Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 19
og kreisti svörtu töskuna sem móðir min hafði lánað mér. Nokkuð sem hann myndi eiga til minningar það sem eftir var. Það sem eftir var. Tíu árásir eftir. Grámóða sveif yfir mig og ég ýtti hugs- uninni ákveðin frá mér og einbeitti mér að líðandi stund. Konungurinn nældi orðuna á brjóst hans, brosti lítillega og talaði við hann. Johnny sagði mér seinna að hann hefði spurt hann hvernig hendur hans væru. Hann hafði niunað ástæðurnar fyrir flugorðunni eftir allan þennan tíma. Þeir virtust eiga nokkrar samræður, síðan hneigði hann sig, eins og hann hafði gert fyrir öllum hinum, í virðingarskyni við hugrekki þeirra býst ég við, til að þakka þeim fyrir hönd okkar allra. Faðir minn brosti til mín og rétti mér höndina. Ég er viss um að honum var ljóst hve þetta augnablik var mér mikil- vægt. Hann var alltaf sérstaklega næmur. „Þú hlýtur að vera hreykin af hon- um,” sagði hann. Þá leyfði ég mér að gráta pinulítið, en ekki lengi. Faðir minn krafðist þess að fá að bjóða okkur öllum til hádegisverðar. Á Café Royal, hvorki meira né minna. Á stríðsmælikvarða var þetta alveg ljóm- andi máltíð. Á eftir skildu þau móðir mín viö okkur til að heimsækja gamlan starfsbróður, sem starfaði við Pálskirkj- una, eftir að hafa ráðgert að hitta okkur aftur við King Cross í tíma til að ná hálf- niu lestinni til Peterborough um kvöldið. Það var enn tími til að hlusta á seinni hluta hádegisverðarkonsertsins á Royal Exchange. Richie vildi eitthvað meira spennandi og fór á Nuffield Centre, þar sem viö ætluðum að hitta hann síðar. Þegar við komum á Exchange var hljómlistarsalurinn troðfullur, sem ekki var undarlegt þvi að Myra Hess var að leika. Við urðum að standa og Johnny hallaði sér að súlu og hlustaði af innlifun og gaf henni alla sina athygli. Mig minnir að á dagskránni hafi aðallega verið Bach, en hún endaði á litlu sér- kennilegu verki, sem hét „Le Pastour” eftir Gabriel Grovlez og hún lék það af sérstaklega mikilli tilfinningu. Johnny var fremur sorgmæddur á svipinn þegar við gengum út í gegnum þvöguna. „Hvað er að?” spurði ég. „O, ég er bara að vorkenna sjálfum mér.” „Hvers vegna?” „Af þvi að ég verð aldrei svona góður — ekki héðan af.” Hann rétti fram hend- urnar, það strekktist á brunaörunum og það glampaði einkennilega á húðina. „Og ég hefði getaðorðið það, Kate.” Ég greip í ermina, þegar hann reyndi að halda áfram, og fékk hann til að snúa sér að mér. „Það er staðreynd að nú getur þú það ekki. Svo að hvað ætlar þú að gera i því?” „Dansa við þig allan eftirmiðdaginn.” Hann tók í handlegginn á mér og við flýttum okkur i gegnum þvöguna. Nuffield Centre var í Wardour stræti. Það var klúbbur sem bauð upp á ókeypis skemmtun fyrir hermenn. Flestar frægar stjörnur þess tíma komu þar fram. Mér fannst þetta allt mjög spennandi því að ég hafði aldrei komið á slíkan stað. Roy Fox og hljómsveit hans komu fram þennan dag og staðurinn var fullur af alls konar hermönnum, Frökkum, Pólverjum, Belgum, Ameríkönum og auðvitað Bretum og margar stúlkur að auki. Hér um bil það fyrsta sem við sá- um, þegar við komum inn, var Richie sem dansaði kinn við kinn við ljóshærð- an ATS liðþjálfa. Við mjökuðum okkur inn í þvöguna til þeirra. Ég var í örmum Johnnys, Ijósin voru mild og hin frábæra hljómsveit lék. Ég var nær himnaríki en mig hafði dreymt að mögulegt væri. Einhvern veginn var eins og ég þreyttist ekki og við dönsuð- um allan eftirmiðdaginn. En eftirminnilegasta augnablikið kom seinna, í hléi þegar við dönsuðum eftir plötum. Þeir léku lag, sem ég mun aldrei gleyma. A1 Bowly, sem hafði farist í loft- árás á London, söng „A Foggy Day in London Town”. Það minnti mig á fyrsta kvöldið okkar — á dansleikinn í félags- heimilinu. Ég hallaði höfðinu að öxlinni á Johnny i rökkrinu og óskaði að þetta tæki aldrei enda. Við fórum skömmu síðar, eftir að, hafa skipst á nokkrum orðum við Richie sem ráðgerði að hitta okkur klukkan sjö á tröppunum við Viktoriustyttuna fyrir framan Buckinghamhöll. „En við erum nýkomin þaðan," sagði Johnny. „Hver er hugmyndin?” „Mig langar bara aö sjá gamla staðinn aftur áður en ég fer,” sagði Richie, „og mér finnst það ágætis hugmynd að enda daginn þar sem hann hófst.” Mér fannst þetta hafa tvíræða merk- ingu en sagði við sjálfa mig að ef til vill hugsaði ég of mikið um að eitthvað ann- að byggi undir orðum Richies þessa dag- ana. Þótt undarlegt megi virðast var þoka þetta kvöld. Ég man að ég gekk eftir ár- bakkanum um sexleytið og þokulúðr- arnir vældu ámátlega yfir ánni. Hávaðinn frá umferðinni virtist litill og fjarlægur og gjálfrið i vatninu við ár- bakkann virtist miklu háværara. Það var kyrrt og hljótt og við sögðum varla nokkurt einasta orð. Við gengum áfram i endalausri þögn- inni. Á þessari stundu flæddu allar tilfinn- ingar mínar til hans upp á yfirborðið og Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. íi iBIAÐIB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 ZS. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.