Vikan


Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 8

Vikan - 21.06.1979, Blaðsíða 8
Síðastliðin 10-15 ár hefur þó stærsti markaður minn utan Norðurlanda verið Þýskaland. Þess vegna er kannski ekki skritið að Amerikanar telja mig oft vera Þjóðverja. Þegar háskólinn í Salt Lake City tók sig til og gaf út nýja kennslubók í þýsku til notkunar í Bandarikjunum, Kanada og á Filippseyjum sneru þér sér til min til að fá texta. Svo nú fá þeir vesalings stúdentar sem leggja fyrir sig þýskunám i þessum löndum að svitna yfir sögunum mínum á hinni flóknustu þýðversku. Hinn alþjóðlegi Rotaryklúbbur í Banda- ríkjunum hefur líka nýlega keypt af mér bókina „Scandinavians — that’s us” til að senda út á meðal félaga sinna í 150 löndum. Þegar B.T. tók sig til og gerði könnun á því hver væri mest seldur danskra rithöfunda i útlöndum var ég þar efstur á blaði á undan þeim Arne Falk Rönne og Ib Henrik Cavling. Auðvitað má svo alltaf deila um það sem við flytjum út. Hvað mig snertir hefur það meira að segja verið talið nokkurt vafamál að ég sé rithöfundur, sennilega ætti ég fremur skilið titilinn skop- framleiðandi. Mér finnst það alveg prýðilegur titill. Annars skal ég segja þér að það er enginn leikur að hafa það að atvinnu að vera skemmilegur. Þetta er hörkuvinna. Ekkert sem heitir frí um helgar og stolin kaffihlé. En ég bæti mér það upp með þvi að taka mér tveggja mánaða leyfi á ári í húsi sem við eigum á Falster. Þar get ég slakað á frá öllum skemmtilegheitunum og verið eins hundleiðinlegur og ég vil. Það er að segja innan vissra takmarka þó, þvi ég þori ekki að reyna alltof mikið á þolrifin í konu minni. Eftir þessi kynni okkar af Willy Brein- holst eigum við bágt með að trúa þvi að skopskynið sé honum ekki alveg jafn- eðlilegt í einkalífinu og starfinu. Við drögum það meira að segja mjög í efa að honum takist að vera leiðinlegur á Falster. Tíminn hefur flogið frá okkur við skemmti- legar samræður yfir góðum veitingum. Áður en við vitum af er klukkan farin að halla i sjö og við kunnum ekki við annað en að kveðja þessi ágætu hjón og íslandsvini til að eyðileggja ekki fyrir öðrum löndum sem einn góðan veðurdag eiga eftir að birtast á tröppunum hjá þeim og minna á gamalt heimboð. Þegar við erum að kveðja spyrjum við Willy hvort nokkur hætta sé á því að Vikan verði uppiskroppa með mini-sögur á næstunni. — Ég held að þið þurfið ekki að hafa nokkrar áhyggjur af því, segir hann og skellihlær. — Ætli ég eigi ekki svona um það bil 3000 stykki. JÞ Texti: Jóhanna Þráinsdóttir Ljósmyndir: Höröur Torfason „I guðanna banum, skki stílla okkur upp eins og gamaknonnum i sófa." Og hór fá allir aðdóendur Willys á Islandi bastu kvafljur frá þaim hjónum. Við reyndum um tíma að drekka þær út í rússnesku kampavíni en það dugði ekki því það er svo ódýrt í innkaupi. En þegar ég sé fólk standa í biðröð við bókabúðir til að ná í nýútkomna bók eftir mig hlýnar mér svo um hjartarætur að ég gef skít í allar greiðslur. Ég hef líka ferðast töluvert um þessi lönd og haft mikið gaman af. Ég gleymi aldrei fyrstu ferðunum mínum með flugvélum á innanríkisleiðum i Rússlandi. Þær voru hin kátlegasta uppákoma. Ekki bara af því að vélarnar voru slík skrapatól að maður mætti helst ekki til leiks nema dauðadrukk- inn heldur voru vélarnar líka fullar af flóm. Það var afar skoplegt að sjá vel klædda, vestræna farþega aka sér í sætum sínum svona eftir því sem sætisólar leyfðu. En síðan hafa orðið miklar framfarir í þessu sem öðru og Rússar eru með elskulegra og hjartahlýrra fólki sem ég hef kynnst. Vandinn að vera skopfram- leiðandi — Ég held að vinsælasta bókin min hvar sem er i heiminum sé „Vandinn að vera pabbi”. Enda er það vissulega lífsreynsla sem flestir karlmenn verða fyrir, þó sumir hljóti hana ekki af fúsum vilja. Annars er von á áttugustu bókinni minni á markaðinn i haust en hún heitir „Vandinn að vera góður sjúklingur”. Auk þess hef ég samið mikið af útvarps- og sjónvarpsefni, revíum og kvikmyndahandritum. T.d. hef ég samið þrjú kvikmyndahandrit handa hinum þekkta, danska gamanleikara Dirch Passer. 8 Vikan 25. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.