið þar of snemma. Á Hvammstanga höfum við okkar eiginn „rúnt”, þótt ykkur finnist hann kannski ekki ýkja merkilegur, þar göngum við ákveðnar götur á kvöldin, eða ökum ef einhver er á bíl. Annars eru það nú aðallega eldri krakkarnir. Skemmtilegast við þessa starfskynningu var að fara á Melavöllinn og taka viðtölin. Það hlýtur að vera mest gaman í blaðamennsku. Leiðinlegast fannst okkur að vélrita og þýða myndasögurnar. í framtíðinni verðum við örugglega ekki blaðamenn, enda höfum við engan áhuga á því að fara í menntaskóla.” „Ég vildi helst fara á sjóinn,” sagði Árborg ákveðin. „Einu sinni fór ég á veiðar með rækju- bát frá Hvammstanga, með vinkonu minni og pabba hennar. Það gæti ég hugsað mér að gera jafnvel í framtíðinni.” „Ef ég vissi hvað mig langar,” sagði Jórunn, „ ég veit ekki hvað Á Melavellinum í Reykjavík hefur oft verið fjöldi manns samankominn. Fyrir fáum árum var þetta mesti kappleikjavöllur landsins, en nú hefur hluti hans verið tekinn undir nýju bókhlöðuna, sem verið er að reisa þarna. Samt er þessi völlur enn fjölsóttur af körlum og konum, sem vilja fá einhverja ’nreyfingu á hinni 400 m löngu hlaupabraut, eða þá á knattspyrnuvellinum, sem er í góðu lagi. — Hér eru bestu sturturnar í bænum, sagði Hreiðar Ársælsson starfsmaður vallar- ins, því þetta eru gömlu sturturnar, þessar vatnsmiklu, og það er allt annað að standa undir þeim en þessum nýju, sem varla kemur deigur dropi úr. Fólk getur því fengið sér ærlega sturtu eftir öll hlaupin og farið helmingi hressara út af vellinum en það kom inn. Svo má ekki gleyma því, að það kostar ekkert nema viljann að mæta þarna. VIKAN kom við á Melavellinum í hádeginu fyrir skömmu og tók nokkra hlaupa- garpatali. JAEogÁR „Ég kem hingað þrisvar i viku, og ég ráðlegg öllum að fara að trimma, þvi manni liður miklu betur á eftir," sagði Úrn Eiðsson, fulltrúi i Trygg- ingastof nuninni. Besta og ódýrasta íþróttin XX Vikan 2S- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.