Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 37

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 37
Hann bjóst við, að konan myndi bresta i grát, þær voru vanar þvi, konurnar, þegar hann talaði um menn þeirra, eins og þeir væru enn lifs. Hann var viðbúinn þvi versta. — Já, auðvitað er hann við, sagði frú Hagedorn og brosti elskulega. — Gjörið þér svo vel að ganga inn. Chubb fann, hvernig smeðjulegt brosið vék fyrir undrunar- og skelfingar- svip. Var konan viti sinu fjær af sorg? Eða var maðurinn ennþá sprelllifandi? Hvern var þá átt við í dánartilkynning- unni? Hann reyndi að láta ekki á neinu þera og huggaði sig með því, að ennþá hefði hann ekki tekið sér neitt ólöglegt fyrir hendur og hann gæti bjargað sér frá vandræðum. Hann fylgdi konunni eftir inn í fordyrið. Innifyrir var dimmt og drungalegt. Veggirnir voru klæddir dökkum viði, og einkennileg angan fyllti loftið. Gríðarmikið elgshöfuð starði illilega á hann ofan af veggnum. Það setti hroll að Chubb, hann hefði heldur kosið sólskinið utandyra. En vegna böggulsins undir handleggnum fylgdi hann á eftir fru Hagedorn gegnum langan gang inn úr fordyrinu. Inn um opnar dyr sá Chubb tvo menn, sem ræddu saman lágum hljóðum um staðsetningu silfurbúinnar, svartrar kistu með iburðarmiklum útskurði. Bak við kistuna var haf af rauðum og hvitum blómum. Annar mannanna var hár og sérstaklega grann- vaxinn, eins og lifandi lík, ef svo mætti segja. Aftur á móti var hinn maðurinn lágvaxinn og gildur og klæddur gráum buxum, sem hann hélt uppi með hlægi- legum, grænum axlaböndum. Þeir virtust ósammála um, hvort kistulokið yrði tekið af við síðara tækifæri eða ekki. Litli maðurinn kom skyndilega auga á Chubb i dyrunum. Orðalaust gekk hann til dyranna og skellti aftur hurðinni. Vw-HUBB brá hastarlega og stóð graf- kyrr í sömu sporum litla stund, en áttaði sig fljótt og hraðaði sér á eftir frú Hage- dorn. Hún fylgdi honum til herbergis, sem var jafn ömurlegt og fordyrið, bauð honum sæti i óþægilegum stól með hekluðum dúllum, sem festar voru með tituprjónum á arma og bak. Þegar hún bjóst til að yfirgefa herbergið orðalaust, fann Chubb sig knúinn til að segja eitthvað. — Frú Hagedom, I sambandi við manninn yðar . . humm . . . eruð þér vissar um, að ég komi ekki á óþægilegu augnabliki. Ég vil alls ekki vera til óþæginda. Ef ekki stendur vel á fyrir honum, get ég... — Langt frá þvi, svaraði konan. — Þetta er allt i lagi. Nú skal ég sækja hann. I hálfgerðri örvæntingu leitaði Chubb eftir úrklippunni i vasa sinum. — Maðurinn yðar er Jerrold Hagedorn, eða er ekki svo? — Ó, ó, guð hjálpi mér. Það var greinilegt, að loks hafði Chubb snert viðkvæman blett. Frú Hagedorn reyndi eitt andartak að halda stillingu sinni, en árangurslaust. Kjökrandi féll hún niður á rauða flauelssófann og grét sárt og hömlulaust. Þetta var i meira samræmi við það, sem Chubb hafði reiknað með. Hann læddist að sófanum, settist við hlið hinn- ar grátandi konu og greip hönd hennar. — Frú Hagedorn, fyrirgefið mér. Mig grunaði ekki, að maðurinn yðar.... — Fræn . . frændi . . . frændi Jerry var ekki maðurinn minn. — Frændi Jerry? Chubb andvarpaði þungan. Dánartilkynningin i blaðinu hafði ekki verið sérlega nákvæm, og hann hafði gengið út frá þvi sem sjálf- sögðu, að þetta væri eiginmaðurinn í húsinu. Jæja, þetta skýrði allavega ein- kennilega framkomu konunnar. Dauður frændi i staðinn fyrir dauðan eigin- mann. Það gerði málið nokkuð flóknara, en málið var ekki ennþá tapað, langt frá þvi. — Hann . . . hann var reyndar ekki frændi minn í rauninni, hélt frúin áfram. — Jerry var hálfbróðir mannsins mins, Berrands. Skiljið þér, Jerry var af fyrra hjónabandi hans Hagedorns afa, og... — Ég skil, ég skil, sagði Chubb og reyndi að vera mildilegur í röddinni. Hann gaut augunum til böggulsins I stólnum á móti þeim. — Ef ég mætti nú fá að... — Við kölluðum hann bara Jerry frænda. 