Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 47
Þá brast eitthvað í Luke. Hann greip í kraga Haydns og dró hann til sin. En áður en nokkur gat hreyft sig. var Jack Morgan kominn fram fyrir barinn, og hann skildi mennina að. „Nú er nóg komið af svo góðu. Það verða engin slagsmál hér hjá mér!” Hann ýtti Hopkins hörkulega til hliðar og sneri sér að Luke. „Ég hef ekki sagt, að ég ætli mér ekki að veita þér afgreiðslu og þetta eru ekki mín slags- mál. En ég held að það væri best að þú færir að svo stöddu." Luke leit móður í kringum sig, á fjand samleg andlitin og hatursfull augun. „Allt í lagi. Ég fer núna. En faðir minn var enginn heigull. Og það er eins gott aðþiðvitið allir. að ég ætla mér að sanna það!" Luke ýtti mönnunum ákveðinn úr vegi sinuni og gekk út. LuKE gekk um þílastæðin i fimm mínútur og reyndi að sefa æst skap sitt. Eins og hugarástand hans var þessa stundina, gat hann ekki séð eftir neinu sem hann hafði gert eða sagt. En hann var einnig reiður sjálfum sér. Hvernig gat hann nú vonast til að fá betri vitneskju um föður sinn. Auðséð var. að hann hafði kveikt i glóðurn gamals haturs á kránni, og þess hafði hann síst óskað. Þegar hjarta hans sló loks með eðli- legum hraða, lagði Luke hægt af stað heim til frú Watkins. Tónarnir frá kóræfingunni ómuðu enn þegar hann lagði af stað. Þeir virtust næstum hljóma hæðnislega í þetta skiptið. Allt var kyrrlátt og hljótt, og hann gat ekki annað en hugsað til kvöldsins sem hann hafði átt með Rhiannon eftir kór- æfinguna, fyrir svo stuttu, Hann hélt hugsandi áfram og tók ekki eftir neinu í kringum sig. Einhvern tíma heyrði hann skrjáfa í laufi, en hann veitti því enga sérstaka athygli. Ekkert vakti athygli hans, fyrr en hann heyrði hvíslandi raddir framundan. Hann reyndi að sannfæra sjálfan sig um, að það hefði aðeins verið vindurinn i laufunum. En þegar hann gekk lengrá eftir veginum, sá hann, að nokkrir karlmenn höfðu safnast saman fyrir framan hann. Luke þurfli ekki að geta sér til um tilgang þeirra. Þegar hann kom að gömlu stein- bryggjunni, sá hann þrjá menn biða þar í myrkrinu. Luke staðnæmdist fyrir framan þá. en þá birtust tveir lil viðbótar bak við hann. Þeir höfðu leynst í runnunum. Hann hafði enga möguleika á að komast undan. Haydn Hopkins gekk fyrst til hans. „Þú varst lengi á leiðinni, lagsmaður." „Láttu nú ekki eins og fífl, Hopkins. Hvaða tilgangi á þetta að þjóna?” „Það gæti farið svo, að þú hefðir gott af því. Við höfum sagt þér að hypja þig, en þú vilt ekki hlusta. Það virðist aðcins vera ein leið til að láta þig skilja, við hvað við eigum.” Luke kreppti hnefana viðbúinn. „Og hvers vegna er þér svona umhugað um að losna við mig? Vegna föður míns eða vegna Rhiannon Nation?" Luke bjó sig undir fyrsta höggið og það kom. Þegar Hopkins rauk á hann, náði hann aðeins að koma á hann einu höggi, áður en tveir mannanna gripu hann aftanfrá og hentu honum niður. Luke tókst að losa sig, og hann notaði tækifærið og sló Will Prothero niður. Hann reyndi að koma höggum á fleiri, en átti fullt i fangi mcð að verjast höggunum sem dundu á honum. 1 nokkrar sekúndur tók hann ekki eftir neinu. og hann fann hvernig hann varð sífellt máttfarnari. En um leið og hann var að liða út af hættu höggin allt í einu. Nokkur stund leið áður en Luke kom til sjálfs síns. Það fyrsta sem hann sá var Jack Morgan. Hann hélt Havdn fösluni með annarri hendinni og öðrum maniii. með hinni. Will Prothero var að ranka við sér, og tveir aðrir menn stóðu og horfðu á. Jack Morgan virtist næstum enn slærri nú en þcgar liann stóð á bak við afgreiðsluborðið. „Jæja, þið eruð nú meiri hetjurnar, allir fimm!” sagði hann hæðnislega. ..Fimm á móti einum. ha?" Hann hristi mennina sem hann hélt i. ..Þetta eru ekki þinar erjur. Jack" byrjaði Haydn Hopkins. „Erjur?” hermdi Morgan eftir honum. „Þegar fimm menn ráðast á einn. þá kalla ég það ekki erjur. Ég kalla það morð. Og þú, Will Prothero." Hann sneri sér að minnsta manninum. „Heldurðu að faðir þinn hefði verið hreykinn af þér?” Prothero svaraði ekki. Hann leit ekki einu sinni upp. „Jæja, getið þið þá hundskast heim?” Morgan sneri sér í hálfhring. „Eða viljið þið frekar vera fimm á móti tveimur?” Haydn Hopkins gretti sig, en sagði ekki neitt. Allir fimm hröðuðu þeir sér niður götuna. Luke stundi af sársauka og Jack Morgan beygði sig yfir hann og athugaði útlimi hans kunnáttusamlega. „Vertu rólegur hr. Owen. Það er ekkert brotið. sem betur fer." Hann hjálpaði Luke á fætur. „Þú stóðst þig með prýði, lagsmaður. Faðir þinn hefði orðið stoltur af þér!” Luke leit undrandi á hann. „Þekktir þú föður minn?” „Já. Einu sinni fyrir lóngu. Og ég held að þú hafir rétt fyrir þér. Ég veit ekki hvað skeði i námuslysinu — ég var í hernum þá. En ég er viss um eitt — Enoch Owen var enginn heigull. Faðir þinn var hugaðri en nokkur annar maður sem ég hef kynnst!” En Luke hlustaði ekki lengur, þó að SðMrfátrffy/aScn LAUGAVEG 51 - II. HÆÐ - SÍM113470 25. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.