1 fimm ár bjó hann hér, herra Chubb. Hafði herbergið á móti stiganum, við hliðina á herbergi Scofield ömmu. Hún tilheyrir minni fjölskyldu. — Að sjálfsögðu. Jæja, en ættum við nú kannski... — Scofield amma er í herbergi með Harriet. Töfrandi, ung stúlka, hún Harriet litla. Viðbuðum hennieinkaher- berai. en bað vildi hún ekki hevra minnst á. Vildi alltaf vera sem næst ömmu, ef hún væri hjálparþurfi, sagði hún. En í hreinskilni sagt held ég, að ástæðan hafi verið sú, að hún kærði sig ekki um að vera í næsta herbergi við Wilder frænda sinn. Ég ætti auðvitað ekki að tala um þetta við yður, bláókunnugan manninn, en ég skil ekki, hvernig Hagedornarnir eða Scofield- arnir hafa getað getið af sér óbermið hann Wilber. Kc .ONAN var greinilega komin á kaf í ættartöluna. Chubb reyndi að skjóta inn orði fullur skelfingar yfir því, sem koma myndi um hina miklu ætt. — En... — Wilber frændi er rauðhærður og freknóttur. Enginn i Scofield fjölskyld- unni hefur þann yfirlit svo ég viti til. Ekki heldur neinn af Hagedorn ættinni. En Bertrand segir, að þetta hafi Matthildur frænka haft upp úr hjóna- bandi sinum með sölumanninum. Bæði fórust í járnbrautarslysi við North Creek, og enginn gat fengið Bert ofan af þeirri fásinnu að bjóða unga manninum að dveljast hjá okkur. Hann kvelur köttinn og stelur kökum úr búrinu. Eitt sinn kom ég drengnum að óvörum, þar sem hann var að stela peningum í herbergi Soffiu. Soffia er reyndar systurdóttir mín, frá hjónabandi... — Segið mér, kæra frú, hve margt fólk býr hér í húsinu? — Frú Hagedorn varð íhugul á svip og hleypti í brýnnar. — Látum okkur sjá, það er aðeins fjölskyldan að sjálf- sögðu. Eins og stendur erum við tiu, auk okkar Berts. Við erum sem sagt tólf. Charlie frændi minn kom í vikunni sem leið. Já, og nú er Jerry frændi látinn, nú þá erum við auðvitað ellefu .... — Ellefu manna fjölskylda og allir undir sama þaki. Chubb sló út höndunum í undrun. — Það má vera I mikill stuðningur að vera mörg saman, þegar sorgin kveður dyra. Þetta er óvenjulegt nú á timum, þegar unga fólkið vill helst koma foreldrum sínum fyrir á stofnunum. Það er dásamlegt. að enn skuli vera við lýði gömlu, stóru fjöl- skyldurnar. þar sem ást og eindrægni ríkir. — O, það er ekki alltaf auðvelt, get ég sagt yður, svaraði frú Hagedorn. — Wilber er að sjálfsögðu verstur. Svo er Mildred frænka gengin í barndóm. Og nú, þegar Jerry frændi er genginn á vit feðranna... — Jerry frændi er sem sagt Jerrold Hagedorn, sem lést nýverið? — Stendur heima. Aumingja Jerry frændi... Frú Hagedorn grét aftur. hljóðum. sárum gráti. — Reyndar er það vegna hans, sem ég er kominn, frú. Chubb sótti böggulinn og bjó sig undir að opna hann. — Fyrir nokkrum vikum kom Jerrold Hagedorn i verslunina til min og pantaði þetta. — Chubb vafði pappírnum af og lagði innihaldið i kjöltu frú Hagedorn. — Mér sýnist þetta vera skjalamappa. — Svo er frú. Mjög sérstök, cf ég má vekja athygli yðar á því. Handsaumuð úrekta kamelskinni. — Kamelskinni? — Já, það er endingarbetra en nauta- eða svínsleður. — Er það svo. 0. nei sko. Nafn Jerrys frænda meðgullnu letri. — Já, hann iagði áherslu á að gefa möppunni persónulegan blæ, ef svo má segja. Mjög vandasamt og erfitt verk, ef ég mætti leyfa mér að segja svo. tJÍÐASTA setningin var sögð með stoltri rödd fagmannsins og virðingu fyrir smekk hins látna. Chubb leiddi varla hugann að því, að mappan hafði þrem tímum áður hangið hjá veðlánara og að vinur hans. Ed, hafði á augabragði gyllt stafina. — Mikið er þetta líkt Jerry frænda, sagði frú Hagedorn. — Hann pantaði furðulegustu hluti. sem hann hafði engin not fyrir. — Já, frú, sagði Chubb. — Nú reikna ég með, að þar sem þetta er eitt af hans síðustu verkum, hafi þessi mappa tölu- vert gildi fyrir fjölskylduna. — Já, svo sannarlega. Frú Hagedorn þrýsti möppunni að brjósti sér. — Þelta er næstum eins og sending úr djúpi grafar. Við munum sannarlega setja hana á heiðursstað. — Ég er sannfærður um það, sagði Chubb. Hann hóstaði vandræðalega. — Það er aðeins eitt, frú. Svo er mál með vexti.að.... — Hvað þá?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.